691. fundur bæjarráðs

Home/Bæjarráð/691. fundur bæjarráðs
 • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

Fundargerð 691. fundar
bæjarráðs,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3, 
27. mars 2018 og hófst hann kl. 17:00 

 

Fundinn sátu:  Hólmfríður Skarphéðinsdóttir formaður, Fríða Stefánsdóttir, Daði Bergþórsson, Magnús Sigfús Magnússon og Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Guðjón Þ. Kristjánsson.

 1. Golfklúbbur Sandgerðis: Viðgerð á vélargeymslu: beiðni um styrk (Einar Friðrik Brynjarsson, umhverfisfulltrúi mætir á fundinn undir
  þessum lið) – 1711021

  Gestir : Einar Friðrik Brynjarsson umhverfisfulltrúi fór yfir málið.
  Afgreiðsla:  Bæjarráð lýsir yfir vilja til að ganga til samninga við Golfklúbb Sandgerðis um uppbyggingu vélargeymslu á gofvelli félagsins en óskar eftir nákvæmari kostnaðaráætlun og frekari gögnum svo sem teikningum og áætlunum um framkvæmd verksins. Umhverfisfulltrúa er falið að fylgja málinu eftir. 

 

 1. Ársreikningur 2017 (drög lögð fram á fundi) – 1803027
  Bæjarstjóri lagði fram og fór yfir drög að ársreikningi Sandgerðisbæjar 2017.
  Afgreiðsla: Ársreikningi Sandgerðisbæjar 2017 er vísað til fyrir umræðu í bæjarstjórn. 
 2. Sandgerðisbær: afskriftir þjónustugjalda (gögn lögð fram á fundi) – 1803028
  Gögn um Afskriftir ógreiddra þjónustugjalda voru lögð fram á fundinum.
  Bæjarstjóri fór yfir málið.
  Afgreiðsla: Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að afskriftir að upphæð 936.619 kr. vegna þjónustugjalda verði samþykktar samkvæmt fram lögðum
  gögnum.
   
 3. Félagsþjónusta: niðurgreiðsla til dagforeldra – 1802019
  Frá 388. fundi bæjarstjórnar þriðjudaginn 6.mars 2018. Bæjarstjórn frestar málinu og vísar því til afgreiðslu í bæjarráði. Fyrir fundinum liggur svar bæjarráðs Garðs við erindi Sandgerðisbæjar um fjárhagsleg málefni Sandgerðisbæjar. Erindið var sent samkvæmt ákvæðum 121. gr. sveitarstjórnarlaga, um fjárhagslegar ráðstafanir eftir samþykkt sameiningartillögu vegna sameiningar
  sveitarfélaga. Bæjarráð Garðs samþykkir bæði erindin; A) Viðauki 1 vegna fráveitu, dælumannvirki og útrás og B) Niðurgreiðsla daggæslu barna.
  Afgreiðsla: Bæjarráð staðfestir tillögu félagsþjónustu um hækkun á niðurgreiðslu gjalda til daggæslu í kr. 50.000,-.
   
 4.  Lionsklúbbur Sandgerðis: umsókn um styrk til greiðslu fasteignagjalda 2018 – 1803014
  Lionsklúbbur Sandgerðis sækir um styrk til greiðslu fasteignagjalda 2018 samkvæmt 2.málsgrein 5. greinar laga um tekjustofna sveitarfélaga
  nr. 4/1995, 7. gr. reglugerðar um fasteignaskatt nr. 1160/2005 og reglum bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar um styrkveitingar til greiðslu fasteignaskatts
  frá 10. janúar 2012.
  Afgreiðsla: Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Lionsklúbbi Sandgerðis verði veittur styrkur samkvæmt framangreindum reglum til greiðslu
  fasteignagjalda af húseign klúbbsins að
   Tjarnargötu 7 Sandgerðisbæ.
   
 5. Taekvondo deild Keflavíkur: styrkbeiðni – 1706090
  Fyrir fundinum liggur beiðni Taekwondodeildar Keflavíkur um styrk til starfsemi félagsins. Einnig minnisblað frístunda- og forvarnarfulltrúa Sandgerðisbæjar um málið.
  Gestir: Einar Friðrik Brynjólfsson
  Afgreiðsla: Bæjaráð leggur til við bæjarstjórn að Taekwondodeild Keflavíkur verði veittur styrkur að upphæð 100.000 krónur. 

