Starfsskólinn

Verkefnastjóri, 18 ára +

Ertu skipulagður og jákvæður einstaklingur og vilt vinna úti og fá tækifæri til þess að taka þátt í uppbygginu á skemmtilegum starfsskóla fyrir unglinga?

Stjórnandi, 20 ára +

Viltu ná þér í góða stjórnunarreynslu sem getur vel nýst þér í námi og starfi í framtíðinni? Við leitum að einstaklingum, 20 ára eða eldri, sem er góður í samskiptum, hefur áhuga á umhverfi, er skipulagður, metnaðargjarn, ákveðinn og jákvæður.

Leikjanámskeið barna

Við leitum að áhugasömum og hugmyndaríkum einstaklingi til að hafa umsjón með sumar- og leikjanámskeiðum fyrir börn á aldrinum 6-12 ára s.s. smíðavöllum, skólagörðum og fleira. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af störfum með börnum og sé 20 ára eða eldri.

Sumarvinna

Slátturhópur, 17 ára +

Hefur þú áhuga á útivinnu, umhverfinu, vélum og tækjum og ert orðin a.m.k 17 ára. Ertu  sjálfstæður, skipulagður og vandvirkur. Starfið snýst um slátt, hirðingu og fleira.

Verkstjóri, 20 ára +

Viltu ná þér í góða stjórnunarreynslu sem getur vel nýst þér í námi og starfi í framtíðinni? Við leitum að einstakling sem er góður í samskiptum, hefur áhuga á umhverfi, er skipulagður, metnaðargjarn, ákveðinn og jákvæður.

Íþróttamiðstöð Sandgerðis

Starfsmaður óskast í fullt starf í Íþróttamiðstöð Sandgerðis.  Umsækjendur þurfa að hafa lokið námskeiði í skyndihjálp og standast sundpróf samkvæmt reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum. Í starfi sundlaugarvarðar felst; Öryggisvarsla við sundlaug, klefavarsla, afgreiðsla, þrif og fl.

Hæfniskröfur:

 • Góð samskiptahæfni
 • Reynsla af starfi með börnum og unglingum
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Tölvukunnátta

Nánari upplýsingar veitir Jón Hjámarsson, forstöðumaður í síma 894-6535.

Íþróttasvæði

Sandgerðisbær auglýsir eftir starfsmanni í stöðu umsjónarmanns grasvalla. Um er að ræða almennt vallarviðhald og umsjón Kirkjubólsvallar með golfklúbbi Sandgerðis ásamt íþróttasvæðum knattspyrnufélagsins Reynis Sandgerði.

Kirkjubólsvöllur er 18 holu golfvöllur staðsettur að Vallarhúsum sem liggur mitt á milli Sandgerðis og Garðs.

Sandgerðisvöllur er keppnisvöllur Reynis Sandgerði með aðliggjandi æfingavöllum. Áætluð stærð vallarsvæða er ríflega 20.000 m2.

Umsjónarmaður heyrir undir framkvæmdastjóra Reynis og GSG.

Starfssvið: – Umsjón og viðhald á svæðum sem heyra undir Reyni og GSG.

Umsjónarmaður skal stýra og/eða inna af hendi öll þau störf er snúa að viðhaldi og umhirðu vallanna og umhverfis þeirra. Átt er við daglegan rekstur, stjórnun og vinnu eins og slátt, vökvun, áburðargjöf, merkingar, holuskipti o.fl.

Umsjónarmaður skal miða að því að framkvæmdaáætlunum sem gerðar eru fyrir hvert ár af framkvæmdarstjórnum félaganna sé fylgt og þær séu full unnar að tímabili loknu. Umsjónarmaður skal halda verkþáttaskáningu sem fylgir áætlunum.

Kröfur: – Skilyrði er að umsækjandi hafi bílpróf og reynslu af vinnu á minni tækjum. Vinnuvélaréttindi og meirapróf er kostur ásamt þekkingu og reynslu af viðhaldi vallar- eða grænna svæða og/eða jarðvegsvinnu. Leitað er eftir ábyrgðarríkum einstaklingi sem býr yfir frumkvæði og metnaði til að ná árangri í starfi ásamt færni í mannlegum samskiptum.

Þjónustumiðstöð (áhaldahús)

Starfsmaður óskast í fullt starf til sumarafleysinga í þjónustumiðstöð Sandgerðisbæjar Skilyrði er að viðkomandi hafi vinnuvélaréttindi og búi yfir víðtækri reynslu af akstri og meðferð vinnuvéla.

 Sandgerðishöfn

Starfsmaður óskast í fullt starf til sumarafleysinga við Sandgerðishöfn.

 • Vigtun sjávarafla og skráning í aflakerfi Fiskistofu
 • Almennt viðhald, umhirða og eftirlit á hafnarsvæðinu auk annarra tilfallandi
  verkefna
 • Góð alhliða tölvukunnátta nauðsynleg
 • Æskilegt er að viðkomandi hafi löggilt vigtarleyfi
 • Rík þjónustulund

Nánari upplýsingar veitir Grétar Sigurbjörnsson verkefnastjóri Sandgerðishafnar í síma 420-7537 eða 899-6306.

Allir umsækjendur þurfa að heimila skoðun sakavottorðs.

Nánari upplýsingar veita:

Einar Friðrik Brynjarsson einar@sandgerdi.is og í síma 420-7509,  899-7505

Rut Sigurðardóttir rut@sandgerdi.is  og í síma 420 7507, 869-6169

Umsóknarfrestur er til 24. mars 2017.

Umsóknareyðublöð má nálgast hér: https://sandgerdi.is/skjalasafn/pdf/atvinnuumsokn_almenn.pdf 

og skal skila í afgreiðslu bæjarskrifstofu.