Húsnæðis-, skipulags- og byggingaráð: 494. fundur

Home/Húsnæðis-, skipulags-, byggingarráð/Húsnæðis-, skipulags- og byggingaráð: 494. fundur
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

Fundargerð 494. fundar 
Húsnæðis-, skipulags- og byggingaráðs, 
     haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3, 
14. mars 2018 og hófst hann kl. 17:00

 

Fundinn sátu: Kristinn Halldórsson Formaður, Sævar Sigurðsson, Eyjólfur Ólafsson, Jón Sigurðsson, Reynir Þór Ragnarsson og Jón Ben Einarsson.

Gestir fundarins í máli 1 og 2 voru Halldóra Bragadóttir og Helga Bragadóttir frá Kanon arkitektum og Einar Friðrik Brynjarsson umhverfis- og tæknifulltrúi. Umfjöllun um ofangreind mál lauk kl. 18.30.

Fundargerð ritaði:  Jón Ben Einarsson. sviðsstjóri umhverfis-, skipulags- og byggingamála

Dagskrá:
1. Íbúðasvæði sunnan Sandgerðisvegar:Tillaga að nýju deiliskipulagi – 1706225
Kanon arkitektar kynna drög að nýju deiliskipulagi íbúðabyggðar sunnan Sandgerðisvegar Kanon arkitektum er falið að vinna skipulagshugmyndir áfram í
samráði við skipulagsfulltrúa og umræður á fundinum.

2 . Aðalskipulag Sandgerðisbæjar 2010-2024:Tillaga að breytingu 2018 – 1803019
Tillaga að lýsingu verkefnis og matslýsing lögð fram til samþykktar.
Nefndin samþykkir framlagða verkefnis- og matslýsingu aðalskipulagsbreytinga sbr. 1. mgr. 30. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs til afgreiðslu.

3. Lækjamót 73-75: umsókn um lóð – 1801044
Tvær umsóknir liggja fyrir um parhúsalóðina Lækjamót 73-75, sú fyrri frá Helga Karlssyni og sú síðari frá Pixum fasteignafélagi.
Báðar umsóknir uppfylla skilyrði til úthlutunar. Samkvæmt vinnureglum Sandgerðisbæjar frá 2005 ber að úthluta þeim aðila sem fyrr sækir um, ef tveir eða
fleiri sækja um sömu
 lóð og uppfylla öll skilyrði. Á grundvelli þess er samþykkt að úthluta Helga Karlssyni lóðinni.

4. Þinghóll 4: umsókn um lóð – 1802039
Manó eignir ehf. sækir um lóðina Þinghól 4 til að byggja á henni einbýlishús.
Samþykkt

5. Breiðhóll 8-10: umsókn um lóð – 1801043
KR verktakar sækja um lóðina Breiðhól 8-10 til að byggja á henni parhús.
Samþykkt.

6. Breiðhóll 17-19: umsókn um lóð – 1801042
KR verktakar sækja um lóðina Breiðhól 17-19 til að byggja á henni parhús.
Samþykkt.

7. Dynhóll 5: umsókn um lóð – 1803012
KR verktakar sækja um lóðina Dynhól 5 til að byggja einbýlishús.
Samþykkt.

8. Dynhóll 7: umsókn um lóð – 1803013
KR verktakar sækja um lóðina Dynhól 7 til að byggja einbýlishús.
Samþykkt.

9. Dynhóll 10: umsókn um lóð – 1803018
Arnar Geir Gestsson sækir um lóðina Dynhól 10 til að byggja á henni einbýlishús.
Samþykkt.

10. Umsókn um lóð undir atvinnuhúsnæði – 1802028
Monther Alfaraj óskar eftir lóð við Sjávarbraut til að byggja á henni 4-500 m2 atvinnuhúsnæði til framleiðslu á bárustáli.
Frestað. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla frekari gagna.

11. Nátthagi: umsókn um lóð – 1802013
Snævar Vagnsson óskar eftir lóð undir frístundarhús á Nátthagasvæðinu. Öllum lóðum undir frístundahús í Nátthaga hefur verið þegar verið úthlutað.
Mögulegt
 er að tvær lóðir verði lausar til úthlutunar á ný og þá getur umsækjandi sótt um á nýjan leik.

12. Svæðisskipulag Suðurnesja: breytingar – 1802012
Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja kynnir breytingar á svæðisskipulaginu með ósk um að samstarfsaðilar veiti samþykki fyrir kynningu á lýsingu fyrirhugaðra
breytinga.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við lýsingu fyrirhugaðra breytinga.

13. Hlíðargata 42: umsókn um byggingarleyfi – 1802011
Magga Hrönn sækir um byggingarleyfi fyrir nýtt einbýlishús að Hlíðargötu 42 úr timbri í stað hússins sem brann.
Frestað til næsta fundar.

14. Rockville: umsókn um stöðuleyfi – 1802041
Útvör ehf óskar eftir stöðuleyfi fyrir uppblásin kúluhús á Rockville svæðinu fyrir  ferðaþjónustutengda starfssemi.
Frestað til næsta fundar.

15. Tjarnargata 6: umsókn: breyting á notkunarflokk og matshluta – 1802033
Faxafell ehf óskar eftir að fá að breyta húsnæðinu Tjarnargötu 6 í 7 litlar íbúðir.
Frestað til næsta fundar.

16. Tjarnargata 1-3: umsókn um byggingarleyfi – 1803005
Dóri ehf. óskar eftir byggingarleyfi til að fá að breyta jarðhæð Tjarnargötu 1-3 í íbúðir og vegna endurbóta á innra skipulagi húss og útliti.
Frestað til næsta fundar.

17. Breytingar á mannvirkjalögum – 1803007
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem vakin er athygli sveitarfélaga á yfirvofandi breytingum á mannvirkjalögunum og þau hvött til að gefa
umsögn um frumvarpið.
Frestað til næsta fundar.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:15

Kristinn Halldórsson, (sign)
Sævar Sigurðsson, (sign)
Eyjólfur Ólafsson, (sign)
Jón Sigurðsson, (sign)
Reynir Þór Ragnarsson, (sign)
Jón Ben Einarsson, (sign)
Einar Friðrik Brynjarsson,
(sign)