Kirkjustarf

Home/Kirkjustarf

Hvalsnessókn – Sandgerði.

Sóknarkirkja Hvalsnessóknar er Hvalsneskirkja sem reist var árið 1887 og vígð á jóladag það ár.

Árið 1998 tók söfnuðurinn fallegt safnaðarheimili í notkun sem stendur við Hlíðargötu í Sandgerði. Safnaðarheimilið er vígt til allra helgra athafna. Þar fara því fram messur, jarðafarir, skírnir, fermingar og giftingar.

Hefðbundnar guðsþjónustur eru annan hvern sunnudag í safnaðarheimilinu í Sandgerði eða Hvalsneskirkju. Sama sunnudag fer fram helgihald í Útskálakirkju.

Helgistundir fara fram á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði síðdegis hvern messudag og hafa kórar prestakallsins annast söng fyrir heimilisfólkið.

Viðtalstímar sóknarprests, eru eftir samkomulagi.

Sigurður Grétar Sigurðsson
Presthúsum
Skagabraut 30
250 Garði
Gsm: 895-2243
Sími: 422-7025
Netfang: srsgs@simnet.is

Á haust-, vetrar- og vormánuðum er kirkjuskólinn, barnastarf kirkjunnar, starfræktur hvern laugardag frá kl. 11-12 í Safnaðarheimilið í Sandgerði.

Foreldrar og aðrir aðstandendur eru hvattir til að styðja við trúarlegt uppeldi barna sinna og vera með frá upphafi.

Einnig er Kirkjuskólinn í Kiwanishúsinu í Garði alla laugardaga kl. 13:30.

Boðið er upp á kaffi fyrir fullorðna en ávaxtasafa og meðlæti fyrir börnin. Allir eru velkomnir.