Atvinnumál

Home/Atvinnumál

Atvinnulíf í Sandgerði

Atvinnulíf í Sandgerði snýst að megin hluta um aðal atvinnuveg Íslendinga, sjávarútveg. Í Sandgerði er mikil útgerð smábáta, enda stutt á fengsæl fiskimið og stutt á markaði.

Höfnin - Sandgerðishöfn

Á Suðurnesjum eru  vegalengdir ekki miklar og því eru Suðurnesin eitt atvinnusvæði. Fjöldi Sandgerðinga starfar við útgerð og fiskvinnslu, og ennfremur á flugstöðvarsvæðinu og á Keflavíkurflugvelli. Grunnskólinn og leikskólinn Sólborg veita einnig 70-80 manns atvinnu og þá má einnig telja ýmsa þjónustu, s.s. eins og verslunarstörf og þjónustu við skip og bíla.

Sjá einnig: Vinnumálastofnun Suðurnesjum