9. fundur hafnaráðs Sandgerðisbæjar

Home/Hafnaráð/9. fundur hafnaráðs Sandgerðisbæjar
  • Varðan, Miðnestorgi 3, 245 Sandgerði

9. fundur hafnaráðs Sandgerðisbæjar
var haldinn á skrifstofu Sandgerðishafnar,
þriðjudaginn 15. mars 2016 kl. 16:00

Fundinn sátu: Ólafur Oddgeir Einarsson (D), formaður, Jóhann Rúnar Kjærbo (S), ) Katrín Júlía Júlíusdóttir (S), Grétar Mar Jónsson (B), Daði Bergþórsson (B) og Magnús S. Magnússon (H), áheyrnarfulltrúi. Auk þess sátu fundinn Grétar Sigurbjörnsson verkefnastjóri hafnarinnar og Sigrún Árnadóttir hafnarstjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.

1. 1601022 – Sandgerðishöfn 2016: A. Starfsemin það sem af er árs 2016. Verkefnastjóri hafnarinnar gerði grein fyrir málinu. Landað hefur verið 4700 tonnum það sem af er þessa árs og er það 1200 tonnum meira en á sama tíma í fyrra. B. Samantekt um rekstrarhorfur. Hafnastjóri kynnti samantekt um rekstrarhorfur Sandgerðishafnar sem lögð var fyrir 637. fund bæjarráðs í lok janúar. Bæjarráð vísaði samantektinni til skoðunar í hafnaráði og fól hafnarstjóra/bæjarstjóra að vinna áfram í málinu. Fundarmenn reifuðu áhyggjur af skuldastöðu hafnarinnar og viðvarandi framlögum úr aðalsjóði til starfseminnar. Hafnaráð telur þó engu að síður brýnt að áfram verði haldið úti góðri þjónustu við atvinnulífið og leggur til við bæjarstjórn að árlega verði hafnasjóði tryggt ákveðið fjárframlag til þess. Hafnaráð óskar eftir tillögum um endurskoðun á þjónustu og rekstri hafnarinnar með það að markmiði að ná niður rekstrarkostnaði. Þá telur hafnaráð rétt að kannað verði hvort hagkvæmt geti reynst að sameinast öðrum höfnum. Einnig var rætt var um sölu eigna, breytingar á aflagjaldi og að finna þyrfti leiðir til þess að afla höfninni frekari tekna.

2. 1601022 – Sandgerðishöfn: samráðsfundur með fisvkerkendum/fiskmarkaði. Lögð var fram samantekt eftir fundinn sem haldinn var 3. mars sl. og hún rædd. Ráðið fagnar því að fundurinn skyldi haldinn.

3. 1507008 – Fjárhagsáætlun 2016 – 2019: fjárfestingar. Greint var frá fyrirhuguðum framkvæmdum við malbikun Sjávarbrautar í sumar.

4. 1506170 – Samgönguáæltun 2015 – 2018: verkefni í hafnargerð og sjóvörnum – Fjármagn til Suðurbryggju. Lögð var fram samantekt hafnarstjóra bæjarstjóra eftir fund með siglingasviði Vegagerðarinnar um endurbætur á stálþili Suðurbryggju og fjárframlag til verksins. Einnig var lagt fram minnisblað frá siglingasviði með tillögu að endurbyggingu fyrsta áfanga suðurbryggjunnar.

Hafnaráð leggur til við bæjarstjórn að farið verði í endurbætur á suðurbryggjunni og að farið verði að tillögu siglingasviðs um umfang viðgerðar og áfangaskiptingu verksins. Hafnaráð leggur til að farið verði fram á að dýpkun við löndunarkrana hafnarinnar verði sett á samgönguáætlun.

5. 1509015 – Byggðakvóti: vinnsla/rekjanleiki. Kynnt voru umbeðin gögn frá Fiskistofu um vinnslu byggðakvóta á fiskveiðitímabilinu 2014/2015.

6. 1508003 – Sandgerðishöfn: innsiglingarstaur. Greint var frá stöðu málsins.

7. 1601016 – Samtök sjávarútvegssveitarfélaga: fundargerðir 2016. Lagt fram til kynningar.

8. 1506152 – Hafnasamband Íslands: fundargerðir 380., 381., og 382. Lagt fram til kynningar.

9. Önnur mál. Rætt var um úthlutun rækjukvóta við Eldey komandi haust. Í ljósi mikils magns rækju við Eldey á síðasta veiðitímabili hvetur hafnaráð sjávarútvegsráðherra til að auka kvótann umfram það sem þá var.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.25.
Ólafur Oddgeir Einarsson sign.
Jóhann Rúnar Kjærbo sign.
Katrín Júlía Júlíusdóttir sign.
Grétar Mar Jónsson sign.
Daði Bergþórsson sign.
Magnús S. Magnússon sign.
Grétar Sigurbjörnsson sign.
Sigrún Árnadóttir sign.