Skammtímavistunin Heiðarholt

Home/Skammtímavistunin Heiðarholt

 

Skammtímavistunin Heiðarholt

Fjölskyldur barna og fullorðinna með fötlun eiga kost á því að ástvinir þeirra njóti tímabundinnar dvalar í skammtímavistun þegar þörf krefur.

Þjónustunni er ætlað að létta álagi af fjölskyldum, veita einstaklingum tilbreytingu og stuðla með þeim hætti að því að þeir geti búið sem lengst í heimahúsum án þess að einangrast.

Skipulag er með þeim hætti að þrisvar á ári er ákveðið hvernig þjónustunni er háttað, í maí, ágúst og desember. Fyrir sumarvistun er kallað eftir óskum þeirra sem eru að nota þjónustuna áður en hún er endurskipulögð.

Þjónusta skammtímavistunar

Í skammtímavistuninni Heiðarholti er lögð áhersla á að:

– skapa aðstæður fyrir notendurna til að kynnast og umgangast hvern annan og starfsfólkið í gegnum leik og starf.

– allir séu þátttakendur í öllum störfum svo sem mögulegt er.

– þjálfun fléttist inn í leik og dagleg störf og sé sem ósýnilegust.

– hver og einn fái notið sín á eigin forsendum.

– upplyfting og skemmtun sé við hæfi hvers og eins.

Rekstur

Skammtímavistunin er rekin af félagsþjónustu Sandgerðis, Garðs og Voga og er aðallega ætluð fólki af Suðurnesjum.

Aðsetur og tengill

Skammtímavistunin Heiðarholt

Heiðarholti 14-16

250 Garði

Forstöðumaður: Eyrún Ösp Ingólfsdóttir

Sími: 420-7545

Netfang: heidarholt@sandgerdi.is