687. fundur bæjarráðs

Home/Bæjarráð/687. fundur bæjarráðs
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

687. fundur bæjarráðs,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
23. janúar 2018 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu:
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir formaður, Fríða Stefánsdóttir, Daði Bergþórsson, Magnús Sigfús Magnússon, Elín Björg Gissurardóttir varamaður og Sigrún Árnadóttir Bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Þ. Kristjánsson.

1. Sandgerðishöfn: undanþága Neytendastofu: Vigtun afla – 1706065
Frá 670. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar mánudaginn 15. maí 2017. Fyrir fundinum liggur samantekt bæjarstjóra og fjármálastjóra Sandgerðisbæjar vegna stöðugilda, samnings við Fiskmarkað og fl. Fyrir fundinum liggur beiðni Sandgerðishafnar til neytendastofu dags. 15. janúar 2018 um undanþágu frá 3. gr. reglna nr. 650/2007 og svar Neytendastofu dags. 17. janúar 2018. Einnig drög að samningi um samstarf milli Sandgerðishafnar og Fiskmarkaðar Suðurnesja hf. Hólmfríður Skarphéðinsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls vegna tengsla við aðila málsins. Elín Björg Gissurardóttir tók sæti Hólmfríðar á fundinum og Fríða Stefánsdóttir stýrði fundi við afgreiðslu málsins. Bæjarstjóri fór yfir málið.
Afgreiðsla: Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að drög að samningi Sandgerðishafnar og Fiskmarkaður Suðurnesja hf. um samstarf verði samþykktur.

2. Lífeyrisskuldbindingar: Brú: Samkomulag um uppgjör – 1801003
Fyrir fundinum liggur greinargerð bæjarstjóra vegna uppgjörs lífeyrisskuldbindinga og samkomulags og skuldabréfa við Brú lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga. KPMG var fengið til þess að yfirfara útreikninga á kostnaði Sandgerðisbæjar vegna samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um lífeyrissjóðsuppgjör. Þann 16. janúar samþykkti stjórn Brúar að frestur til uppgjörs yrði framlengdur til 15. febrúar 2018. Bæjarstjóri fór yfir málið.
Afgreiðsla: Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram í málinu og vísar því til bæjarstjórnar.

3. Félagslegar íbúðir 2017 – 1707015
Frá 681. fundi Bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 24. október 2017. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram í málinu. Fyrir fundinum liggur tillaga frá félagsþjónustu Sandgerðisbæjar til lausnar húsnæðisvanda. Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.
Afgreiðsla: Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram í málinu og óskar eftir frekari upplýsingum fyrir næsta fund ráðsins. Málið er áfram í vinnslu.

4. Aðgerðaráætlun gegn einelti/ofbeldi/kynbundnu áreiti – 1801029
Aðilar vinnumarkaðarins hafa, ásamt fulltrúum ríkis og sveitarfélaga, undirritað sameiginlega viljayfirlýsingu gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustað. Halldór
Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, undirritaði fyrir hönd sveitarfélaga.
Öllum stendur til boða að gerast aðilar að viljayfirlýsingunni með rafrænni undirritun á vef vinnueftirlitsins. Eru sveitarfélög og stofnanir þeirra hvött til að
kynna sér málið. Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.
Afgreiðsla: Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóra og stjórnendum stofnanna Sandgerðisbæjar verði falið að undirrita fyrir hönd Sandgerðisbæjar rafræna viljayfirlýsingu um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Málinu er vísað til frístunda- forvarna- og jafnréttisráðs.

