Tónlistarskóli

Home/Tónlistarskóli

Tónlistarskóli Sandgerðis
Skólastræti 245 Sandgerði
Sími: 420 7580
tonosand.is

Skólastjóri
Halldór Lárusson
tonosand@tonosand.is

Tónlistarskóli Sandgerðis var stofnaður 1981.
Nemendafjöldi er um 200.
Skólastjóri er Halldór Lárusson.

Tónlistarskólinn er staðsettur í sama húsnæði og Grunnskólinn í Sandgerði og auðveldar það nemendum á grunnskólaaldri að sækja tónlistarnám.

Tónlistarkennsla 5 ára barna leikskólans og nemenda í 1. – 4. bekk grunnskólans er í höndum kennara tónlistarskólans, gott samstarf er á milli stofnananna.

Kennslugreinar: píanó, harmonika, gítar, söngur, blokkflauta, trommur, rafgítar,  rafbassi, málm- og tréblásturshljóðfæri auk tónfræðagreina.

Tónlistarskóli Sandgerðis býður upp á tónlistarkennslu fyrir nemendur á öllum aldri.