Félagsleg heimaþjónusta

Home/Félagsleg heimaþjónusta

Margvísleg þjónusta er í boði fyrir aldraða, m.a. félagsleg heimaþjónusta, niðurgreiðsla vegna hárgreiðslu eða snyrtingar hjá viðurkenndum hár- og snyrtistofum í bæjarfélaginu. Auk þess er boðið upp á heitan mat á vægu verði í hádeginu í Miðhúsum, sem og fjölbreytt félagsstarf. Einnig stendur ellilífeyrisþegum til boða að fara endurgjaldslaust í sund í íþróttamiðstöðinni í Sandgerði.

Markmið með heimaþjónustu er að efla viðkomandi þjónustuþega til sjálfshjálpar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsi við sem eðlilegastar aðstæður. Það er gert með því að veita þjónustuþega persónulegan stuðning, þjónustu og félagslega aðstoð.

Hverjir geta fengið félagslega heimaþjónustu? Félagsleg heimaþjónusta er fyrir alla aldurshópa. Þjónustan er fyrir þá sem búa í heimahúsum, geti þeir eða aðrir heimilismeðlimir ekki annast heimilishald hjálparlaust.

Hver eru verkefni heimaþjónustunnar? Þjónustan er margbreytileg og sniðin að þörfum hvers og eins. Starfsfólk í heimaþjónustu annast m.a. almenn heimilisstörf svo sem heimilisþrif og þvott. Notendur geta einnig fengið aðstoð við innkaup.

Hvernig sæki ég um? Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð á skrifstofu félagsþjónustu Sandgerðisbæjar í Vörðunni, Miðnestorgi 3. Einnig er hægt að fá eyðublað sent heim, eða prenta það út á netinu.
Eftir að umsókn liggur fyrir fer matsfulltrúi heim til umsækjanda og metur þörf fyrir heimaþjónustu.

Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsókn:
. Læknisvottorð eða vottorð frá öðrum fagaðilum skal liggja fyrir.
. Ný skattaskýrsla.
. Afrit af síðustu þremur launaseðlum eða bótaseðlum frá Tryggingastofnun ríkisins.

Umsókn um félagslega heimaþjónustu Sandgerðisbæjar