Starfsskólinn 3S 2017

Home/Frettir/Starfsskólinn 3S 2017

Nú geta ungmenni í  8-10. bekk í Sandgerði sótt um í Starfsskólanum 3S (áður Vinnuskólinn) fyrir sumarið 2017. Tímabilið er frá 12. júní-28. júlí (7 vikur). Á umsóknareyðublaðinu er hægt að velja sér áhugasvið og fá að vinna óhefbundin verkefni þeim tengd. Einnig verður í boði fyrir 9. bekk að taka þátt í verknámssmiðjum í FS. Að öðru leyti sér 3S um umhirðu og snyrtingu bæjarins. Krakkarnir vinna frá 9-15 mánudaga til fimmtudaga.

Kaup og kjör

8. bekkur: 552 kr á tímann

9. bekkur: 638 kr á tímann

10. bekkur: 825 kr á tímann.

Umsóknareyðublöð skilist til Ingu ritara í skólanum eða afgreiðslu bæjarskrifstofunnar.

Umsóknareyðublöð má nálgast hér: Umsóknareyðublað í 3S

Umsóknarfrestur rennur út 26. maí n.k.

Endilega fylgsist með okkur á Facebook