Bæjarráð 690. fundur

Home/Bæjarráð/Bæjarráð 690. fundur
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

Fundargerð 690. fundar
bæjarráðs,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
15. mars 2018 og hófst hann kl. 17:00

 

Fundinn sátu: Hólmfríður Skarphéðinsdóttir formaður, Fríða Stefánsdóttir, Daði Bergþórsson, Magnús Sigfús Magnússon og Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði:  Guðjón Þ. Kristjánsson.

1.   Íbúðasvæði sunnan Sandgerðisvegar: Tillaga að deiliskipulagi 2018: drög – 1706225
Frá 494. fundi húsnæðis- skipulags- og byggingaráðs Sandgerðisbæjar miðvikudaginn 14. mars 2018, 1. mál.
Kanon arkitektum er falið að vinna skipulagshugmyndir áfram í samráði við skipulagsfulltrúa og umræður á fundinum.Fyrir fundinum liggja drög að deiliskipulagstillögu fyrir svæðið sunnan Sandgerðisvegar frá 2008 með breytingum mars 2018 ásamt fornleifaskráningu vegna deiliskipulagsins.
Gestir
Jón Ben Einarsson sviðsstjóri húsnæðis- skipulags- og byggingasviðs Sandgerðisbæjar.
Afgreiðsla:
Málið er áfram í vinnslu.
2.   Aðalskipulag Sandgerðisbæjar 2010-2024:Tillaga að breytingu 2018. – 1803019
Frá 494. fundi húsnæðis- skipulags- og byggingaráðs Sandgerðisbæjar miðvikudaginn 14. mars 2018, 2. mál.
Nefndin samþykkir framlagða verkefnis- og matslýsingu aðalskipulagsbreytinga sbr. 1. mgr. 30. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs til afgreiðslu.Jón Ben Einarsson fór yfir tillöguna.
Gestir
Jón Ben Einarsson sviðsstjóri húsnæðis- skipulags- og byggingasviðs Sandgerðisbæjar.
Afgreiðsla:
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu húsnæðis- skipulags- og byggingaráðs Sandgerðisbæjar og samþykkir framlagða verkefnis- og matslýsingu aðalskipulagsbreytinga sbr. 1. mgr. 30. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
3.   Svæðisskipulag Suðurnesja: breytingar – 1802012
Frá 388. fundi bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 6. mars 2018.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa málinu til umfjöllunar í húsnæðis-, skipulags- og byggingarráði og til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.Frá 494. fundi húsnæðis- skipulags- og byggingaráðs Sandgerðisbæjar miðvikudaginn 14. mars 2018, 10. mál.
Húsnæðis- skipulags- og byggingaráð gerir ekki athugasemdir við breytingartillögur á Svæðisskipulagi Suðurnesja sem samþykktar voru á fundi svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja 31. janúar 2018 og samþykkir fyrir sitt leyti kynningu á lýsingu.
Gestir
Jón Ben Einarsson sviðsstjóri húsnæðis- skipulags- og byggingasviðs Sandgerðisbæjar.
Afgreiðsla:
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við breytingartillögur á Svæðisskipulagi Suðurnesja sem samþykktar voru á fundi svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja 31. janúar 2018 og samþykkir fyrir sitt leyti kynningu á lýsingu.
4.   Sameining sveitarfélaga: tillaga að sameiningu – 1711028
Frá 8. fundi stjórnar til undirbúnings sameiningar sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðisbæjar miðvikudaginn 14. mars 2018, 5. mál: Staðfesting sameiningar.
Samþykkt að fela RR og BG að senda bréf með eftirfarandi til Sveitarstjórnarráðuneytisins:
Undirbúningsstjórn sameiningar Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs samþykkja að sameining sveitarfélagana taki gildi með eftirfarandi hætti:* Sameining framangreindra sveitarfélaga skal taka gildi hinn 10. júní 2018.
* Hið sameinaða sveitarfélag skal taka yfir allt það land sem nú tilheyrir Sandgerðisbæ og Sveitarfélaginu Garði.
* Íbúar sveitarfélaganna beggja skulu vera borgarar hins sameinaða sveitarfélags.
* Eignir, skuldir, réttindi og skyldur sem tilheyra þessum sveitarfélögum skulu falla til hins sameinaða sveitarfélags.
* Skjöl og bókhaldsgögn beggja sveitarfélaga skulu afhent hinu sameinaða sveitarfélagi til varðveislu.
* Kosið verður til sveitarstjórnar hins sameinaða sveitarfélags 26. maí 2018, sbr. ákvæði laga um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998.
* Kjósa skal níu fulltrúa í sveitarstjórn hins sameinaða sveitarfélags, sbr. 11. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011.
* Sveitarstjórn Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs kjósa sameiginlega þrjá fulltrúa í yfirkjörstjórn og þrjá til vara. Kjörstjórnir þær sem kosnar voru í upphafi yfirstandandi kjörtímabils skv. 14. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998, skulu vera undirkjörstjórnir við kosningarnar nema annað verði ákveðið.
* Stjórnsýsluheiti hins sameinaða sveitarfélags verður auglýst sérstaklega.

