388. fundur bæjarstjórnar

Home/bæjarstjórn/388. fundur bæjarstjórnar
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

Fundargerð 388. fundar
bæjarstjórnar,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
mars 2018 og hófst hann kl. 17:00

 

Fundinn sátu: Ólafur Þór Ólafsson forseti, Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, Sigursveinn B. Jónsson, Fríða Stefánsdóttir, Guðmundur Skúlason, Magnús Sigfús Magnússon, Eyjólfur Ólafsson, Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri.

 Forseti óskaði heimildar fundarins til að leggja fyrir fundinn mál nr 1801021 :  Bæjarráð Sandgerðisbæjar: Tillag um breytingu á fundartíma 690. fundar bæjarráðs. Var það samþykkt samhljóða og tekið inn í dagskrá sem 1. mál. Önnur mál færast aftur í númeraröð sem því nemur.

Fundargerð ritaði:  Jóna María Viktorsdóttir.

1.   Bæjarráð Sandgerðisbæjar: Tillaga um breytingu á fundartíma 690. fundar bæjarráðs – 1801021
Fyrir fundinum liggur tillaga um breytingu á fundartíma bæjarráðs. Lagt er til að reglubundinn fundur bæjarráðs 13. mars verði frestað til 15. mars kl. 17.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir tillögu um að færa næsta reglubundna fund bæjarráðs til 15. mars.
2.   Yfirkjörstjórn: skipan – 1803001
Kosning yfirkjörstjórnar skv. 14.gr. laga um kosningar til sveitarstjórna.
Fyrir fundinum liggur bréf frá Stjórn til undirbúnings sameiningar sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðisbæjar, þar sem því er beint til bæjarstjórna sveitarfélaganna að kosin verði sameiginleg yfirkjörstjórn þriggja fulltrúa og þriggja til vara vegna sveitarstjórnarkosninga í maí nk. Vísað er í 14. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna. Í erindinu kemur fram að gert sé ráð fyrir að kjörstjórnir sem voru kjörnar í upphafi yfirstandandi kjörtímabils verði undirkjörstjórnir við komandi kosningar.Borin var upp tillaga frá forsetum bæjarstjórna Sveitarfélagsins Garðs og Sandgerðisbæjar um að eftirtalin verði kjörin í yfirkjörstjórn:

Aðalmenn: Jenný K. Harðardóttir formaður, Pétur Brynjarsson og Guðjón Þ. Kristjánsson
Varamenn: Jóhann Geirdal, Guðbjörg Gabríelsdóttir, Elsa G. Guðjónsdóttir

