Fréttir

Home/Fréttir/
10 07, 2018

Heimasíða sameinaðs sveitarfélags

Ný  heimasíða fyrir hið sameinað sveitarfélag er í vinnslu, en á slóðinni www.gardurogsandgerdi.is má finna bráðabirgðasíðu með helstu upplýsingum um hið nýja sveitarfélag. Á síðunni birtast fréttir og fundargerðir sveitarfélagsins og upplýsingar um bæjarstjórn og nefndir.  Fréttir birtast framvegis á nýju síðunni. Heimasíður Garðs og Sandgerðisbæjar verða ekki uppfærðar, en verða opnar út árið 2018.

6 07, 2018

2. fundur bæjarstjórnar

2. fundur Bæjarstjórnar haldinn í Ráðhúsinu í Garði, miðvikudaginn 4. júlí 2018 ,  kl. 17:30.   Fundinn sátu: Einar Jón Pálsson forseti, Hólmfríður Skarphéðinsdóttir aðalmaður, Haraldur Helgason aðalmaður, Ólafur Þór Ólafsson fyrsti varaforseti, Laufey Erlendsdóttir aðalmaður, Fríða Stefánsdóttir aðalmaður, Magnús Sigfús Magnússon annar varaforseti, Pálmi Steinar Guðmundsson aðalmaður, Daði Bergþórsson aðalmaður og Róbert Ragnarsson starfandi

29 06, 2018

1. fundur bæjarráðs

1. fundur bæjarráðs haldinn í Ráðhúsinu í Sandgerði, 27. júní 2018 og hófst hann kl. 16:00   Fundinn sátu: Ólafur Þór Ólafsson formaður, Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður, Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður og Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi. Fundargerð ritaði:  Jóna María Viktorsdóttir, Dagskrá: 1. Bæjarstjórn og bæjarráð: fundaráætlun 2018-2019 - 1806867 Frá 1. fundi bæjarstjórnar miðvikudaginn 20. júní

28 06, 2018

Leikhópurinn Lotta í Sandgerði

Leikhópurinn Lotta sýnir Gosa á grunnskólalóðinni í Sandgerði, mánudaginn 2. júlí kl 18:00. Miðar eru seldir á staðnum og miðaverð 2300 kr, frítt fyrir börn 2ja ára og yngri. 