Samþykkt að fela bæjarráðum sveitarfélaganna að taka málið til afgreiðslu og umsagnar

Afgreiðsla:
Bæjarráð samþykkir samhljóða tillögu undirbúningsstjórnar frá 8. fundi sem haldinn var 14. mars 2018 um með hvaða hætti sameining Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs taki gildi.
5.   Taramar: leigusamningur (trúnaðarmál) – 1706071
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.
Afgreiðsla:
Niðurstaða málsins var skráð á bls. 30 í trúnaðarbók bæjarstjórnar.
6.   Golfklúbbur Sandgerðis: umsókn um styrk til greiðslu fasteignagjalda – 1803009
Golfklúbbur Sandgerðis sækir um styrk til greiðslu fasteignaskatts samkvæmt 2. málsgrein 5. greinar laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, 7. grein reglugerðar um fasteignaskatt nr. 1160/2005 og reglum bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar um styrkveitingar til greiðslu fasteignaskatts frá 10. janúar 2012.
Erindinu fylgir greinargerð frístunda- og forvarnarfulltrúa Sandgerðisbæjar um málið.
Afgreiðsla:
Bæjarráð samþykkir að veita Golfklúbbi Sandgerðis styrk vegna greiðslu fasteignaskatts samkvæmt reglum bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar um styrkveitingar til félagasamtaka vegna greiðslu fasteignaskatts frá 10. janúar 2012.
7.   Frumvarp til laga: mál til umsagnar – 1706249
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir tillögu til þingsályktunar um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga til umsagnar , 200. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 28. mars nk.
Afgreiðsla:
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsögn við frumvarpið í samræmi við umræður á fundinum.
8.   Ráðning aðstoðarskólastjóra við Grunnskólann í Sandgerði – 1803003
Fyrir fundinum lá samantekt bæjarstjóra vegna ráðningar aðstoðarskólastjóra við Grunnskólann í Sandgerði sem auglýst laus til umsóknar nýverið. Tvær umsóknir bárust um starfið, frá Bylgju Baldursdóttur og Lilju Dögg Friðrkisdóttur.
Bylgja Baldursdóttir hefur verið ráðin aðstoðarskólastjóri.
Lagt fram til kynningar.
9.   Opin fundur um heilbrigðismál – 1801019
Öldungaráð Suðurnesja boðar til opins fundar um stöðu heilbrigðismála á Suðurnesjum. Fundurinn verður í Bíósal DUUS húsa föstudaginn 6.apríl 2018 kl 14:00.
Afgreiðsla:
Lagt fram til kynningar.
10.   Samband ísenskra sveitarfélaga: ráðstefna CEMR: boðsbréf – 1803010
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 5 mars 2018 þar sem vakin er athygli á ráðstefnu fyrir evrópska sveitarstjórnarmenn um málefni sem tengjast jafnréttis-; innflytjenda- og mannréttindamálum. Ráðstefnan er á vegum CEMR, Evrópusamtaka sveitarfélaga og svæða. Ráðstefnan fer fram í Bilbao, Spáni 11.-13. júní nk. í samstarfi við Bilbaoborg og basneska sveitarfélagasambandið.
Afgreiðsla:
Lagt fram til kynningar.
11.   Lánasjóður sveitarfélaga: aðalfundur 2018 – 1803006
Boðað er til aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga föstudaginn 23. mars 2018.
Afgreiðsla:
Lagt fram til kynningar.
Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri situr fundinn fyrir hönd Sandgerðisbæjar.
