493. fundur Húsnæðis-, skipulags- og byggingaráðs

Home/Húsnæðis-, skipulags-, byggingarráð/493. fundur Húsnæðis-, skipulags- og byggingaráðs
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

493. fundur
Húsnæðis-, skipulags- og byggingaráðs,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
17. janúar 2018 og hófst hann kl. 17:30

Fundinn sátu:
Kristinn Halldórsson Formaður, Sævar Sigurðsson, Eyjólfur Ólafsson, Jón Sigurðsson, Haukur Andreasson áheyrnarfulltrúi, Reynir Þór Ragnarsson og Jón Ben Einarsson.
Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson. sviðsstjóri umhverfis-, skipulags- og byggingamála

1. Þinghóll 1: umsókn um lóð – 1710038
Heimir Hávarðsson sækir um lóðina Þinghól 1 undir byggingu einbýlishúss.
Samþykkt

2. Lækjamót 65: umsókn um byggingarleyfi – 1710040
Þroskahjálp sækir um byggingarleyfi fyrir byggingu 5 einstaklingsíbúða að Lækajamótum 65. Erindið hefur áður verið kynnt á fyrri fundum ráðsins. Samþykkt af byggingarfulltrúa 3.11.2017.
Ráðið gerir ekki athugasemd við afgreiðslu byggingarfulltrúa.

3. Garðvegur 3b: Umsókn um byggingarleyfi fyrir smáhýsi – 1801022
Sandgerðisbær sækir um byggingarleyfi fyrir 4 smáhýsi að Garðvegi 3b sem ætluð eru til tímabundinnar notkunar sem félagslegt húsnæði.
Byggingarfulltrúa falið að afgreiða byggingarleyfi.

4. Þinghóll 10: Umsókn um byggingarleyfi: Einbýlishús – 1712001
Jit Khorachai sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishús.
Byggingarfulltrúa falið að afgreiða byggingarleyfi.

5. Hólabrekka: umsókn um byggingarleyfi: vélaskemma o.fl. – 1711022
Eigendur Hólabrekku sækja um byggingarleyfi fyrir vélaskemmu á jörð sinni skv. meðfylgjandi gögnum.
Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að afgreiða byggingarleyfi.

6.Víkurbraut 9: Umsókn um stöðuleyfi: Gámur sem vinnuskúr, efnisgeymsla og kaffistofa meðan á endurbótum húss stendur – 1706114
Eigandi húss óskar eftir framlengingu stöðuleyfis skv. meðfylgjandi fylgigögnum.
Byggingarfulltrúa falið að hafna erindinu.

7. Vallargata 21: Óleyfisframkvæmdir – 1801023
Framkvæmdir standa yfir við hús án tilskilinna leyfa. Byggingarfulltrúi kynnir aðgerðir.
Málið komið í ferli. Byggingarfulltrúi kynnti aðgerðir.

8. Sandgerðisbær: Framkvæmdir 2018 – 1801024
Fyrirhugaðar framkvæmdir 2018 kynntar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:00

Kristinn Halldórsson, sign
Sævar Sigurðsson, sign
Eyjólfur Ólafsson, sign
Jón Sigurðsson, sign
Haukur Andreasson, sign
Reynir Þór Ragnarsson, sign
Jón Ben Einarsson, sign