Þekkingarsetur Suðurnesja

Home/Þekkingarsetur Suðurnesja

Þekkingarsetur Suðurnesja

 

Þekkingarsetur Suðurnesja – Sudurnes Science and Learning Center

Garðvegi 1, 245 Sandgerði

Sími: 423-7555, 423-7551

Fax: 423-7551

Netfang: thekkingarsetur@thekkingarsetur.is
Vefur: www.thekkingarsetur.is
Facebook: www.facebook.com/thekkingarsetursudurnesja

Forstöðumaður

Hanna María Kristjánsdóttir

Netfang: hanna@thekkingarsetur.is

GSM: 695-1381

Opnunartími sýninga

Sumar (1. maí – 30. september)

Mánudaga – föstudaga: 10:00 til 16:00

Laugardaga og sunnudaga: 13:00 til 17:00

Sveigjanlegir opnunartímar í boði fyrir hópa – pantið í síma 423-7551.

Vetur (1. október – 30. apríl)

Mánudaga – föstudaga: 10:00 til 14:00

Sveigjanlegir opnunartímar í boði fyrir hópa – pantið í síma 423-7551.

Aðgangseyrir á sýningar

Fullorðnir: 600 kr.

Börn (6-15 ára): 300 kr.

Eldri borgarar: 400 kr.

Hópar (tíu manns eða fleiri): 500 kr.

Þekkingarsetur Suðurnesja er miðstöð rannsóknastarfs og rannsakenda í náttúrufræðum og tengdum greinum á Suðurnesjum. Setrið var stofnað 1. apríl 2012 og starfar á þekkingargrunni Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum, Náttúrustofu Suðvesturlands, Botndýrastöðvarinnar og Fræðaseturs Sandgerðisbæjar, sem nú hefur runnið inn í Þekkingarsetrið. Náttúrustofa Suðvesturlands og Rannsóknasetur HÍ á Suðurnesjum eru helstu stoðstofnanir þess. Markmið setursins snúa að rannsóknum, fræðslu, þjónustu og samstarfi við aðrar rannsókna- og fræðslustofnanir bæði hér á landi og erlendis, með frumkvæði að rannsóknaverkefnum og samstarfi við rannsóknaraðila, innlenda jafnt sem erlenda. Mikil áhersla er lögð á gott og öflugt samstarf við rannsókna-, mennta- og fræðslustofnanir sem og fyrirtæki sem tengjast viðfangsefnum setursins, á Suðurnesjum og annarsstaðar á landinu.

Þekkingarsetrið býður upp á tvær áhugaverðar sýningar, annars vegar náttúrugripasýningu og hins vegar hina glæsilegu sýningu „Heimskautin heilla“ sem fjallar um franska heimskautafarann og vísindamanninn Jean-Baptiste Charcot. Fjöldi þeirra nemenda, einstaklinga og hópa sem hafa komið í heimsókn til að skoða sýningarnar í húsinu er mikill. Áhersla er lögð á fræðslu um lífríki hafsins og fjörunnar og oft er vettvangsferð í fjöruna fléttað saman við heimsóknir skólahópa þannig að nemendur fá tækifæri til að safna lífverum og skoða í víðsjám í Þekkingarsetrinu. Markmiðið er að efla þessa þjónustu á öllum skólastigum með það fyrir augum að vekja áhuga nemenda á náttúrufræðum og möguleikunum sem skapast með námi á því sviði.

Hér má skoða myndband á ensku um Þekkingarsetur Suðurnesja.