   

 6.  Norræna félagið: Nordjobb sumarstörf 2018 – 1803023
  Fyrir fundinum liggur erindi Nordjobb á Íslandi dagsett 2. mars 2018. Einnig umsögn frístunda- og forvarnafulltrúa Sandgerðisbæjar um málið.
  Afgreiðsla: Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að bæjarstjóra og starfsmönnum bæjarins verði falið að ganga til samstarfs við Nordjobb á Íslandi með það í huga að ráða tvo aðila frá samtökunum til starfa í sumar. 

 

 1. Sandgerðishöfn: afskriftir (gögn lögð fram á fundi) – 1706065
  Gögn um afskriftir við Sandgerðishöfn voru lögð fram á fundinum.
  Afgreiðsla: Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að afskriftir að upphæð 3.392.584 kr. verði samþykktar við Sandgerðishöfn samkvæmt fram lögðum
  gögnum.
   

   

 2. Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja: fólksfjölgun á Suðurnesjum – 1712016
  Erindi Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja dagsett 7. mars 2018 þar sem óskað er viðbragða skipulagsyfirvalda í sveitarfélögunum á Suðurnesjum við því
  hvernig þau eru í stakk búin til að takast á við þá öru fjölgun fólks og miklu uppbyggingu innviða sem fyrirsjáanleg er á svæðinu. Bæjarstjóri fór yfir málið.
  Afgreiðsla: Bæjarráð tekur undir áherslur sem fram koma í erindi Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja um mikilvægi þess að aðilar komi sér saman um
  nauðsynlegar aðgerðir til að
   bregðast við þeim hraða vexti sem framundan er á Suðurnesjum á næstu árum. Málinu er vísað til umsagnar í
  húsnæðis- skipulags- og byggingaráði.
   Bæjarráð leggur áherslu á að málið verði áfram í vinnslu. 

   

 3. Suðurnes: vatnsverndarmál – 1803024
  Erindi Heilbrigðisnefndar Suðurnesja dagsett 2. mars 2018 um vatnsverndarmál á Suðurnesjum. Bæjarstjóri fór yfir málið.
  Afgreiðsla: Bæjarráð tekur undir áhyggjur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja af þeirri hættu sem að vatnsbólum suðurnesjamanna stafar vegna bílaumferðar á Grindavíkurvegi og leggur áherslu á að lausn verði fundin hið fyrsta. 

   

 4. Bjarg: Húsnæði: stofnframlag – 1711008
  Erindi Íbúðalánasjóðs til Bjargs íbúðafélags hses., dagsett 19. mars 2018 þar sem niðurstaða úthlutunarnefndar stofnframlaga á grundvelli laga um almennar
  íbúðir nr. 52/2016 kemur fram. Umsókn Bjargs íbúðafélags hses. er vegna byggingar á alls fimm 4ra herbergja og 85 m2 íbúðum í Sandgerði, sem ætlaðar eru
  leigjendum undir þeim tekju- og eignamörkum sem greinir í lögum um almennar íbúðir. Niðurstaða úthlutunarnefndar er að samþykkja umsóknina. Bæjarstjóri fór yfir stöðu málsins.
  Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.
  Bæjarráð fagnar þessum áfanga í uppbyggingu húsnæðis í Sandgerðisbæ og vill að skoðuð verði áframhaldandi uppbygging leiguhúsnæðis í bænum 

 

 1. Reykjanes jarðvangur: 41. og 42 fundur – 1712014
  Fundargerð 41. fundar stjórnar Reykjanes jarðvangs. Fundurinn fór fram föstudaginn 2. febrúar 2018. Fundargerð 42. fundar stjórnar Reykjanes jarðvangs. Fundurinn fór fram föstudaginn 9. mars 2018.
  Afgreiðsla: Fundargerðir lagðar fram til kynningar. 

 

 1. Þjónustuhópur aldraðara: fundargerðir 114. og 115. fundar – 1803004
  Fundargerð 114. fundar Þjónustuhóps aldraðra á Suðurnesjum. Fundurinn fór fram mánudaginn 12. mars 2018. Fundargerð 115. fundar Þjónustuhóps aldraðra á Suðurnesjum. Fundurinn fór fram mánudaginn 19. mars 2018.
  Afgreiðsla: Fundargerðir lagðar fram til kynningar. 

   

 2. Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja: 13. fundur – 1707007
  Fundargerð 13. fundar Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja. Fundurinn fór fram mánudaginn 22. febrúar 2018.
  Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar. 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:40 

Hólmfríður Skarphéðinsdóttir sign
Fríða Stefánsdóttir sign
Daði Bergþórsson sign
Magnús Sigfús Magnússon sign
Sigrún Árnadóttir sign