8. fundur atvinnu-, ferða- og menningarráðs Sandgerðisbæjar

Home/Atvinnu-, ferða- og menningarráð/8. fundur atvinnu-, ferða- og menningarráðs Sandgerðisbæjar

 

 8. fundur

Atvinnu-, ferða- og menningarráðs
Sandgerðisbæjar,

haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,fimmtudaginn
20. ágúst 2015

Fundinn sátu:

Lúðvík
Júlíusson formaður S- lista, Rakel Ósk Eckard S- lista, Sigurpáll Árnason D- lisa,
Svavar Grétarsson H- lista.

Sigurður Hilmar Guðjónsson, B- lista var
forfallaður vegna veikinda.

Fundargerð ritaði: Guðjón Þ.
Kristjánsson.

Dagskrá:

1.

1506051 – Sandgerðisdagar 2015

Gestur
fundarins í þessu máli var Andri Þór Ólafsson framkvæmdastjóri
Knattspyrnufélagsins Reynis.

Hann fór yfir dagskrá Sandgerðisdaga.

Afgreiðsla:

Atvinnu- ferða- og menningarráð þakkar Andra Þór fyrir komuna. Allt lítur út
fyrir fjölbreytta og skemmtilega dagskrá þar sem finna má eitthvað við hæfi
flestra.

2.

1404045 – Merkingar í Sandgerðisbæ

Farið
var yfir tilboð frá auglýsingastofunni Áberandi.

Afgreiðsla:

Atvinnu- ferða- og menningarráð hvetur til þess að hafist verði handa um
framleiðslu á skiltum samkvæmt tilboðinu.

3.

1508010 – Viðurkenning fyrir framlag til menningarmála

Rætt
var um að veita einstaklingi viðurkenningu á Sandgerðisdögum fyrir stuðning
við ferðaþjónustu og menningarmál í Sandgerðisbæ.

Afgreiðsla:

Atvinnu- ferða- og menningarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að
einstaklingi verði veitt viðurkenning á Sandgerðisdögum fyrir stuðning við
ferðaþjónustu og menningarmál í Sandgerðisbæ.

Fleira
ekki gert. Fundi slitið kl. 19:50

Lúðvík Júlíusson sign.

Rakel Ósk Eckard sign.

Svavar Grétarsson sign.

Sigurpáll Árnason sign.

Guðjón Þ. Kristjánsson
sign.