9. fundur Atvinnu-, ferða- og menningarráðs Sandgerðisbæjar

Home/Atvinnu-, ferða- og menningarráð/9. fundur Atvinnu-, ferða- og menningarráðs Sandgerðisbæjar
  • Varðan, Miðnestorgi 3, 245 Sandgerði

9. fundur Atvinnu-, ferða- og menningarráðs Sandgerðisbæjar,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
fimmtudaginn 8. október 2015 og hófst hann kl. 18:00

Fundinn sátu:
Lúðvík Júlíusson formaður S- lista, Rakel Ósk Eckard S- lista, Sigurpáll Árnason D- lista, Svavar Grétarsson H- lista og Guðjón Þ. Kristjánsson starfsmaður.
Fundargerð ritaði: Lúðvík Júlíusson. formaður
Fulltrúi B- lista boðar forföll. Varamaður er staddur erlendis.
Dagskrá:
1. 1506051 – Sandgerðisdagar 2015
Bráðabirgðaruppgjör fyrir Sandgerðisdaga lagt fram á fundinum.
Fræðslu- og menningarfulltrúi fór yfir uppgjörið.
Afgreiðsla: Atvinnu- ferða- og menningarráð telur að framkvæmd Sandgerðisdaga 2015 hafi í heildina tekist með miklum ágætum af hálfu framkvæmdaaðila og þakkar Knattspyrnudeil Reynis fyrir samstarfið. Ráðið leggur óskar jafnframt eftir því að fulltúi Knattspyrnudeildar Reynis komi á næsta fund með lokaskýrslu og fari yfir hana með ráðinu. Rætt var um að efna til íbúafundar um næstu Sandgerðisdaga.

2. 1506045 – Skilti í Sandgerðisbæ
Fyrir fundinum liggja tvö tilboð í skilti í Sandgerðisbæ.
Fræðslu- og menningarfulltrúi fór yfir tilboðin.
Afgreiðsla: Atvinnu- ferða- og menningarráð hvetur sviðsstjóra umhverfis- skipulags- og byggingasviðs og fræðslu- og menningarfulltrúa til að ræða við báða aðila og ganga frá samningi um framleiðslu skiltanna hið allra fyrsta.

3. 1510007 – Tendrun jólaljósa 2015
Fyrir fundinum liggur greinargerð um tendrun jólaljósa í Sandgerðisbæ.
Fræðslu- og menningarfulltrúi fór yfir málið.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

4. 1510009 – Nefndir og ráð: dagatal: 2015-2016
Fyrir fundinum liggur dagatal fyrir fundi nefnda og ráða í Sandgerðisbæ frá ágúst 2015 til júní 2016. Samkvæmt því er gert ráð fyrir að atvinnu- ferða- og menningarráð fundi í október og nóvember 2015 og í janúar, mars, apríl og maí 2016.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

5. 1510010 – Atvinnu- ferða- og menningarráð: fjárhagsáætlun 2016
Fyrir fundinum liggur starfsáætlun í atvinnu- ferða- og menningarmálum fyrir árið 2016 og fjárhagsyfirlit fyrir árið 2016.
Afgreiðsla: Atvinnu- ferða- og menningarráð leggur áherslu á að áætlað verði fjármunum til áframhaldandi merkinga í sveitarfélaginu. Ráðið hvetur til þess á að á árinu 2016 verði áherslan lögð á merkingar innan bæjar. Atvinnu- ferða- og menningarráð hefur hug á því að boða aðila í sveitarfélaginu til funda um atvinnu-, ferða- og menningarmál og óskar eftir því við bæjarstjórn að gert verði ráð fyrir kostnaði við slíka fundi eins og fram kemur í áætlun ráðsins.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:00
Lúðvík Júlíusson sign.
Rakel Ósk Eckard sign.
Sigurpáll Árnason sign.
Svavar Grétarsson sign.
Guðjón Þ. Kristjánssonn sign.