390. fundur bæjarstjórnar

Home/bæjarstjórn/390. fundur bæjarstjórnar
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

Fundargerð 390. fundar
bæjarstjórnar,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
2. maí 2018 og hófst hann kl. 17:00

 

Fundinn sátu: Ólafur Þór Ólafsson forseti, Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, Sigursveinn B. Jónsson, Fríða Stefánsdóttir, Guðmundur Skúlason, Daði Bergþórsson, Magnús Sigfús Magnússon og Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Guðjón Þ. Kristjánsson.

1. Ársreikningur 2017: seinni umræða – 1803027
Frá 389. fundi bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 3. apríl 2018, 2. mál (sjá 27. mál í þessari fundargerð).
Ársreikningi Sandgerðisbæjar 2017 er vísað til síðari umræðu á fundi bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar miðvikudaginn 2. maí 2018.Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri fór yfir ársreikninginn. Jafnframt var endurskoðunarskýrsla dags. 2. maí 2018 lögð fram.
Bæjarstjóri lagði fram samantekt; Sandgerðisbær A- og B- hluti Rekstrarreikningur árin 2008 – 2017.Forseti lagði fram tillögu að bókun bæjarstjórnar.

Til máls tóku: SÁ, HS, FS, DB, GS, MSM, SBJ, ÓÞÓ.

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir ársreikning Sandgerðisbæjar fyrir árið 2017 samhljóða.
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu.
Bæjarstjórn vísar samantekt bæjarstjóra; Sandgerðisbær A- og B- hluti Rekstrarreikningur árin 2008 – 2017 til kynningar í bæjarráði.Bókun bæjarstjórnar:
Það er með stolti sem bæjarstjórn Sandgerðisbæjar staðfestir ársreikninga ársins 2017 með rekstrarafgangi upp á 30 milljónir króna og skuldaviðmiði sem stendur í 153%. Íbúar Sandgerðisbæjar og starfsfólk sveitarfélagsins hafa lagt mikið á sig til að ná þessum árangri undir samhentri forystu bæjarstjórnar síðustu tvö kjörtímabilin. Á sama tíma og skuldir hafa verið lækkaðar og rekstur bættur hefur náðst að standa vörð um blómlegt samfélag og góða þjónustu.
2. Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2018 viðaukar – 1707006
Frá 693. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 24. apríl 2018 (sjá 26. mál í þessari fundargerð).
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðauki nr. 2 og viðauki nr. 3 við fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2018 verði samþykktir í samræmi við 2. mgr. 35. gr., 58. gr. og 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Um er að ræða útgjöld í málaflokki 22 (breyting lífeyrisskuldbindinga) sem hækka um 3,9 millj. kr. og útgjöld í málaflokki 13 (atvinnumál) sem hækka um 1 millj. kr.
Afgreiðsla:
Í samræmi við 2. mgr. 35. gr., 58. gr. og 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 samþykkir bæjarstjórn Sandgerðisbæjar viðauka nr 2 og nr. 3 við Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2018-2021.
Um er að ræða viðauka nr. 2, Breyting lífeyrisskuldbindinga, deild 2201, tegund 15121, upphæð 3,9 millj. kr. og viðauka nr. 3, Náttúrustofa Suðvesturlands deild 1382, tegund 9991, upphæð 1 millj. kr.
3. Félagsþjónusta: niðurgreiðsla til dagforeldra – 1802019
Frá 691. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 27. mars 2018, 4. mál.
Bæjarráð staðfestir tillögu félagsþjónustu um hækkun á niðurgreiðslu gjalda til daggæslu í kr. 50.000,-.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs um hækkun á niðurgreiðslu gjalda til daggæslu í kr. 50.000,-.
4. Búmenn: drög að samkomulagi við Sandgerðisbæ. – 1804002
Frá 692. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 10. apríl 2018, 4. mál (sjá 25. mál í þessari fundargerð).
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samkomulagi á grundvelli fyrirliggjandi tillagna og gagna og leggja til staðfestingar fyrir bæjarstjórn.Fyrir fundinum liggja drög að samkomulag milli Búmanna og Sandgerðisbæjar, samþykkt fyrir húsfélag eigenda fasteignarinnar Suðurgata 17-21, Sandgerði og samþykkt fyrir húsfélag eigenda fasteignarinnar Miðnestorgi 3 Sandgerði.Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.

