Skipulagsmál

Home/Skipulagsmál

Skipulagsmál heyra undir skipulags- og byggingarfulltrúa. Skipulags- og byggingarnefnd fer með skipulagsmál í umboði bæjarstjórnar samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010 og Skipulagsreglugerð nr. 90/2013.
Nefndin mótar stefnu í skipulags- og byggingarmálum og gerir tillögur til bæjarstjórnar í þeim málum.

Aðalskipulag
Aðalskipulag er stefnuyfirlýsing bæjarstjórnar um landnotkun, samgöngu- og þjónustukerfi, umhverfismál og þróun byggðar innan bæjarfélagsins.
Aðalskipulag í gildi:

Aðalskipulag

Deiliskipulag
Deiliskipulag er skipulagsáætlun fyrir afmarkaða reiti sem byggð er á aðalskipulagi og kveður nánar á um útfærslu þess.
Í deiliskipulag er gerð nánari grein fyrir m.a. notkun lands, lóðar, íbúðar-, atvinnu- og þjónustuhúsnæðis, stofnana, leiksvæða og útivistarsvæði

Framkvæmdaleyfi

Framkvæmdaleyfi vegna sjóvarna.

Sjóvörn við Norðurkotstjörn.

Sjóvörn við Setberg.

 

Í skipulagsvefsjá á vef Skipulagsstofnunar má nálgast upplýsingar um gildandi skipulagsáætlanir.
Skipulagsvefsjá.
Skipulag byggðar og mótun umhverfis: Hvernig getur þú haft áhrif?
Leiðbeiningar um hlutverk almennings í mótun umhverfis.

Nánari upplýsingar er að fá hjá Skipulags- og byggingafulltrúa í síma 420 7500 eða á netfangið: jonben@sandgerdi.is