Íþrótta- og æskulýðsmál

Home/Íþrótta- og æskulýðsmál

Frístunda- og forvarnafulltrúi: Rut Sigurðardóttir
Tölvupóstur: rut@sandgerdi.is
Sími: 420-7507
Staðsetning: Varðan, miðnestorgi 3.

Frístundastarf á vegum Sandgerðisbæjar er unnið undir stjórn frístunda-, forvarna- og jafnréttisráðs. Hlutverk Frístunda – og forvarnarsviðs er að fylgja eftir þróun í frístunda – og forvarnamálum í umboði bæjaryfirvalda með það að markmiði að stuðla að aukinni þátttöku og framboði á frístundastarfi/ hreyfingu fyrir allan aldur.

Hér má sjá frístundastarf sem í boði er veturinn 2017-2018

Frístundabæklingur 2017-2018

 

Zajecia rekreacyjne (frístundabæklingur á pólsku)

Frístundastyrkur:

 Börn 4 – 18 ára með lögheimili í Sandgerði geta fengið styrk til frístunda- og íþróttastarfs allt að 30.000 kr. á ári. Frístundastarf utan Sandgerðis er ekki styrkhæft ef sama starf er í boði í Sandgerði. Til þess að sækja styrkinn skal skal koma með kvittanir fyrir námskeiðs/æfingargjöldum á skrifstofu bæjarins.

Frístunda- og forvarnasvið sér um rekstur og skipulagningu á :

  • Íþróttamiðstöð Sandgerðis
  • Félagsmiðstöðinni Skýjaborg
  • Starfsskóla Sandgerðis (áður vinnuskóli)
  • Sumarnámskeiða barna.
  • Frístunda- / íþróttanámskeiðum fyrir allan aldur.
  • Heilsueflingu eldri borgara í samvinnu við Félagsþjónustu Sandgerðis.
  • Önnur verkefni deildarinnar eru m.a samskipti við íþrótta- og tómstundafélög, lögreglu, forvarnasamtök og ýmsa viðburðastjórnun.

Frístunda – og forvarnasvið er ráðgefandi við þróun á starfsumhverfi og verkefnum sem tilheyra málaflokknum og hefur eftirlit með þeirri starfssemi sem undir hann fellur.

  • Rut Sigurðardóttir, frístunda- og forvarnafulltrúi –  rut@sandgerdi.is
  • Jón Hjálmarsson, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar Sandgerðisbæjar – jon@sandgerdi.is
  • Elín Björg Gissurardóttir, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Skýjaborgar – ella@sandgerdi.is

Í öllu starfi á vegum frístunda- og forvarnasviðs eru eftirfarandi þættir hafðir að leiðarljósi:

ÞJÓNUSTA – SAMVINNA – VIRKNI –  FAGMENNSKA – FORVARNIR

Þjónusta

  • Þjónustutilboð höfði til sem flestra bæjarbúa.
  • Ánægja sé meðal verulegs meirihluta bæjarbúa með þá þjónustu sem veitt er.
  • Þjónusta sé ávallt í takt við það besta sem gerist í sambærilegum sveitarfélögum.

Samvinna

  • Efla samvinnu við og milli íþróttafélög sem og önnur félagasamtök og stofnanir í bænum.
  • Efla innbyrðis samvinnu milli mismunandi sviða og deilda hjá Sandgerðisbæ.

Virkni

  • Stuðla að aukinni þátttöku bæjarbúa í íþróttum og tómstundum.
  • Starfsfólk sé virkt og sýni frumkvæði í starfi.
  • Auka virkni íþróttafélaga, annarra frjálsra félaga og stofnana í Sandgerði.

Fagmennska

  • Leitast við að auka fagmennsku í öllu starfi.
  • Efla fagmennsku með aukinni þjálfun, fræðslu og endurmenntun starfsfólks.
  • Aukin fagmennska leiðir til aukins trausts bæjarbúa til starfs á vegum frístunda-, forvarna- og jafnréttisráðs.
  • Aukin fagmennska leiðir til bættrar þjónustu við bæjarbúa og betra starfs.
  • Fagmennsku sé gætt í fjármálastjórnun, þannig að fjárhagsáætlanir fái staðist sem og að þær gefi raunhæfa mynd af fjármagnsþörf starfsins.

Forvarnir

  • Efla forvarnir í Sandgerði, einkum fyrir börn og unglinga.
  • Áhersla á forvarnir í útivistarmálum, vímu- og tóbaksvörnum.

 

Íþróttafélög í Sandgerði

Íþróttafélagið Reynir í Sandgerði – www.reynir.is

Golfklúbbur Sandgerðis – www.gsggolf.is