Fjárhagsáætlun 2012

Home/Frettir/Fjárhagsáætlun 2012

Á fundi bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar 31.janúar s. l. var Fjárhagsáætlun ársins 2012 samþykkt ásamt þriggja ára áætlun 2013 – 2015.

Í greinargerð bæjarstjóra með fjárhagsáætlun bæjarins 2012 kemurfram að við gerð fjárhagsáætlana hafi verið lögð áhersla á að ná betri tökum á rekstri sveitarfélagsins en að sama skapi að standa vörð um þá grunnþjónustu sem sveitarfélaginu ber að veita lögum samkvæmt og aðra nauðsynlega þjónustu við íbúa bæjarins. Þá er eins og á fyrra ári stefnt að því að létta á skuldum bæjarsjóðs.

Jafnframt kemur eftirfarandi fram í greinargerðinni um þjónustugjöld bæjarins:

„Gert er ráð fyrir að álagningarhlutfall útsvars árið 2012 verði óbreytt frá fyrra ári eða 14,48%. Fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði hækkar úr 0,33% af fasteignamati húss og lóðar í 0,625%. Holræsagjald af fasteignamati húss og lóðar hækkar úr 0,25% í 0,30%, lóðarleiga á íbúðarhúsnæði hækkar úr 1,10% í 1,50% og lóðarleiga af atvinnuhúsnæði hækkar úr 1,10% í 2%. Vatnsgjald hækkar úr 0,20% af fasteignamati húss og lóðar í 0,30%.

Þrátt fyrir að hækkanir hafi orðið á ýmsum þjónustugjöldum á árinu 2011 eru þau enn nokkru lægri en víða annars staðar á landinu. Gert er ráð fyrir hækkun þjónustugjalda til samræmis við gjaldskrár annarra sveitarfélaga.”

Gjaldskrár Sandgerðisbæjar eru aðgengilegar hér vinstra megin á síðunni undir liðnum “Upplýsingar”.

Fjárhagsáætlanir Sandgerðisbæjar 2012-2015 ásamt greinargerð sjá hér:

Fjárhagsáætlanir 2012-2015

Greinargerð með fjárhagsáætlunum 2012-2015