Fjölskylda og skóli

Home/Fjölskylda og skóli

Skólastefna Sandgerðisbæjar

School policy of Sandgerði

Polityka oświatowa Sandgerði

Á vegum Sandgerðisbæjar eru reknir grunnskóli, leikskóli og tónlistarskóli í bæjarfélaginu. Þar eru einnig glæsileg íþróttamannvirki og gott bókasafn sem staðsett er innan grunnskólans.

Yfirstjórn fræðslumála er í höndum 5 manna fræðsluráðs sem hefur umsjón með málefnum leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla í umboði bæjarstjórnar. Sandgerðisbær er í samstarfi við Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar sem annast þjónustu við skólastjórnendur. Fræðsluskrifstofa fylgist með framkvæmd skólahalds og sér um áætlanagerð og almennt eftirlit með skólastarfi. Sandgerðisbær hefur lagt áherslu á að fjölga réttindakennurum í leik- og grunnskólum.

Sveitarfélagið er aðili að samstarfi um rekstur Fjölbrautaskóla Suðurnesja og tekur þátt í samstarfi við nokkra framhaldsskóla og háskóla. Í bæjarfélaginu er rekið Þekkingarsetur SuðurnesjaNáttúrustofa Suðvesturlands og Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum.

Grunnskóli
Nemendur í Grunnskólanum í Sandgerði eru nú 220 og starfsmenn eru 49. Mikil áhersla hefur verið lögð á uppbyggingu á sérkennslu fyrir nemendur og hefur húsnæðið tekið mið af þörfum á því sviði. Bæjarfélagið leggur áherslu á lífsleiknideild sem er starfrækt við skólann og hefur verið mikil ánægja með þá viðbót við hefðbundið skólastarf. Bæjarfélagið býður uppá ferðir fyrir grunnskólabörn sem eru í fjarlægð við skólann. Skóladagvistun er rekin í skólanum. Vistunargjald er hægt að sjá í gjaldskrá bæjarfélagsins. Í skólanum er boðið upp á hádegismat. Gjald fyrir máltíðir má sjá í gjaldskrá bæjarfélagsins.

Bókasafn
Bókasafnið er skóla- og bæjarbókasafn bæjarfélagsins. Safnið er í Grunnskóla Sandgerðis við Suðurgötu. Bókasafnið er opið mánudaga kl. 8:15 – 18:00, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá kl. 8:15 – 14:00 og föstudaga frá kl. 8:15 – 12:00.

Leikskóli
Leikskólinn Sólborg er starfræktur á vegum bæjarfélagsins. Hjallastefnan ehf. tók við rekstri leikskólans í ágúst 2012. Í leikskólanum eru nú 111 börn á fjórum deildum. Tímagjald má sjá í gjaldskrá bæjarfélagsins.

Tónlistarskóli
Rúmlega 100 nemendur stunda tónlistarnám í Tónlistarskóla Sandgerðis. Tónlistarskólinn er staðsettur í sama húsnæði og Grunnskóli Sandgerðis sem auðveldar nemendum á grunnskólaaldri að sækja tónlistarnám. Kennslugreinar eru píanó, harmonika, gítar, söngur, blokkflauta, trommur, rafgítar, rafbassi, málm- og tréblásturshljóðfæri auk tónfræðigreina. Tónlistarskólinn er í góðu samstarfi við Grunnskólann og Leikskólann Sólborg.

Sumarnámskeið
Á sumrin eru ýmis sumarnámskeið í boði fyrir börn s.s. kofabyggð, og ýmis leikja- og íþróttanámskeið.

Starfsskóli fyrir ungmenni
Starfsskóli fyrir ungmenni í 8. til 10. bekk grunnskólans er starfræktur á sumrin. Starfsskólinn hefur það að markmiði að búa ungmennin sem best undir vinnumarkaðinn og framtíðina í samblandi við hefbundin störf við umhirðu bæjarins. Nánari upplýsingar eru veittar hjá skrifstofu bæjarfélagsins í síma 420 7500.

Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum
Í Sandgerðisbæ er rekið Háskólasetur Suðurnesja. Meginhlutverk Háskólasetursins er að efla rannsókna- og fræðastarf Háskóla Íslands. Markmið stofnunarinnar er m.a. að stuðla að margvíslegri háskólakennslu á Suðurnesjum, eftir því sem kostur er, í tengslum við grunn- og framhaldsnám.

Framhaldsskóli
Fjölbrautaskóli Suðurnesja er skóli Suðurnesjamanna og nemendur hans koma frá öllum byggarlögum svæðisins. Sveitarfélögin fimm á Suðurnesjum (Sandgerði,Garður, Reykjanesbær, Grindavík og Vogar) reka skólann í samstarfi við ríkisvaldið.

Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum
Miðstöð Símenntunar Suðurnesjum býður upp á fjölbreytt nám og námskeiðahald fyrir alla þá sem áhuga hafa á því að endurmennta sig í leik og starfi. MSS býður einnig upp á fjarnámsþjónustu við nokkra framhaldsskóla á Íslandi. Skoðaðu vef MSS og kynntu þér nánar starfsemi og þjónustu þeirra.