76. fundur Umhverfisráðs Sandgerðis

Home/Umhverfisráð/76. fundur Umhverfisráðs Sandgerðis
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

76. fundur Umhverfisráð,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
þriðjudaginn 17. maí 2016 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu: Gísli Þór Þórhallsson formaður, Rakel Rós Ævarsdóttir, Birgitta Maríudóttir Olsen, Einar Friðrik Brynjarsson.

Fundargerð ritaði: Einar Friðrik Brynjarsson. Umhverfis- og tæknifulltrúi

Dagskrá:

1. 1605022 – Sandgerðisbær: umhverfisdagar 2016
Umhverfisfulltrúi kynnti fyrirhugaða Umhverfisdaga Sandgerðisbæjar sem haldnir verða 19.-22. maí næstkomandi. Dagskrá verður með hefðbundnu sniði þar sem íbúum gefst kostur á að losa rusl án endurgjalds í gáma sem staðsettir verða í áhaldahúsi.

2. 1510027 – Framkvæmdasjóður ferðamannastaða: göngustígur við Sandgerðistjörn
Umhverfisfulltrúi kynnti skipulag framkvæmda á stíg við tjörnina. Um er að ræða verk sem áætlað var fyrir allnokkru síðan og var styrkt af Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Fenginn var frestur á framkvæmdinni og komist hjá niðurfellingu styrksins með nýrri áætlun sem nú er fyrirhuguð. Fulltrúi sýndi hönnunarteikningu og nefndarfulltrúar lýstu ánægju sinni með verkefnið.

3. 1603006 – Starfsskóli Sandgerðisbæjar: sumarvinna: Sumar 2016
Umhverfisfulltrúi kynnti breytt skipulag á gamla vinnuskólanum sem fengið hefur nafnið Starfsskóli. Nefndarfulltrúar tóku vel í fyrirhugaðar breytingar en lögðu áherslu á að hreinsun og snyrting bæjarins væri enn í hávegum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.00

Gísli Þór Þórhallsson sign.
Rakel Rós Ævarsdóttir sign.
Birgitta Maríudóttir Olsen sign.
Einar Friðrik Brynjarsson sign.