78. fundur Umhverfisráð

Home/Umhverfisráð/78. fundur Umhverfisráð
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

78. fundur
Umhverfisráð,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
þriðjudaginn 20. desember 2016 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu:
Gísli Þór Þórhallsson formaður, Rakel Rós Ævarsdóttir, Þorbjörn Björnsson, Birgitta Maríudóttir Olsen, Guðrún Pétursdóttir og Einar Friðrik Brynjarsson.
Fundargerð ritaði: Einar Friðrik Brynjarsson. Umhverfis- og tæknifulltrúi

Dagskrá:
1. 1612089 – Jólahús 2016
Jólahús Sandgerðisbæjar. Umræður um jólahús Sandgerðisbæjar 2016. Óskað var eftir tilnefningum á vef Sandgerðisbæjar og tilnefningar í eftirfarandi hús bárust: Hlíðargata 37 Dynhóll 6 Heiðarbraut 4 Nefndin hafði þegar farið í markvissar ferðir um bæinn og skoðað bæði þessi og önnur hús. Einróma samstaða var innan nefndarinnar að velja Heiðarbraut 4 sem jólahús Sandgerðis 2016. Nefndin hreifst af vel skreyttu húsi með hlýlegt yfirbragð sem vekur upp barnslega gleði eins og fram kemur í vel rökstuddri tilnefningu. Nefndin telur íbúa þessa húss vel að þessu vali komin. Tilkynnt verður um val á jólahúsi Sandgerðisbæjar miðvikudaginn 21. desember í Vörðunni kl. 17.00.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.00
Gísli Þór Þórhallsson sign.
Rakel Rós Ævarsdóttir sign.
Þorbjörn Björnsson sign.
Birgitta Maríudóttir Olsen sign.