Hólmfríður Skarphéðinsdóttir leggur til að málinu verði vísað til frekari vinnslu í bæjarráði.

Til máls tóku: SÁ, HS, MSM.

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn vísar málinu til frekari vinnslu í bæjarráði.
5. Tjarnargata 4: Skýlið – 1706116
Frá 692. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 10. apríl 2018, 5. mál (sjá 25. mál í þessari fundargerð).
Bæjarráð leggur til að Knattspyrnudeild Reynis verði bættur sá skaði sem félagið hefur orðið fyrir vegna þess forsendubrests sem varð þegar ekki reyndist unnt að standa við samkomulag við félagið um afnot af efri hæð húseignarinnar Tjarnargötu 4 eins og samþykkt hafði verið frá og með 1. janúar 2018.Sigursveinn B. Jónsson og Fríða Stefánsdóttir véku af fundi vegna tengsla við aðila málsins. Í þeirra stað tóku Kristinn Halldórsson og Sæunn G. Guðjónsdóttir sæti við afgreiðslu málsins.Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.

Til máls tóku: SÁ, MSM, HS, ÓÞÓ, DB, GS.

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir með sex atkvæðum B-, D- og S- lista að bæta Knattspyrnudeild Reynis skaða að upphæð kr. 520.000,- vegna forendubrests við leigu á Tjarnargötu 4. Fulltrúi H-lista greiðir atkvæði gegn afgreiðslu málsins.
6. Bílastæðasjóður Sandgerðisbæjar: fulltrúi í stjórn. – 1804022
Lagt fram að Stefán Jónsson taki sæti Hlyns Sigurðssonar í stjórn Bílastæðasjóðs Sandgerðisbæjar.

Til máls tóku: MSM, ÓÞÓ:

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn skipar Stefán Jónsson í stjórn Bílastæðasjóðs Sandgerðisbæjar í stað Hlyns Sigurðssonar sbr. 10. tölulið í B-hluta 47. gr. Samþykkta um stjórn og fundarsköp Sandgerðisbæjar.
7. Sandgerðishöfn: dýpkun innsiglingar – 1803008
Frá 15. fundi hafnarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 17. apríl 2018, 5. mál (sjá 22. mál í þessari fundargerð).
Hafnarráð lýsir yfir ánægju með samantekt og tillögur um stækkun innsiglingarrennu Sandgerðishafnar. Hafnarráð leggur til að unnið verði að því að stækkun insiglingarrennunnar verði sett á samgönguáætlun og að sótt verði um fjármagn í Hafnabótasjóð til framkvæmda til viðhalds innsiglingarinnar og stækkun innsiglingarrennunnar.Fyrir fundinum liggur minnsblað Vegagerðarinnar um stækkun á innsiglingarrenu í Sandgerðishöfn.Forseti lagði fram tillögu um að málinu verði vísað til nýrrar bæjarstjórnar, enda um meiriháttar fjárfestingarvekefni að ræða sem er eðlilegt að tekin sé ákvörðun um í nýju sveitarfélagi.

Til máls tóku: SÁ, DB, MSM, HS, GS, SBJ, ÓÞÓ.

