Forsetakosningar laugardaginn 25. júní 2016

Home/Frettir/Forsetakosningar laugardaginn 25. júní 2016
  • Grunnskólinn í Sandgerði

Kjörskrá liggur frammi almenningi til sýnis , frá miðvikudeginum 15. júní fram að kjördegi á bæjarskrifstofu Sandgerðisbæjar, Miðnestorgi 3.

Kosningarétt við forsetakjör eiga þeir kjósendur sem eiga kosningarétt til Alþingis, samkvæmt 1. gr. laga um framboð og kjör forseta Íslands nr. 36/1945, sbr. 1. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000.

Kjósendur eru hvattir til að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá. Athugasemdum við kjörskrá skal beint til bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar.

Kosið er í Grunnskóla Sandgerðis.

Sérstök athygli er vakin á því að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki getur átt von á að fá ekki að greiða atkvæði.

Kjörstaður opnar kl. 10:00 og lokar kl. 22:00.

Kjörstjórn  Sandgerðisbæjar.