Til máls tóku: FS, HS, ÓÞÓ.
Afgreiðsla:
Bæjarstórn samþykkir að yfirkjörstjórn sé skipuð eftirfarandi einstaklingum:
Aðalmenn: Jenný K. Harðardóttir formaður, Pétur Brynjarsson og Guðjón Þ. Kristjánsson
Varamenn: Jóhann Geirdal, Guðbjörg Gabríelsdóttir, Elsa G. Guðjónsdóttir
3.   Lögreglusamþykkt: sveitarfélög á Suðurnesjum: seinni umræða – 1711004
Á 385. fundi bæjarstjórnar var sameiginleg lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélög í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum lögð fram til fyrri umræðu sbr. 15. gr. samþykkta um stjórn og fundarsköp Sandgerðisbæjar.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða sameiginlega lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélög í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Samþykktin er sett með vísan í reglugerð um lögreglusamþykktir nr. 1127/2007 og 1. gr. laga nr. 36/1988 um lögreglusamþykktir.
4.   Aðgerðaráætlun gegn einelti/ofbeldi/kynbundnu áreiti – 1801029
Frá 41. fundi frístunda-, forvarna- og jafnréttisráðs 20.02.2018. “FFJ leggur til við bæjarstjórn að Sandgerðisbær bæti við ákvæði í samstarfssamninga við íþrótta- og tómstundafélög í bænum um að félögin setji sér siðareglur, viðbragðsáætlanir og fræði sitt fólk um ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi. Þá skulu viðbragðsáætlanir gera ráð fyrir að óháðir fagaðilar grípi inn í ef slíkt mál kemur upp. Sandgerðisbær skal hafa umsjón með að þessum ákvæðum sé fylgt og fjárveitingar skilyrðast við það.”
Til máls tók: SBJ, HS.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn tekur undir tillögu frístunda-, forvarna- og jafnréttisráðs til bæjarstjórnar um að sett verði ákvæði í samstarfssamninga við íþrótta- og tómstundafélög um að þau setji sér siðareglur, viðbragðsáætlanir og vísar henni til nýrrar bæjarstjórnar.
5.   Félagsþjónusta: niðurgreiðsla til dagforeldra – 1802019
Frá 688. fundi bæjarráðs 13.2.2018. Fyrir fundinum lá minnisblað Unu Bjarkar Kristófersdóttur, félagsráðgjafa Félagsþjónustu Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga vegna beiðni um endurskoðun á niðurgreiðslu til dagforeldra.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að niðurgreiðsla til dagforeldra verði hækkuð í kr. 50.000,-.
Til máls tók: SÁ, HS, ÓÞÓ.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn frestar málinu og vísar því til afgreiðslu í bæjarráði.
6.   Styrkbeiðnir til Sandgerðisbæjar 2018: Kvennakór Suðurnesja – 1706235
Frá 688. fundi bæjarráðs 13.2.2018. Fyrir fundinum lá erindi frá Kvennakór Suðurnesja með ósk um styrk frá Sandgerðisbæ í tilefni af 50 ára afmæli kórsins 22. febrúar 2018.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Kvennakór Suðurnesja verði veittur styrkur að upphæð kr. 50.000,-.
Til máls tók: HS.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir að veita Kvennakór Suðurnesja styrk að upphæð 50 þúund kr. og óskar þeim jafnframt til hamingju með 50. ára afmælið.
7.   Golfklúbbur Sandgerðis: Viðgerð á vélargeymslu: beiðni um styrk – 1711021
Frá 688. fundi bæjarráðs 13.2.2018. Fyrir fundinum lá greinargerð og tillaga Rutar Sigurðardóttur frístunda- og forvarnafulltrúa Sandgerðisbæjar að byggingu vélargeymslu hjá Golfklúbbi Sandgerðis.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samið verði við Golfklúbb Sandgerðis um aðstoð við uppbyggingu á vélargeymslu á golfvelli félagsins
Til máls tók: HS.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn vísar tillögunni til frekari vinnslu í bæjarráði.
8.   Framkvæmdir: Fráveita: Útrás og hreinsistöð við Norðurgarð – 1706095
Frá 689. fundi bæjarráðs sem haldinn var 27.02.2018. Fyrir fundinum lá minnisblað og kostnaðarmat frá VSÓ ráðgjöf vegna framkvæmda við útrás fráveitu og dælustöð.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og umhverfis- og tæknifulltrúa að undirbúa útboð vegna framkvæmdar við útrás og dælustöð fráveitu. Bæjarráð leggur áherslu á að verkinu verði lokið 2018.
Bæjarstjóra er falið að gera viðauka við fjárhagsáætlun vegna fyrirsjáanlegs kostnaðar umfram áætlun sem lagður verður fyrir bæjarstjórn.Fyrir bæjarstjón liggur tillaga að viðauka 1 vegna framkvæmdanna.