5. Íþróttamaður ársins 2017 – 1801006
Frá 40. fundi frístunda- forvarna- og jafnréttisráðs Sandgerðisbæjar miðvikudaginn 10. janúar 2018.
Afgreiðsla: Afgreiðslu frestað. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

6. Starfsmannamál: vinnustaðagreining – 1801030
Fyrir fundinum liggja hugmyndir Maskínu að vinnustaðargreiningu fyrir Sandgerðisbæ og Sveitarfélagið Garð. Einnig spurningalisti fyrir vinnustaðargreininguna.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

7. Félagsþjónustan: úttekt – 1801035
Fyrir fundinum liggur samantekt bæjarstjóra Sandgerðisbæjar og félagsmálastjóra vegna úttektar á starfi félagsþjónustu
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

8. Persónuverndarlöggjöf: leiðbeiningar um innleiðingu – 1710007
Þann 27. apríl 2016 skrifuðu forsetar Evrópuþingsins og -ráðsins undir nýja evrópska persónuverndarlöggjöf en löggjöfin mun taka gildi þann 25. maí 2018 í
Evrópu. Fyrir fundinum liggur erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga og leiðbeiningar Persónuverndar þar sem vinna sveitarfélaga er greind niður í fyrstu, næstu og
lokaskref ásamt tímaramma sem sambandið telur hægt að vinna eftir miðað við áætlaða gildistöku nýrra laga 25. maí 2018.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar. Vísað til stjórnar undirbúnings sameiningar Sveitarfélagsins Garðs og Sandgerðisbæjar.

9. Brunavarnaáætlun: gildistími útrunninn – 1801027
Fyrir fundinum liggur erindi Mannvirkjastofnunar þar sem vakin er athygli á að brunavarnaráætlun Sandgerðisbæjar rann út í árslok 2017 og nýja brunavarnaráætlun þarf að vinna fyrir 5. mars 2018.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar. Málið er í vinnslu.

10. Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja: fólksfjölgun á Suðurnesjum – 1712016
Erindi framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 16. janúar 2018 þar sem vakin er athygli á málþingi um fólkfjölgun og vöxt á Reykjanesi í
bráð og lengd á vegum Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja. Málþingið fer fram í Hljómahöll föstudaginn 9. febrúar 2018 og stendur frá kl. 12:00 til 15:00.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

11. Sveitastjórnarþing Evrópuráðs 2017: skýrsla – 1801034
Fyri fundinum liggur Skýrsla Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins á haustfundi 2017. Þingið ályktar um ýmis málefni sem varða sveitarstjórnarstigið, sérstaklega um
lýðræðis- og mannréttindamál, og er ályktununum eftir atvikum beint að þingi Evrópuráðsins og ráðherranefnd, svo og að ríkisstjórnum aðildarríkja Evrópuráðsins og sveitar- og svæðisstjórnum innan þeirra.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

12. Sameining sveitarfélaga: 2. fundargerð undirbúningsstjórnar – 1711028
Fundargerð 2. fundar stjórnar til undirbúnings sameiningar Sveitarfélagsins Garðs og Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 9. janúar 2018.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

13. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum: 727. fundur – 1801020
Fundargerð 727. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Fundurinn fór fram miðvikudaginn 10. janúar 2018.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

14. Öldungaráð Suðurnesja: fundargerð 8. janúar 2018 – 1801019
Fundargerð stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja. Fundurinn fór fram mánudaginn 8. janúar 2018.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

15. Sorpeyðingarstöð Suðurnesja: 488. fundur – 1801032
Fundargerð 488. fundar stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja. Fundurinn fór fram fimmtudaginn 11. janúar 2018.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

16. Brunavarnir Suðurnesja: 26. fundur – 1706267
Fundargerð 26. fundar stjórnar Brunavarna Suðurnesja. Fundurinn fór fram mánudaginn 18. desember 2017.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

17. Brunavarnir Suðurnesja: 27. fundur – 1801033
Fundargerð 27. fundar stjórnar Brunavarna Suðurnesja. Fundurinn fór fram mánudaginn 15. janúar 2018.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00

Hólmfíður Skarphéiðinsdóttir sign
Fríða Stefánsdóttir sign
Daði Bergþórsson sign
Magnús S. Magnússon sign
Elín B. Gissurardóttir sign