Tjaldsvæði

Home/Tjaldsvæði

 Tjaldsvæði Sandgerðisbæjar

Um tjaldsvæðið

Tjaldsvæðið er staðsett við Byggðaveginn. Í þjónustuhúsinu á tjaldsvæðinu eru salerni, sturtur, útivaskar með heitt og kalt vatn, einnig er hægt að fá afnot af þvottavél og þurrkara.

Hjólastjólaaðgengi er að salernum og sturtum.  Á tjaldsvæðinu eru rafmagnstenglar og aðstaða til að losa salerni húsbíla og vatnsáfylling.

Fjarlægð frá Keflavíkurflugvelli: 9 km.

Fjarlægð frá Reykjavík: 54 km.

Tjaldsvæðið er aðili að útilegukortinu

Verðskrá tjaldsvæði

Fullorðinn 1500 kr. nóttin

Frítt fyrir 12 ára og yngri

Rafmagn á sólarhring 600 kr.

Þvottavél 500 kr.

Þurrkari 500 kr.

Þvottavél og þurrkari 800 kr.

Reglur um tjaldsvæðið í Sandgerði

 • Tjaldsvæðið er fjölskyldusvæði og yngri en 18 ára skulu vera með forráðamanni. Við sérstakar aðstæður geta aldurstakmörk verið hærri.
 • Gestum ber að hafa samband við tjaldsvæðavörð og greiða dvalargjöld. Sími er 854-8424.
 • Umferð ökutækja á tjaldsvæðinu á að vera í lágmarki og er takmörkuð við akstur inn og út af svæðinu. Hámarkshraði er 15 km/klst.
 • Ekki má rjúfa næturkyrrð, vera með hárreysti eða valda óþarfa hávaða með umferð eða öðru.
 • Virða ber næturkyrrð milli 24.00 og 08.00.
 • Ölvun er bönnuð á tjaldsvæðinu.
 • Sorp skal sett í þar til gerð ílát og flokkað eftir þeim reglum sem gilda á tjaldsvæðinu.
 • Hundar mega aldrei vera lausir á tjaldsvæðinu eða valda öðrum gestum ónæði eða ótta.
 • Vinnið ekki spjöll á náttúrunni, húsnæði eða búnaði tjaldsvæðisins.
 • Brot á umgengnisreglum getur varðað við brottrekstri af tjaldsvæðinu.
 • Allur óþarfa akstur fjórhjóla og torfæruhjóla er bannaður á tjaldsvæðinu.