Vinnuskóli upplýsingar

Home/Frettir/Vinnuskóli upplýsingar

Vinnuskóli Garðs og Sandgerðis hefst á föstudaginn 8. júní kl. 08:00 í Vörðunni í Sandgerði, Miðnestorgi 3, í sal á neðri hæð. Þennan fyrsta dag ætlum við að hafa sameiginlegan vinnudag. Byrjað verður á stuttri kynningu og síðan fara allir út að vinna. Mikilvægt er að koma klædd eftir veðri og muna eftir vinnuhönskum og nesti fyrir kaffitíma. Óheimilt verður að fara í búð í kaffipásu. Þessi fyrsti dagur verður sameiginlegur og í boði er að skutla krökkum sem eiga heima í Garðinum aftur í Garðinn þegar þessum fyrsta vinnudegi lýkur um hádegi.

 

Vinnuskólinn hefst síðan af fullum krafti á mánudaginn 11. júní

Mæting

Þeir sem búa í Garði eiga að mæta framvegis í áhaldahúsið í Garðinum.

Þeir sem búa í Sandgerði eiga að mæta framvegis við Skólasel, skólastræti 1.

 

Vinnutími

Vinnutíminn er mán-fim 8:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-12:00

Kaffipásur.

Fyrir hádegi 09:30-09:50

Eftir hádegi: 14:30-14:40.

Hádegishlé kl. 12:00-13:00

 

Vinnutímabil:

10. bekkur: 8. júní – 17. ágúst

9. bekkur: 8. júní – 27. júlí

8. bekkur: 8. júní – 20. júlí

Laun

10. bekkur: 853 kr. á tímann

9. bekkur: 660 kr. á tímann

8. bekkur: 571 kr. á tímann.

 

Stjórnendur

Guðný s. 690-0695 Verkstjóri vinnuskólans

Sabína s. 846-6410 Yfirflokkstjóri

 

Starfsreglur

  1. Vinnuskólinn er tóbaks- og vímuefnalaus vinnustaður þar með talið rafsígarettur.
  2. Við skráningu í Vinnuskólann er litið svo á að unglingur sé að sýna áhuga á að taka þátt í starfi skólans. Honum ber að vinna þau verkefni sem honum eru falin án þess að stöðugt þurfi að ganga eftir því að hann haldi sig að verki.
  3. Mæta ber stundvíslega til vinnu og skila fullum vinnudegi.
  4. Fara skal vel með verkfæri, stunda vinnuna samviskusamlega og fara eftir leiðbeiningum og fyrirmælum yfirmanna.
  5. Foreldrar/forráðamenn skulu tilkynna beint til viðkomandi flokksstjóra um veikindi eða leyfi, með því að hringja. Fjarvistir frá vinnu er ekki hægt að bæta upp með viðbótar vinnu síðar. Öll fjarvera verður dregin frá launum.
  6. Flokkstjóri hefur heimild  til að senda ungling heim úr vinnu á vinnutíma vegna agabrota og  skal flokkstjórinn þá hringja í forráðamenn og tilkynna ástæðu brottvikningar. Til þess þarf þó að vera rík ástæða og eru aðrar leiðir reyndar áður en til þessa úrræðis er gripið..
  7. Laun eru greidd fyrir fræðsludaga ef viðkomandi tekur þátt í allri dagskránni af fullri einurð.
  8. Unglingar leggja sér sjálfir til allan hlífðarfatnað og skal hann vera samkvæmt aðstæðum og verkefnum. Öllum er ráðlagt að hafa með sér bakpoka og merkja fatnað, skó og stígvél. Unnið verður um allan bæ og því nauðsynlegt að mæta í vinnuna í fötum við hæfi, með hlífðarföt með sér. Ekki er heimilt að fara heim að sækja föt. Engin ábyrgð er tekin á fötum nemenda, reiðhjólum, farsímum eða öðrum hlutum sem nemendur taka með sér á vinnustað.
  9. Nauðsynlegt er að koma með nesti því ekki er leyfilegt að fara af vinnustaðnum nema í matarhléi. Kaffihlé er varið á vinnusvæði með flokkstjóra.