694. fundur bæjarráðs

Home/Bæjarráð/694. fundur bæjarráðs
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

Fundargerð 694. fundar
bæjarráðs,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
8. maí 2018 og hófst hann kl. 17:00

 

Fundinn sátu: Hólmfríður Skarphéðinsdóttir formaður, Fríða Stefánsdóttir, Daði Bergþórsson, Magnús Sigfús Magnússon og Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Guðjón Þ. Kristjánsson.

1. Sandgerðishöfn: suðurbryggja: stálþil – 1708003
Frá 15. fundi hafnarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 17. apríl 2018 og 390. fundi bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar miðvikudaginn 2. maí 2018, 22. mál.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir tilboðum sem borist hafa í verkið, viðbrögðum siglingasviðs Vegagerðarinnar og hafnarráðs Sandgerðisbæjar við þeim.
Forseti lagði fram tillögu þess efnis að málinu verði vísað til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði og var það samþykkt.Gestur fundarins var Fannar Gíslason frá siglingasviði Vegagerðarinnar og var hann í símasambandi við fundarmenn.

Bæjarstjóri fór yfir stöðu málsins.

Afgreiðsla:
Bæjarráð samþykkir að taka lægsta tilboði að upphæð kr. 105.851.500,-.
Bæjarstjóra er falið að undirrita samning um verkið.
 
2. Rockville: þróun svæðis og skipulag – 1804026
Erindi Airport City dags. 18. apríl 2018.
Frá 496. fundi húsnæðis- skipulags- og byggingaráðs Sandgerðisbæjar fimmtudaginn 3. maí 2018, 5. mál.
Ráðið tekur vel í þær hugmyndir sem settar eru fram í erindinu og leggur til að farið verði í frekari viðræður um þróun svæðisins. Vísað til umfjöllunar í bæjarráði.Bæjarstjóri fór yfir málið.
Afgreiðsla:
Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra húsnæðis- skipulags- og byggingasviðs að fylgja málinu eftir.
 
3. Búmenn: drög að samkomulagi við Sandgerðisbæ – 1804002
Frá 390. fundi bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar miðvikudaginn 3. maí 2018, 4. mál.
Bæjarstjórn vísar málinu til frekari vinnslu í bæjarráði.Fyrir fundinum liggja drög að samkomulagi milli Búmanna og Sandgerðisbæjar

Bæjarstjóri fór yfir drögin.

Afgreiðsla:
Bæjarráð samþykkir fram lagt samkomulag við Búmenn.
 
4. Framboð til bæjarstjórnar: beiðni um stuðning – 1805004
Erindi J- listans í sameinuðu sveitarfélagi, dags. 2. maí 2018 þar sem farið er fram á styrk vegna framboðs listans í komandi sveitarstjórnarkosningum sem fram fara þann 26. maí n.k.

Bæjarstjóri fór yfir málið.

Afgreiðsla:
Bæjarráð samþykkir framlög til framboða við kosningar í sameinuðu sveitarfélagi.
Framlagið skal vera samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun og skiptast jafnt á milli hinna fjögurra samþykktu framboða sem fram eru komin.
 
5. Sandgerðisbær: skóladagatöl 2018-2019 / leikskóli – 1804067
Frá 390. fundi bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar miðvikudaginn 2.maí 2018, 18. mál.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu Hólmfríðar Skarphéðinsdóttur þess efnis að tillögu skólastjóra leikskólans Sólborgar um lokun skólans milli jóla og nýárs verði vísað til vinnslu í bæjarráði.Fjallað var um lokun leikskólans milli jóla og nýárs.
Afgreiðsla:
Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi skóladagatöl.
Bæjarráð vísar tillögu skólastjóra leikskólans Sólborgar um lokun skólans milli jóla og nýárs til samræmingar í nýju sveitarfélagi.
 
6. Hafnasamband Íslands: samstarf við Fiskistofu – 1805009
Erindi framkvæmdastjóra Hafnasambands Íslands dags. 4. maí 2018 þar sem hann sendir til umsagnar drög að samstarfsyfirlýsingu milli Hafnasambands Íslands og Fiskistofu um framkvæmd vigtarmála. Þess er óskað að umsögn um drögin berist eigi síðar en 18. maí 2018.

Bæjarstjóri fór yfir málið.

Afgreiðsla:
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við drögin.
7. Söngvaskáld á Suðurnesjum: styrkbeiðni – 1805008
Tónlistarröðin “Söngvaskál á Suðurnesjum 2018” óskar eftir styrk Sandgerðisbæjar að upphæð kr. 50.000,- til kynningar á ríkum tónlistararfi Suðurnesjamanna.
Afgreiðsla:
Bæjarráð hafnar erindinu.
 
8. Skákfélagið Hrókurinn: beiðni um styrk – 1805007
Erindi Skákfélagsins Hróksins dags. 12. apríl 2018 vegna 20 ára afmælis félagsins þar sem skýrt er frá heimsóknum í öll sveitarfélög landsins í tilefni afmælisins.
Óskað er eftir stuðningi sveitarfélaga við Skákfélagið Hrókinn og verkefni þess.
Afgreiðsla:
Bæjarráð hafnar erindinu.
 
