Heimasíða sameinaðs sveitarfélags

Home/Frettir/Heimasíða sameinaðs sveitarfélags

Ný  heimasíða fyrir hið sameinað sveitarfélag er í vinnslu, en á slóðinni www.gardurogsandgerdi.is má finna bráðabirgðasíðu með helstu upplýsingum um hið nýja sveitarfélag. Á síðunni birtast fréttir og fundargerðir sveitarfélagsins og upplýsingar um bæjarstjórn og nefndir.  Fréttir birtast framvegis á nýju síðunni. Heimasíður Garðs og Sandgerðisbæjar verða ekki uppfærðar, en verða opnar út árið 2018.

 

Tölvupóstföng starfsmanna verða óbreytt þar til nýtt nafn sveitarfélagsins hefur verið ákveðið.