7. fundur atvinnu-, ferða- og menningarráðs Sandgerðisbæjar

Home/Atvinnu-, ferða- og menningarráð/7. fundur atvinnu-, ferða- og menningarráðs Sandgerðisbæjar

7. fundur

atvinnu-, ferða- og menningarráðs
Sandgerðisbæjar,

haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,

miðvikudaginn
8. júlí 2015 og hófst hann kl. 17:30

Fundinn sátu:

Lúðvík
Júlíusson formaður, Rakel Ósk Eckard, Sigurpáll Árnason, Sigurður Hilmar
Guðjónsson, Svavar Grétarsson og Guðjón Þ. Kristjánsson.

Fundargerð ritaði: Guðjón Þ.
Kristjánsson.

Dagskrá:

1.

1506051 – Sandgerðisdagar 2015

Gestur
fundarins í þessu máli var Andri Þór Ólafsson framkvæmdastjóri
Knattspyrnufélagsins Reynis.

Andri Þór fór yfir stöðu mála hvað varðar dagskrá og undirbúning
Sandgerðisdaga 2015.

Undirbúningi miðar vel og dagskráin er óðum að taka á sig mynd.

Afgreiðsla:

Atvinnu-, ferða- og menningarráð þakkar Andra Þór fyrir komuna og
upplýsingarnar.

Ráðið óskar Reynismönnum velfarnaðar í áframhaldandi undirbúningi.

2.

1506263 – Þekkingarsetur Suðurnesja: sýningar

Gestur
fundarins í þessu máli var Hanna María Kristjánsdóttir forstöðumaður
Þekkingarseturs Suðurnesja.

Hanna María fór yfir rekstur Þekkingarsetursins og lagði fram aðsóknartölur
fyrir þær sýningar sem uppi eru í safninu.

Nokkrar umræður urðu um hvernig efla mætti aðsókn að sýningum á vegum
Þekkingarsetursins.

Afgreiðsla:

Atvinnu-, ferða- og menningarráð þakkar Hönnu Maríu fyrir komuna og
greinargóðar upplýsingar um rekstur Þekkingarseturs Suðurnesja.

3.

1506257 – Atvinnuleysi: tölur

Formaður
lagði fram og fór yfir samantekt sína frá fundi sem hann ásamt fræðslu- og
menningarfulltrúa áttu með G. Írisi Guðmundsdóttur forstöðumanni
svæðisskrifstofu Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum og Margréti Arnbjörgu
Valsdóttur ráðgjafa um þróun atvinnuleysis á svæðinu og þau úrræði sem
Vinnumálastofnun hefur upp á að bjóða.

Fóru þær yfir tölulegar upplýsingar um atvinnuleysi á Suðurnesjunum og í
Sandgerði. Mikil breyting hefur orðið á stuttum tíma.

Farið var yfir helstu veikleika þeirra starfa sem í boði eru en þeir eru
meðal annars vaktavinna, krafa um bílpróf til að komast í og úr vinnu ásamt
kröfu stórra fyrirtækja á svæðinu um hreina sakaskrá.

Fulltúar Vinnumálastofnunar kynntu átak um samstarf við fyrirtæki til að efla
virkni þeirra sem eru án atvinnu. Fyrirtæki, sveitarfélög, stofnanir og
frjáls félagasamtök geta fjölgað starfsmönnum með þátttöku í
vinnumarkaðsúrræðum með ráðningu atvinnuleitanda sem er tryggður innan
atvinnuleysistryggingakerfisins í samstarfi við Vinnumálastofnun.

Fræðslu- og menningarfulltrúi mun útvega Vinnumálastofnun lista yfir
atvinnurekendur í Sandgerðisbæ.

Afgreiðsla:

Lagt fram til kynningar.

Atvinnu-, ferða- og menningarráð fagnar því að atvinnuleysi hafi almennt
farið minnkandi en bendir jafnframt á að enn er atvinnuleysi á landinu hæst á
Suðurnesum og enn er atvinnuleysi á Suðurnesjum hæst í Sandgerði.

4.

1506045 – Skilti í Sandgerðisbæ

Fræðslu-
og menningarfulltrúi lagði fram tillögur að skiltum við innakstur í bæinn við
Ósabotna og Garðskaga. Einnig vegvísa fyrir fjögur svæði í bænum og 14
bendiskilti fyrir einstaka staði.

Hann upplýsti að tillögurnar eru farnar í hönnun og tilboðsgerð hjá
fyrirtækinu Áberandi.

Afgreiðsla:

Lagt fram til kynningar.

5.

1507006 – 17. júní 2015

Minnisblað
frístunda- og forvarnafulltrúa og fræðslu- og menningarfulltrúa um framkvæmd
hátíðarhalda 17. júní 2015 og mat á árangri.

Fram kemur ánægja með framkvæmd hátíðarhaldanna og einnig koma fram tillögur
um frekari þróun þeirra á næsta ári.

Afgreiðsla:

Lagt fram til kynningar.

Atvinnu-, ferða- og menningarráð þakkar Kvenfélaginu Hvöt sérstaklega fyrir
frumkvæðið að hátíðarhöldunum en jafnframt öllum öðrum sem að komu.

Í framhaldi af minnisblaði frístunda- og forvarnafulltrúa og fræðslu- og
menningarfulltrúa ásamt fyrri umræðu í ráðinu leggur atvinnu-, ferða- og
menningaráð til að tillögur um ávarp fjallkonu og ræðu dagsins verði teknar
til umfjöllunar í bæjarráði Sandgerðisbæjar og hugsanlegur kostnaður í því
sambandi verði tekinn til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2016.

6.

1506046 – Menn og minningar úr Miðneshreppi

Samningur
Sandgerðisbæjar og Péturs Brynjarssonar um vinnu að verkefninu “Menn og
minningar úr Miðneshreppi”.

Afgreiðsla:

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:47.

Lúðvík Júlíusson sign.

Rakel Ósk Eckard sign.

Sigurpáll Árnason sign.

Sigurður Hilmar
Guðjónsson sign.

Svavar Grétarsson sign.

Guðjón Þ. Kristjánsson
sign.

[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]