Bæjarstjóri í nýju sveitarfélagi

Home/Frettir/Bæjarstjóri í nýju sveitarfélagi

Ný bæjarstjórn óskar eftir að ráða öflugan bæjarstjóra til að leiða sameinað sveitarfélag og þær breytingar sem hafnar eru. Framundan eru fjölmörg krefjandi verkefni við að sameina íbúa og starfsfólk um nýtt sveitarfélag, og spennandi tækifæri sem m.a. tengjast alþjóðaflugvelli í landi sveitarfélagsins

 

Starfs- og ábyrgðarsvið:

 • Bæjarstjóri er framkvæmdastjóri sveitarfélagsins og hefur yfirumsjón með starfsemi þess og sér um framkvæmd þeirra ákvarðana sem bæjarstjórn tekur
 • Bæjarstjóri skipuleggur og undirbýr dagskrá funda bæjarráðs og bæjarstjórnar
 • Bæjarstjóri gætir hagsmuna bæjarfélagsins út á við og annast samskipti við stofnanir, fyrirtæki og samtök
 • Sameining stofnana/skipulagsbreytingar

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun er æskileg
 • Farsæl reynsla á sviði rekstrar og stjórnunar
 • Þekking og reynsla af stjórnun breytinga æskileg
 • Leiðtogahæfni, frumkvæði og hæfni í mannlegum samskiptum
 • Áhugi á að takast á við uppbyggingu bæjarfélagsins
 • Þekking á opinberri stjórnsýslu er skilyrði
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti

 

Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir.  Netfang: katrin@hagvangur.is.

http://hagvangur.is/hagvangur/radningar/storf-i-bodi/starf/?jobname=baejarstjori-sandgerdi-og-gardur