79. fundur Umhverfisráð

Home/Umhverfisráð/79. fundur Umhverfisráð
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

79. fundur
Umhverfisráð,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
fimmtudaginn 18. maí 2017 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu:
Gísli Þór Þórhallsson formaður, Rakel Rós Ævarsdóttir, Ása Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir, Þorbjörn Björnsson og Einar Friðrik Brynjarsson.

Fundargerð ritaði: Einar Friðrik Brynjarsson. Umhverfis- og tæknifulltrúi

Dagskrá:
1. 1705003 – Sorpeyðingarstöð suðurnesja: flokkun heimilisúrgangs
Farið var yfir kynningu og tillögur stjórnar SS þar sem fram kemur að lagt sé til að tekið verði upp tveggja tunnu kerfi við flokkun úrgangs frá heimilum. Við yfirferð þessarar kynningar og tillagna vakna ýmsar spurningar eins og m.a.; Hvað verður með almennan úrgang gráu tunnunnar (sem er m.a. lífrænn úrgangur) sem ekki fer til endurvinnslu? Hvað með endurvinnslu á lífrænum úrgangi? Hvað verður um úrgang grænu tunnunnar (blandaðan úrgang m.a. plast og málm) sem fer til endurvinnslu? Hvað verður um afurðina (afurðirnar) sem til verða við endurvinnsluna? Hvaða forsendur liggja að baki losunartíðninni (tveggja og fjögra vikna fresti)? Er losunartíðnin nægileg eins og lagt er til eða þarf að koma til einhverra aðgerða íbúanna samhliða þessu? Er stöðin og aðstaðan hjá Kölku fullfær um að taka á móti úrganginn sem safnast með þeim hætti sem lagt er til eða er þörf á aukinni keyrslu til Reykjavíkur? Hvernig fer flokkunin fram í grænu tunnuna, er efnið sett í plastpoka áður það fer í tunnuna? Nefndin telur að þörf sé á nánari upplýsingum frá stjórn SS.

2. 1605034 – Sandgerðisbær: umhverfismál
Farið var yfir minnisblað umhverfisfulltrúa. Umræður sköpuðust um hreinsunarmál og rusl á opnum svæðum. Merki eru um að fólk sé í auknum mæli að losa sig við rusl á opnum svæðum eins og t.d. Rockville. Nefndin lýsir áhyggjum sínum á þeirri þróun og ræddi mögulegar ástæður þess. Vera má að gjaldtaka Kölku eigi stóran þátt í því að fólk fer ekki með rusl þangað. Eins má vera að opnunartími Kölku sé of takmarkaður. Nefndin hvetur til að skoðað verði hvort breyta megi opnunartímanum þannig að opið verði oftar og lengur. T.a.m. er lokað á sunnudögum sem getur vel átt þátt í að skapa þetta vandamál sem við er að eiga og bregðast þarf við. Umræður um tillögu þess efnis að bæjarfélagið leggi íbúum til kort í Kölku til losunar á 1 m3 af gjaldskildum úrgangi. Nefndin leggur til að umhverfisfulltrúi útfæri hugmyndina og vinni málið áfram.

3. 1702077 – Loftmyndir: kortasjá: gagnasjá
Farið var yfir minnisblað umhverfisfulltrúa og fulltrúi upplýsti fundarmenn um stöðu mála er varða uppfærslu á loftmyndakerfi bæjarfélagsins (http://map.is/sandgerdi/). Nefndarmenn lýsa ánægju sinni með þessa þróun.

4. 1510027 – Framkvæmdasjóður ferðamannastaða: göngustígur við Sandgerðistjörn
Farið var yfir hönnunargögn málsins og styrkveitingu úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Nefndarmenn lýsa ánægju sinni með þessa fyrirhuguðu framkvæmd og leggja til að haldið verði áfram strax á næsta ári m.a. með malbikun á stígnum. Einnig er hvatt til að hafist verði handa við skoða möguleikann á að framlengja stígnum yfir í sveitarfélagið Garð.

5. 1611071 – Katta og hundahald
Umhverfisfulltrúi lagði fram minnisblað sitt varðandi ákveðið kattavandamál sem unnið hefur verið í síðustu misserin. Fram kom að þessu máli er loks farsællega að ljúka.

6. 1705020 – Umhverfismál: almennt mál

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19.00
Gísli Þór Þórhallsson sign
Rakel Rós Ævarsdóttir sign
Ása Ingibjörg Sigurbjönsdóttir sign
Þorbjörn Björnsson sign
Einar Friðrik Brynjarsson sign