Fatlað fólk

Home/Fatlað fólk

Þjónusta við fatlað fólk

Sú þjónusta sem fatlað fólk fær sérstaklega, þ.e. fyrir utan almenna félagsþjónustu, er liðveisla og ferðaþjónusta, skv. lögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992. Þeir sem eiga rétt á liðveislu eru fatlaðir einstaklingar 6 ára og eldri. Ferðaþjónustunni er ætlað að koma til móts við þá sem ekki geta nýtt sér almenningsfarartæki til nauðsynlegra athafna. Þjónustan miðast við þarfir hvers og eins.

Sandgerðisbær rekur, í samvinnu við sveitarfélögin á Suðurnesjum, skammtímavistunina Heiðarholt í Garði. Um skammtímavistunina má lesa hér.

Ókeypis er fyrir öryrkja í sund í Íþróttamiðstöðinni í Sandgerði.