12.   Sameining sveitarfélaga: fundargerðir 7. og 8. fundar stjórnar til undirbúnings stofnunar sameinaðs sveitarfélags – 1711028
Fundargerð 7. fundar stjórnar til undirbúnings sameiningar sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðisbæjar.
Fundurinn fór fram miðvkudaginn 28. febrúar 2018.
Fundargerð 8. fundar stjórnar til undirbúnings sameiningar sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðisbæjar.
Fundurinn fór fram miðvkudaginn 14. mars 2018.
Afgreiðsla:
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
13.   Persónuverndarreglur 2018 – 1710007
Fundargerð fundar lögfræðingahóps Sambands íslenskra sveitarfélaga um persónuvernd.
Fundurinn fór fram föstudaginn 23. febrúar 2018
Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.
14.   Þjónustuhópur aldraðara: 113. fundur – 1803004
Fundargerð 113. fundar þjónustuhóps aldraðra á Suðurnesjum.
Fundurinn fór fram fimmtudaginn 22. febrúar 2018.
Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.
15.   Heilbrigðisnefnd Suðurnesja: 267. fundur – 1802006
Fundargerð 267. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja.
Fundurinn fór fram fimmtudaginn 1. mars 2018.
Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Eftirtöldum aðilum var veitt starfsleyfi í Sandgerðisbæ. Gildistími 21 ár:
– Lagardére Travel Retail ehf., kt. 610814-0690, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 235 Keflavíkurflugvelli til að reka matsölustað (Mathús, 2. hæð í N-byggingu)
– Lagardére Travel Retail ehf., kt. 610814-0690, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 235 Keflavíkurflugvelli til að reka matsölustað (Mathús, 1. hæð í S-byggingu)
– Lagardére Travel Retail ehf., kt. 610814-0690, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 235 Keflavíkurflugvelli til að reka bar (Loksins bar, 1. hæð í S-byggingu)
– Lagardére Travel Retail ehf., kt. 610814-0690, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 235 Keflavíkurflugvelli til að reka bar (Loksins bar, 2. hæð í N-byggingu)
– Lagardére Travel Retail ehf., kt. 610814-0690, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 235 Keflavíkurflugvelli til að reka matsölustað (Segafredo)
– Lagardére Travel Retail ehf., kt. 610814-0690, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 235 Keflavíkurflugvelli til að reka matvöruverslun án vinnslu (Pure Food Hall)
– Lagardére Travel Retail ehf., kt. 610814-0690, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 235 Keflavíkurflugvelli til að reka matvöruverslun án vinnslu (Kvikk)
– Lagardére Travel Retail ehf., kt. 610814-0690, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 235 Keflavíkurflugvelli til að reka matsölustað (Nord)
– Samherji fiskeldi ehf., kt. 610406-1060, Hafnargötu 3, 245 Sandgerði til að reka fiskvinnslu.
16.   Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum: 729. fundur – 1801020
Fundargerð 729. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Fundurinn fór fram 7. mars 2018.
Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.

Hólmfríður Skarphéðinsdóttir sign   Fríða Stefánsdóttir sing
Daði Bergþórsson sign   Magnús Sigfús Magnússon sign
Sigrún Árnadóttir sign