Fjölskyldu- og velferðarnefnd

Home/Fjölskyldu- og velferðarnefnd

Þann 1. september 2008 tók gildi samningur á milli Sandgerðisbæjar, Garðs og Voga um skipan, rekstur og starfsemi sameiginlegrar félagsmálanefndar og barnaverndarnefndar. Hinni sameiginlegu félagsmála- og barnaverndarnefnd félagsþjónustu Sandgerðisbæjar, Garðs og Voga er ætlað að sinna verkefnum og umsýslu þeirra verkefna sem tilheyra félagsþjónustu sveitarfélaga sbr. 2. gr. laga um félagsþjónustu sem og þeim verkefnum sem barnaverndarnefnd er ætlað að inna af hendi skv. barnaverndarlögum nr. 80/2002, eins og þau eru nánar skilgreind í 12. gr. barnaverndarlaga. Hin sameiginlega nefnd hlaut nafnið fjölskyldu- og velferðarnefnd Sandgerðisbæjar, Garðs og Voga

Eftirtaldir aðilar skipa sameiginlega fjölskyldu- og velferðarnefnd Sandgerðisbæjar, Garðs og Voga.

Formaður:

Katrín Pétursdóttir, Sandgerði

Aðalmenn:

Margrét Bjarnadóttir, Sandgerði

Valgerður Guðbjörnsdóttir,  Sandgerði

Svava Guðrún Hólmbergsdóttir, Garði

Jónína Holm, Garði

Jóhanna Lára Guðjónsdóttir, Vogum

Drífa Birgitta Gunnlaugsdóttir, Vogum