Starf í félagslegri heimaþjónustu

Home/Frettir, Laus störf/Starf í félagslegri heimaþjónustu

Félagsþjónusta Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Voga óskar eftir að ráða starfsmann í félagslega heimaþjónustu í Sandgerði, 50% starfshlutfall.

Í starfinu felst m.a. að efla notendur þjónustunnar til sjálfshjálpar og stuðla að því að viðkomandi geti búið sem lengst á einkaheimili sínu.

Helstu verkefni eru:

  • Þrif og almenn heimilisstörf
  • Innlit og samvera
  • Persónulegur stuðningur
  • Aðstoð við innkaupaferðirVerkefni félagslegrar heimaþjónustu geta verið breytileg eftir þörfum notenda. Mikilvægt er að starfsmaður hafi áhuga á og ánægju af mannlegum samskiptum. Félagsliðar og einstaklingar með aðra menntun og reynslu sem gagnast í starfi eru sérstaklega hvattir til að sækja um. Laun eru skv. kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 23. mars 2017

Umsóknum má skila rafrænt á netfangið una@sandgerdi.is eða Sandgerðisbæ, Vörðunni, Miðnestorgi 3, 245 Sandgerði. Frekari upplýsingar veitir Una Björk Kristófersdóttir, félagsráðgjafi, í síma 420-7500.