26 06, 2018
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

691. fundur bæjarráðs

Fundargerð 691. fundar bæjarráðs, haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,  27. mars 2018 og hófst hann kl. 17:00    Fundinn sátu:  Hólmfríður Skarphéðinsdóttir formaður, Fríða Stefánsdóttir, Daði Bergþórsson, Magnús Sigfús Magnússon og Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri. Fundargerð ritaði:  Guðjón Þ. Kristjánsson. Golfklúbbur Sandgerðis: Viðgerð á vélargeymslu: beiðni um styrk (Einar Friðrik Brynjarsson, umhverfisfulltrúi mætir á fundinn undir þessum lið) - 1711021 Gestir : Einar Friðrik Brynjarsson umhverfisfulltrúi fór yfir málið. Afgreiðsla:  Bæjarráð lýsir yfir vilja til að ganga til samninga við Golfklúbb Sandgerðis um uppbyggingu vélargeymslu á gofvelli félagsins en óskar eftir nákvæmari kostnaðaráætlun og frekari gögnum svo sem teikningum og áætlunum um framkvæmd verksins. Umhverfisfulltrúa er falið að fylgja málinu eftir.    Ársreikningur 2017 (drög lögð fram á fundi) - 1803027 Bæjarstjóri lagði fram og fór yfir drög að ársreikningi Sandgerðisbæjar 2017. Afgreiðsla: Ársreikningi Sandgerðisbæjar 2017 er vísað til fyrir umræðu í bæjarstjórn.  Sandgerðisbær: afskriftir þjónustugjalda (gögn lögð fram á fundi) - 1803028 Gögn um Afskriftir ógreiddra þjónustugjalda voru lögð fram á fundinum. Bæjarstjóri fór yfir málið. Afgreiðsla: Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að afskriftir að upphæð 936.619 kr. vegna þjónustugjalda verði samþykktar samkvæmt fram lögðum gögnum.   Félagsþjónusta: niðurgreiðsla til dagforeldra - 1802019 Frá 388. fundi bæjarstjórnar þriðjudaginn 6.mars 2018. Bæjarstjórn frestar málinu og vísar því til afgreiðslu í bæjarráði. Fyrir fundinum liggur svar bæjarráðs Garðs við erindi Sandgerðisbæjar um fjárhagsleg málefni Sandgerðisbæjar. Erindið var sent samkvæmt ákvæðum 121. gr. sveitarstjórnarlaga, um fjárhagslegar ráðstafanir eftir samþykkt sameiningartillögu vegna sameiningar sveitarfélaga. Bæjarráð Garðs samþykkir bæði erindin; A) Viðauki 1 vegna fráveitu, dælumannvirki og útrás og B) Niðurgreiðsla daggæslu barna. Afgreiðsla: Bæjarráð staðfestir tillögu félagsþjónustu um hækkun á niðurgreiðslu gjalda til daggæslu í kr. 50.000,-.    Lionsklúbbur Sandgerðis: umsókn um styrk til greiðslu fasteignagjalda 2018 - 1803014 Lionsklúbbur Sandgerðis sækir um styrk til greiðslu fasteignagjalda 2018 samkvæmt 2.málsgrein 5. greinar laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, 7. gr. reglugerðar um fasteignaskatt nr. 1160/2005 og reglum bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar um styrkveitingar til greiðslu fasteignaskatts frá 10. janúar 2012. Afgreiðsla: Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Lionsklúbbi Sandgerðis verði veittur styrkur samkvæmt framangreindum reglum til greiðslu fasteignagjalda af húseign klúbbsins að Tjarnargötu 7 Sandgerðisbæ.   Taekvondo deild Keflavíkur: styrkbeiðni - 1706090 Fyrir fundinum liggur beiðni Taekwondodeildar Keflavíkur um styrk til starfsemi félagsins. Einnig minnisblað frístunda- og forvarnarfulltrúa Sandgerðisbæjar um málið. Gestir: Einar Friðrik Brynjólfsson Afgreiðsla: Bæjaráð leggur til við bæjarstjórn að Taekwondodeild Keflavíkur verði veittur styrkur að upphæð 100.000 krónur.     Norræna félagið: Nordjobb sumarstörf 2018 - 1803023 Fyrir fundinum liggur erindi Nordjobb á Íslandi dagsett 2. mars 2018. Einnig umsögn frístunda- og forvarnafulltrúa Sandgerðisbæjar um málið. Afgreiðsla: Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að bæjarstjóra og starfsmönnum bæjarins verði falið að ganga til samstarfs við Nordjobb á Íslandi með það í huga að ráða tvo aðila frá samtökunum til starfa í sumar.   

26 06, 2018
  • Fartalva

Heimasíða sameinaðs sveitarfélags

Ný  heimasíða fyrir hið sameinaða sveitarfélag er í vinnslu, en hún verður ekki tekin í notkun fyrr en nafn hefur verið valið á sveitarfélagið. Á slóðinni gardurogsandgerdi.is má finna bráðabirgðasíðu með helstu upplýsingum um hið nýja sveitarfélag. Þar birtast fréttir og fundargerðir sveitarfélagsins og upplýsingar um bæjarstjórn og nefndir. Heimasíður sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðisbæjar verða

21 06, 2018

Bæjarstjóri í nýju sveitarfélagi

Ný bæjarstjórn óskar eftir að ráða öflugan bæjarstjóra til að leiða sameinað sveitarfélag og þær breytingar sem hafnar eru. Framundan eru fjölmörg krefjandi verkefni við að sameina íbúa og starfsfólk um nýtt sveitarfélag, og spennandi tækifæri sem m.a. tengjast alþjóðaflugvelli í landi sveitarfélagsins   Starfs- og ábyrgðarsvið: Bæjarstjóri er framkvæmdastjóri sveitarfélagsins og hefur yfirumsjón með

15 06, 2018

Kveðjuorð

Kæru bæjarbúar og samferðafólk. Mig langar til að þakka ykkur öllum hjartanlega fyrir samfylgdina síðastliðin átta ár eða frá því að ég flutti hingað til Sandgerðis og  tók við starfi bæjarstjóra. Tíminn hér og samneyti við ykkur hefur verið auðgandi og gefandi og fyrir það er ég og verð ævinlega þakklát. Snemma í vor tók

15 06, 2018

1. fundur bæjarstjórnar

1. fundur Bæjarstjórnar verður haldinn í Ráðhúsinu í Garði 20. júní 2018 og hefst kl. 17.30.   Dagskrá: 1806756 - Málefnasamningur meirihluta D- og J- lista 1806757 - Kjör forseta og fyrsta og annars varaforseta bæjarstjórnar. 1806758 - Kosning í bæjarráð. 1806759 - Kosning í fastanefndir. 1806795 - Ráðning bæjarstjóra. 1806761 - Samþykkt: stjórn sameinaðs sveitarfélags