Afgreiðsla:
Tillaga forseta er samþykkt samhljóða.
Bæjarstjórn fagnar frumkvæði Hafnarráðs í málinu.
8. Sandgerðisbær: afskriftir þjónustugjalda. – 1803028
Frá 693. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 24. apríl 2018, 2. mál (sjá 26. mál í þessari fundargerð).
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að afskriftir að upphæð 5.2 millj. kr. vegna þjónustugjalda og annarra gjalda verði samþykktar samkvæmt fram lögðum gögnum.Gögn um afskrifir liggja fyrir fundinum.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir afskriftir að upphæð 5.2 millj. kr. vegna þjónustugjalda og annarra gjalda samkvæmt fram lögðum gögnum.
9. Sandgerðishöfn: afskriftir. – 1706065
Frá 691. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 27. mars 2018, 8. mál.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að afskriftir að upphæð 3.392.584 kr. verði samþykktar við Sandgerðishöfn samkvæmt fram lögðum gögnum.Gögn um afskrifir við Sandgerðishöfn liggja fyrir fundinum.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir afskriftir að upphæð 3.392.584 kr. við Sandgerðishöfn samkvæmt fram lögðum gögnum.
10. Sandgerðisdagar 2018: tillaga frá Atvinnu-, ferða- og menningarráði – 1804017
Frá 18. fundi atvinnu-, ferða- og menningarráðs Sandgerðisbæjar miðvikudaginn 18. apríl 2018, 2. mál (sjá 19. mál í þessari fundargerð).
Atvinnu- ferða- og menningarráð fagnar því að samningar hafi náðst við Guðnýju K. Snæbjörnsdóttur um verkefnastjórn fyrir Sandgerðisdaga 2018.
Atvinnu- ferða- og menningarráð leggur til við bæjarstjórn að litaskiptingu bæjarins verði hætt, en fólk hvatt til að skreyta hjá sér í öllum regnbogans litum. Lita- og ljósagleði verði einkennisorð Sandgerðisdaga 2018.Daði Bergþórsson leggur til að tillögu um litaskiptingu á Sandgerðisdögum verði vísað til nýrrar bæjarstjórnar með hugmynd um að tillagan verði afgreidd í íbúakosningu.Til máls tóku: FS, GS, DB, HS.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir tillögu Daða Bergþórssonar með atkvæðum Daða Bergþórssonar, Guðmundar Skúlasonar, Fríðu Stefánsdóttur og Ólafs Þórs ólafssonar. Hólmfríður Skarphéðinsdóttir greiðir atkvæði gegn tllögunni og Sigursveinn B. Jónsson og Magnús S. Magnússon sitja hjá.
Bæjarstjórn vísar samningi við Guðnýju K. Snæbjörnsdóttur um verkefnastjórn fyrir Sandgerðisdaga 2018 til kynningar í bæjarráði.
11. Félagsþjónustan: skýrsla vegna úttektar – 1801035
Frá 693. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 24. apríl 2018, 4. mál (sjá 26. mál í þessari fundargerð).
Bæjarráð þakkar fyrir vel unna skýrslu um barnavernd.
Bæjarráð leggur til að boðað verði til fundar allra bæjarfulltrúa og fulltrúa fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga þar sem farið verði yfir efni skýrslunnar.
Fundurinn verði boðaður þann 17. maí 2018.
Málið verður tekið aftur á dagskrá bæjarráðs á fundi þess þann 22. maí 2018.Forseti lagði fram tillögu þess efnis að málinu verði vísað til vinnslu í bæjarráði.Fríða Stefánsdóttir benti á að ársfundur Þekkingarseturs Suðurnesja er dagsettur 17. maí 2018 og endurskoða þarf tímasetningu fundar um skýrsluna.

