81. fundur Umhverfisráðs

Home/Umhverfisráð/81. fundur Umhverfisráðs
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

81. fundur
Umhverfisráðs,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
19. desember 2017 og hófst hann kl. 16:30

Fundinn sátu:
Gísli Þór Þórhallsson formaður, Rakel Rós Ævarsdóttir, Ása Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir og Einar Friðrik Brynjarsson.
Fundargerð ritaði: Einar Friðrik Brynjarsson. Umhverfis- og tæknifulltrúi .

1. Jólahús Sandgerðisbæjar 2017 – 1712017
Umræður um jólahús Sandgerðisbæjar 2017. Nefndin hafði þegar farið í markvissar ferðir um bæinn og skoðað húsin. Einróma samstaða var innan nefndarinnar að velja Holtsgötu 7a sem jólahús Sandgerðis 2017. Nefndin hreifst af vel skreyttu húsi þar sem ljósadýrðin er í fyrirrúmi með látlausum og snyrtilegum skreytingum. Nefndin telur íbúa þessa húss vel að þessu vali komin.

Tilkynnt verður um val á jólahúsi Sandgerðisbæjar miðvikudaginn 20. desember í Vörðunni kl. 18.00 þar sem íbúunum verða afhent verðlaun.

2. Sandgerðisbær: umhverfismál – 1706280
Umhverfisfulltrúi kynnti málið og lagði fram minnisblað um gerð umhverfisstefnu Sandgerðis og Garðs.
Rætt var mikilvægi málsins og lýsir nefndin ánægju með þessar fyrirætlanir og styður þessar tillögur heilshugar. Nefndin hvetur bæjarstjórn til að vinna málinu brautargengi með fullum stuðningi.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30

Gísli Þór Þórhallsson, sign
Rakel Rós Ævarsdóttir, sign
Ása Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir, sign
Einar Friðrik Brynjarsson, sign