9. Afsal á forkaupsrétti: yfirlýsing – 1805001
Erindi Guðjóns Guðmundssonar dags. 25. apríl 2018 vegna afsals Sandgerðisbæjar á forkaupsrétti að skipinu Birgir GK 2438.
Afgreiðsla:
Bæjarráð afsalar Sandgerðisbæ rétti til forkaups á fiskiskipinu Birgi GK-071, skipaskrárnúmer 2438, samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða nr. 116/2006.
 
10. Sandgerðisdagar 2018: samningur um verkefnastjórn – 1804017
Frá 390. fundi bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar miðvikudaginn 2. maí 2018, 10. mál.
Frá 18. fundi atvinnu-, ferða- og menningarráðs Sandgerðisbæjar miðvikudaginn 18. apríl 2018, 2. mál (sjá 19. mál í þessari fundargerð).
Atvinnu- ferða- og menningarráð fagnar því að samningar hafi náðst við Guðnýju K. Snæbjörnsdóttur um verkefnastjórn fyrir Sandgerðisdaga 2018.
Atvinnu- ferða- og menningarráð leggur til við bæjarstjórn að litaskiptingu bæjarins verði hætt, en fólk hvatt til að skreyta hjá sér í öllum regnbogans litum. Lita- og ljósagleði verði einkennisorð Sandgerðisdaga 2018.
Daði Bergþórsson leggur til að tillögu um litaskiptingu á Sandgerðisdögum verði vísað til nýrrar bæjarstjórnar með hugmynd um að tillagan verði afgreidd í íbúakosningu.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir tillögu Daða Bergþórssonar með atkvæðum Daða Bergþórssonar, Guðmundar Skúlasonar, Fríðu Stefánsdóttur og Ólafs Þórs ólafssonar. Hólmfríður Skarphéðinsdóttir greiðir atkvæði gegn tllögunni og Sigursveinn B. Jónsson og Magnús S. Magnússon sitja hjá.
Bæjarstjórn vísar samningi við Guðnýju K. Snæbjörnsdóttur um verkefnastjórn fyrir Sandgerðisdaga 2018 til kynningar í bæjarráði.
Afgreiðsla:
Lagt fram til kynningar.
Niðurstöðu bæjarstjórnar er vísað til fullnaðarafgreiðslu í nýju byggðarráði nýs sveitarfélags.
 
11. Hjúkrunarheimili: umsókn og samstarf 2018 – 1804021
Erindi Reykjanesbæjar til velferðarráðuneytisins dags. 27. apríl 2018. Um er að ræða umsókn um heimild til að byggja nýtt 60 rýma hjúrunarheimili á Nesvöllum í Reykjanesbæ.
Erindinu fylgja fjölmargar ályktanir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum um málið.
Afgreiðsla:
Lagt fram til kynningar.
 
12. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum: ársreikningur 2017 – 1804036
Ársreikningur Sambands sveitarfélag á Suðurnesjum 2017.
Afgreiðsla:
Lagt fram til kynningar.
 
13. Sandgerðishöfn: launakjör, vinnufyrirkomulag. – 1802020
Bæjarráð fór yfir málið
Afgreiðsla:
Til kynningar.
14. Öldungaráð Suðurnesja: fundur 23.04.2018 – 1801019
Fundargerð stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja.
Fundurinn fór fram mánudaginn 23. apríl 2018.
Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.
 
15. Samband íslenskra sveitarfélaga: 859. fundur – 1804004
Fundargerð 859. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundurinn fór fram föstudaginn 27. apríl 2018.
Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.
16. Hafnasamband Íslands: 403. fundur – 1706115
Fundargerð 403. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.
Fundurinn fór fram mánudaginn 23. apríl 2018.
Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.
 
17. Sameining sveitarfélaga: 10. 11. og 12. fundur – 1711028
Fundargerð 10. fundar stjórnar til undirbúnings sameiningar sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðisbæjar.
Fundurinn fór fram miðvikudaginn 11. apríl 2018.Fundargerð 11. fundar stjórnar til undirbúnings sameiningar sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðisbæjar.
Fundurinn fór fram miðvikudaginn 18. apríl 2018.

Fundargerð 12. fundar stjórnar til undirbúnings sameiningar sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðisbæjar.
Fundurinn fór fram fimmtudaginn 16. apríl 2018.

Afgreiðsla:
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
 
18. Heklan, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja: 63. og 64. fundur – 1802018
Fundargerð 63. fundar Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja.
Fundurinn fór fram föstudaginn 9. mars 2018.Fundargerð 64. fundar Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja.
Fundurinn fór fram föstudaginn 27. apríl 2018.
Afgreiðsla:
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:40

Hólmfríður Skarphéðinsdóttir sign    Fríða Stefánsdóttir sign
 Daði Bergþórsson sign    Magnús Sigfús Magnússon sign