15. fundur Hafnaráðs

Home/Hafnaráð/15. fundur Hafnaráðs
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

Fundargerð 15. fundar
Hafnarráð,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
17. apríl 2018.

Fundinn sátu:
Reynir Sveinsson formaður, Jóhann Rúnar Kjærbo, Grétar Mar Jónsson, Magnús Sigfús
Magnússon, Katrín Júlía Júlíusdóttir, Daði Bergþórsson og Sigrún Árnadóttir.

Fundargerð ritaði: Sigrún Árnadóttir. Hafnarstjóri/bæjarstjóri

1. Sandgerðishöfn og Fiskmarkaður Suðurnesja: samstarf um vigtun og fl. (Ragnar Kristjánsson framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Suðurnesja mætir) – 1706065
Lögð var fram samantek vegna upphafsfundar sem haldinn var vegna samnings og samstarfs við Fiskmarkaðs Suðurnesja og Sandgerðishafnar.
Ragnar Kristjánsson framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Suðurnesja.
Hafnarstjóri, verkefnastjóri hafnarinnar og framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Suðurnesja fóru yfir samstarfið og svöruðu spurningum hafnarráðs, einnig fór Ragnar yfir starfsemi fiskmarkaðsins og horfum í rekstri þeirra. Lagði hann áherslu á gagnkvæman hag af samstarfi hafnar og Fiskmarkaðs. Hafnarráð lýsir ánægju með samvinnu og gagnkvæman hag beggja aðila af henni.

2. Ársreikningur Sandgerðishanfar 2017 – drög – 1803027
Lögð voru fram drög að ársreikningi Sandgerðishafnar og gerð grein fyrir helstu niðurstöðum reksturs. Umræður voru um ársreikninginn.
Lagt fram til kynningar.

3. Sandgerðishöfn 2018: yfirlit yfir fyrstu mánuði ársins, rafmagnsskráningarkerfi – 1706065
Verkefnastjóri hafnarinnar gerði grein fyrir starfseminni það sem af er ári. Tekjur fyrstu tvo mánuði ársins námu tæpum 13,5 mkr. en voru á sama tíma í fyrra 13,6 mkr. þrátt fyrir verkfall. Árið 2016 námu tekjur á sama tíma 21,5 mkr. Mars mánuður lofar góðu og má búast við að þær nemi 13 mkr. en voru í fyrra 10,7 mkr.
en árið 2016 voru þær 13 mkr. Einnig var lagður fram samningur vegna rafmagnsskráningarkerfis og greint frá stöðu þess máls.
Málið var rætt.

4. Sandgerðishöfn: innsiglingarmastur – 1706153
Greint var frá stöðu mála vegna tjóns sem varð á innsiglingarmastri í ágúst 2014. Málið var þingfest 11. apríl sl. og mætt var fyrir stefnda í málinu. Stefnda var gefinn frestur til að skila inn greinargerð til 23. maí nk. Lagt fram til kynningar.

5. Sandgerðishöfn: suðurbryggja: stlálþil – 1708003
Gerð var grein fyrir útboði vegna stálþils. Alls bárust 4 tilboð. Áætlun Vegagerðarinnar við kostnað er tæpar 125 mkr. Tilboðin sem bárust eru á bilinu 105 mkr. til ríflega 162 mkr. Samkvæmt útboði verður lægsta tilboði tekið að því gefnu að það uppfylli öll skilyrði.

6. Sandgerðishöfn: dýpkun innsiglingar – 1803008
Fyrir fundinum lágu gögn frá Vegagerðinni um stækkun innsiglingarrennu Sandgerðishafnar. Úttektin var gerð að beiðni Sandgerðisbæjar. Hafnarráð lýsir yfir ánægju með samantekt og tillögur um stækkun innsiglingarrennu Sandgerðishafnar. Hafnarráð leggur til að unnið verði að því að stækkun insiglingarrennunnar verði sett á samgönguáætlun og að sótt verði um fjármagn í Hafnabótasjóð til framkvæmda til viðhalds innsiglingarinnar og stækkun innsiglingarrennunnar. framkvæmdarinnar.

7. Hafnasamband Íslands: fundargerðir 400, 401. – 1706115
Fundargerðir 400 og 401 fundar stjórnar Hafnasambands Íslands voru lagðar fram.
Lagt fram til kynningar.

8. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga: fundargerðir 2017/2018 – 1706130
Fyrir fundinum lágu fundargerðir stjórnar samtaka sjávarútvegssveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert.

Reynir Sveinsson sign
Jóhann Rúnar Kjærbo sign
Grétar Mar Jónsson sign
Magnús Sigfús Magnússon sign
Katrín Júlía Júlíusdóttir sign
Daði Bergþórsson sign
Sigrún Árnadóttir sign