Til máls tók: ÓÞÓ, GS, MSM, HS, SÁ, FS, SBJ.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun vegna aukins kostnaðar við dælustöð og útrás fráveitu og felur bæjarstóra að senda hann til bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Garðs til kynningar.
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu.
9.   Dýraverndunarfélagið Villikettir – 1802027
Frá 689. fundi bæjarráðs 27.02.2018. Fyrir fundinum lá greinargerð og tillaga bæjarstjóra og umhverfis- og tæknifulltrúa vegna óska Dýraverndurnarfélagsins Villikatta um samning um samstarf við Sandgerðisbæ. Einnig lá fyrir lýsing á aðferðafræði félagsins, kynning á félaginu og fyrirmynd að samningi.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gerður verði samningur til eins árs við Dýraverndunarfélagið Villiketti og að framlag bæjarins verði 150.000 kr.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að gerður verði samningur til eins árs við Dýraverndunarfélagið Villiketti og að framlag Sandgerðisbæjar til samningsins verði 150.000 kr.
10.   Svæðisskipulag Suðurnesja: breytingar – 1802012
Fyrir fundinum lá erindi frá Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja vegna breytinga á skipulaginu með ósk um að aðilar að samstarfi um svæðisskipulag veiti samþykki fyrir kynningu á lýsingu fyrirhugaðra breytinga.
Til máls tók: EÓ, SÁ, ÓÞÓ, HS.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa málinu til umfjöllunar í húsnæðis-, skipulags- og byggingarráði og til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.
11.   Kjörstjórn: fundur haldinn 5. febrúar 2018 – 1711006
Fyrir fundinum lá fundargerð kjörstjórnar dags. 5.02.2018.
Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.
12.   Fræðsluráð: 311. fundur – 1802035
Fundargerð 311. fundar Fræðsluráðs Sandgerðisbæjar fundurinn fór fram mánudaginn 19. janúar 2018.
Til máls tók: HS.
Afgreiðsla:
8. mál Bæjarstjórn samþykkir að Skóladagatöl leik-, grunn-, og tónlistarskóla komi til kynningar í bæjarráði og leytast verði eftir því
að þau verði samræmd sem kostur er.
9. mál Bæjarstjórn þakkar Elínu Yngvadóttur fyrir störf sín við Grunnskólann í Sandgerði.
Fundargerð staðfest samhljóða.
13.   Frístunda-, forvarna- og jafnréttisráð: 41. fundur – 1801025
Fundargerð 41. fundar frístunda-, forvarna- og jafnréttisráð Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram 20. febrúar 2018. 1. mál Viðurkenning FFJ 1801006. 2. mál: Viðbragðsáætlanir gegn ofbeldi í íþróttahreyfingunni – 1801029. Sjá 3. mál í þessari fundargerð.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn óskar Margréti Guðrúnu Svavarsdóttur til hamingju með titilinn íþróttamaður ársins í Sandgerði 2017 og öðru tilnefndu íþróttafólki einnig óskar bæjarstórn Elísabetu Þórarinsdóttur til hamingju með viðurkenningu fyrir vel unnin störf í íþrótta- og æskulýðsmálum.
Fundargerð staðfest samhljóða.
14.   Bæjarráð Sandgerðisbæjar 688. fundur – 1801021
Fundargerð 688. fundar bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 13. febrúar 2018. 2. mál: Félagsþjónusta: niðurgreiðsla til dagforeldra – 1802019. Sjá 5. mál í þessari fundargerð. 3. mál: Kvennakór Suðurnesja: beiðni um styrk – 17060235. Sjá 6. mál í þessari fundargerð. 4. mál: Golfklúbbur Sandgerðis: vélageymsla – 1711021. Sjá 7. mál í þessari fundargerð.
Afgreiðsla:
Fundargerð staðfest samhljóða.
15.   Bæjarráð Sandgerðisbæjar: 689. fundur – 1801021
Fundargerð 689. fundar bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 27. febrúar 2018. 1. mál: Framkvæmdir: útrás og hreinsistöð við Norðurgarð – 1706095. Sjá 8. mál í þessari fundargerð. 3. mál: Dýraverndunarfélagið Villikettir: erindi og tillaga – 1802027. Sjá 9. mál í þessari fundargerð.
Afgreiðsla:
Fundargerð staðfest samhljóða.
16.   Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar: 387. fundur – 1801004
Fundargerð 387. fundar bæjarstórnar Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 6. febrúar 2018.
Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:55

Ólafur Þór Ólafsson sign
Fríða Stefánsdóttir sign
Sigursveinn B. Jónsson sign
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir sign
Guðmundur Skúlason sign
Eyjólfur Ólafsson sign
Magnús S. Magnússon sign
Sigrún Árnadóttir sign