Til máls tóku: ÓÞÓ, FS

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn tekur undir þakkir bæjarráðs fyrir vel unna skýrslu um barnavernd og vísar málinu til vinnslu í bæjarráði þann 22. maí 2018 að loknum kynningarfundi fyirir bæjarstjórnarfólk og nefndarfólk.
12. Fjölmenningarstefna Sandgerðisbæjar – 1706044
Frá 693. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 24. apríl 2018, 7. mál (sjá 26. mál í þessari fundargerð).
Bæjarráð þakkar góða vinnu við fjölmenningarstefnu sveitarfélagsins og vísar drögunum og Verkefnaáætlun 2018 – 2019 til umræðu í bæjarstjórn.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn tekur undir þakkir bæjarráðs fyrir góða vinnu að fjölmenningarstefnu og vísar henni til afgreiðslu hjá nýrri bæjarstjórn í nýju sveitarfélagi.
13. Refa- og minkaveiðar: reglur um refa- og minkaveiði: umsóknir um leyfi – 1803011
Frá 693. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 24. apríl 2018, 8. mál (sjá 26. mál í þessari fundargerð).
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglur um refa og minkaveiði í Sandgerðisbæ verði samþykktar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Páll Þórðarson verði ráðinn veiðimaður Sandgerðisbæjar samkvæmt reglum um refa og minkaveiði í Sandgerðisbæ.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir reglur um refa og minkaveiði í Sandgerðisbæ.
Bæjarstjórn samþykkir ráðningu Páls Þórðarsonar sem veiðimanns Sandgerðisbæjar.
14. Listatorg: samstarfssamningur 2018 – 1804019
Frá 693. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 24. apríl 2018, 9. mál (sjá 26. mál í þessari fundargerð).
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningur við Listatorg verði samþykktur og bæjarstjóra falið að undirrita hann.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir samning Sandgerðisbæjar við Listatorg og felur bæjarstjóra að undirrita hann.
15. Kvenfélagið Hvöt: samstarfssamningur 2018 – 1804018
Frá 693. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 24. apríl 2018, 11. mál (sjá 26. mál í þessari fundargerð).
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningur við Kvenfélagið Hvöt verði samþykktur og bæjarstjóra falið að undirrita hann.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir samning Sandgerðisbæjar við Kvenfélagið Hvöt og felur bæjarstjóra að undirrita hann.
16. Reynir Sandgerði: knattspyrnudeild – 1804030
Frá 693. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 24. apríl 2018, 10. mál (sjá 26. mál í þessari fundargerð).
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að knattspyrnudeild Reynis verði veittur sérstakur styrkur að upphæð kr. 2.000.000,- til að jafna út fyrirframgreiðslu starfsstyrks frá árinu 2017 og koma til móts við uppsafnaðan rekstrarvanda deildarinnar. Þá telur bæjarráð að vanda verði betur við gerð ársreikninga deildarinnar þannig að þeir sýni raunverulega stöðu hverju sinni og telur að taka verði á þeim þætti sérstaklega þegar bæjarfélag og íþróttafélag gera samninga sín á milli í framtíðinni. Bæjarstjóra er falið að kalla fulltrúa deildarinnar á sinn fund og fara yfir þetta mál.Sigursveinn B. Jónsson og Fríða Stefánsdóttir véku af fundi vegna tengsla við aðila málsins. Í þeirra stað tóku Kristinn Halldórsson og Sæunn G. Guðjónsdóttir sæti við afgreiðslu málsins.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir með sex atkvæðum B-, D- og S- lista að knattspyrnudeild Reynis verði veittur sérstakur styrkur að upphæð kr. 2.000.000,- til að jafna út fyrirframgreiðslu starfsstyrks frá árinu 2017 og koma til móts við uppsafnaðan rekstrarvanda deildarinnar.
