Starfsskóli Sandgerðisbæjar 3S

Home/Starfsskóli Sandgerðisbæjar 3S

Starfsskóli Sandgerðisbæjar

Starfsskóli Sandgerðisbæjar er starfræktur á sumrin fyrir krakka í 8. til 10. bekk grunnskólans. Starfið hefst í byrjun júní og stendur fram að júlílokum. Starfsskólinn gegnir mikilvægu hlutverki í bæjarlífinu. Hann sér um að bæjarfélagið sé snyrtilegt og fallegt yfir sumartímann, um leið og ungir Sandgerðingar fá dýrmæta reynslu af því að vinna, fræðast og kynnast hinum ýmsu starfsgreinum.