Fulltrúi H- lista greiðir atkvæði gegn samþyktinni.
17. Vettvangsheimsókn stjórnenda grunnskóla til Póllands – 1804023
Frá 693. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 24. apríl 2018, 13. mál (sjá 26. mál í þessari fundargerð).
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að skólastjórnendum Grunnskólans í Sandgerði verði veittur styrkur samtals að upphæð 140.000 til vettvangsheimssóknar til Brwinów í Póllandi í júní 2018.Sigursveinn B. Jónsson og Fríða Stefánsdóttir véku af fundi vegna tengsla við aðila málsins. Í þeirra stað tóku Kristinn Halldórsson og Sæunn G. Guðjónsdóttir sæti við afgreiðslu málsins.Til máls tóku: MSM, SÁ.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að veita skólastjórnendum Grunnskólans í Sandgerði styrk að upphæð 140.000 til vettvangsheimsóknar til Brwinów í Póllandi í júní 2018.
18. Sandgerðisbær: skóladagatöl 2018-2019 – 1804067
Frá 311. fundi Fræðsluráðs Sandgerðisbæjar mánudaginn 23. apríl 2018, 1., 2. og 7. mál (sjá 23. mál í þessari fundargerð).
Fyrir fundinum liggja:
Skóladagatal Leikskólans Sólborgar 2018-2019, Skóladagatal Tónlistarskóla Sandgerðis 2018-2019 og Skóladagatal Grunnskólans í Sandgerði 2018-2019.Hólmfríður Skarphéðinsdóttir leggur til að tillögu skólastjóra leikskólans Sólborgar um lokun skólans milli jóla og nýárs verði vísað til vinnslu í bæjarráði.Til máls tók: HS.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu HS. þess efnis að tillögu skólastjóra leikskólans Sólborgar um lokun skólans milli jóla og nýárs verði vísað til vinnslu í bæjarráði.
Bæjarstjórn vísar skóladagatölum Leikskólans Sólborgar 2018-2019, Tónlistarskóla Sandgerðis 2018-2019 og Grunnskólans í Sandgerði 2018-2019 til kynningar í bæjarráði.
19. Atvinnu-, ferða- og menningarráð: fundargerð 18. fundar – 1804068
Fundargerð 18. fundar atvinnu- ferða- og menningarráðs Sandgerðisbæjar.
Fundurinn fór fram miðvikudaginn 18. apríl 2018.
Afreiðsla:
Fundargerð staðfest samhljóða.
1. mál: 17. júní.
Bæjarstjórn samþykkir að bæjarráð verði upplýst um gang mála varðandi 17. Júní 2018
2. mál: Sandgerðisdagar 2018 – 1804017. Sjá 10. mál í þessari fundargerð.
3. mál: Kvenfélagið Hvöt: samstarfssamningur 2018 – 1804018. Sjá 15 mál í þessari fundargerð.
4. mál: Listatorg: samstarfssamningur 2018 – 1804019. Sjá 14 mál í þessari fundargerð.
6. mál: Björgunarbáturinn Þorsteinn.
Bæjarstjórn tekur undir ánægju atvinnu- ferða- og menningarráðs vegna styrks til varðveislu björgunarbátsins Þorsteins.
20. Fjölskyldu- og velferðarnefnd Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga: 138. fundur – 1801011
Fundargerð 138. fundar fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga.
Fundurinn fór fram fimmtudaginn 12. apríl 2018.Fyrir fundinum liggja:
Fjárhagsaðstoð 2017 – allt árið.
Sí- og endurmenntunaráætlun félagsþjónustu Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga.
Minnisblað um fjölda barnaverndarmála.Til máls tóku:
Afreiðsla:
Fundargerð staðfest samhljóða.
21. Frístunda-, forvarna- og jafnréttisráð: fundargerð 42. fundar – 1801025
Fundargerð 42. fundar frístunda- forvarna- og jafnréttisráðs Sandgerðisbæjar.
Fundurinn fór fram þriðjudaginn 17. apríl 2018.Til máls tóku:
Afreiðsla:
Fundargerð staðfest samhljóða.
22. Hafnaráð: 15. fundur – 1801005
Fundargerð 15. fundar hafnarráðs Sandgerðisbæjar.
Fundurinn fór fram þriðjudaginn 17. apríl 2018.
Afreiðsla:
Fundargerð staðfest samhljóða.
5. mál: Sandgerðishöfn: suðurbryggja: stáþil
Bæjarstjóri gerði grein fyrir tilboðum sem borist hafa í verkið, viðbrögðum siglingasviðs Vegagerðarinnar og hafnarráðs Sandgerðisbæjar við þeim.
Forseti lagði fram tillögu þess efnis að málinu verði vísað til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði og var það samþykkt.
Til máls tóku: SÁ, HS, FS, MSM, SBJ, GS, ÓþÓ.
6. mál: Sandgerðishöf: dýpkun innsiglingar – 1803008. Sjá 7. mál í þessari fundargerð.
23. Fræðsluráð: 312. fundur – 1802035
Fundargerð 312. fundar fræðsluráðs Sandgerðisbæjar.
Fundurinn fór fram mánudaginn 23. apríl 2018.
Afreiðsla:
Fundargerð staðfest samhljóða.
1. mál: Skóladagatal 2018-2019 – Leikskólinn. Sjá 18. mál í þessari fundargerð.
2. mál: Skóladagatal 2018-2019 – Tónlistarskólinn. Sjá 18. mál í þessari fundargerð.
7. mál: Skóladagatal 2018-2019 – Grunnskólinn. Sjá 18. mál í þessari fundargerð.
24. Húsnæðis-, skipulags- og byggingaráð: 496. fundur – 1801031
Fundargerð húsnæðis- skipulags- og byggingaráðs Sandgerðisbæjar.
Fundurinn fór fram miðvikudaginn 25. apríl 2018.
Afreiðsla:
Fundargerð staðfest samhljóða.
25. Bæjarráð Sandgerðisbæjar: 692. fundur – 1801021
Fundargerð 692. fundar bæjarráðs Sandgerðisbæjar.
Fundurinn fór fram þriðjudaginn 10. apríl 2018.
Afreiðsla:
Fundargerð staðfest samhljóða.
4. mál: Búmenn: húsfélög/rekstrarkostnaður Varðan/Miðhús – 1804002. Sjá 4. mál í þessari fundargerð.
5. mál: Tjarnargata 4: Skýlið – 1706116. Sjá 5. mál í þessari fundargerð.
26. Bæjarráð Sandgerðisbæjar: 693. fundur – 1801021
Fundargerð 693. fundar bæjarráðs Sandgerðisbæjar.
Fundurinn fór fram þriðjudaginn 24. apríl 2018.
Afreiðsla:
Fundargerð staðfest samhljóða.
1. mál: Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2018: viðaukar – 1707006. Sjá 2 mál í þessari fundargerð.
2. mál: Sandgerðisbær: afskriftir þjónustugjalda. – 1803028 Sjá 8. mál í þessari fundargerð.
4. mál: Félagsþjónustan: skýrsla vegna úttektar – 1801035. Sjá 11. mál í þessari fundargerð.
7. mál: Fjölmenningarstefna Sandgerðisbæjar: drög til afgreiðslu – 1706044. Sjá 12.mál í þessari fundargerð.
8. mál: Refa- og minkaveiðar: drög að reglum vegna leyfa: umsóknir um leyfi – 1803011. Sjá 13. mál í þessari fundargerð.
9. mál: Listatorg: samstarfssamningur 2018 – 1804019. Sjá 14. mál í þessari fundargerð.
10. mál: Reynir Sandgerði: knattspyrnudeild – 1804030. Sjá 16. mál í þessari fundargerð.
11. mál: Kvenfélagið Hvöt: samstarfssamningur 2018 – 1804018. Sjá 15. mál í þessari fundargerð.
13. mál: Vettvangsheimsókn: Pólland; Brwinów og Sandgerðisbær – 1804023. Sjá 17. mál í þessari fundargerð.
27. Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar: 389. fundur – 1801004
Fundargerð 389. fundar bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar.
Fundurinn fór fram þriðjudaginn 3. apríl 2018.
Afreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:30

Ólafur Þór Ólafsson sign    Hólmfríður Skarphéðinsdóttir sign
 Sigursveinn B. Jónsson sign    Fríða Stefánsdóttir sign
 Guðmundur Skúlason sign    Daði Bergþórsson sign
 Magnús Sigfús Magnússon sign