695. fundur bæjarráðs

Home/Bæjarráð/695. fundur bæjarráðs
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

Fundargerð 695. fundar
bæjarráðs,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
22. maí 2018 og hófst hann kl. 17:20

 

Fundinn sátu: Hólmfríður Skarphéðinsdóttir formaður, Fríða Stefánsdóttir, Daði Bergþórsson, Magnús Sigfús Magnússon og Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Guðjón Þ. Kristjánsson.

1. Breytingar á starfstöðvum frístundastarfs og Skólasels – þarfagreining og tillögur – 1804012
Frá 693. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 24. apríl 2018, 15. mál.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins meðan frekari gagna er aflað.

Fyrir fundinum liggur þarfagreining fyrir félagsmiðstöðina Skýjaborg og Skólasel, eftirskólaúrræði Sandgerðisbæjar. Greiningin er gerð með það í huga að flytja Skólasel inn í Grunnskólann í Sandgerði og Skýjaborg út í Skólastræti 1.
Einnig liggur fyrir fundinum kostnaðaráætlun vegna breytinga og viðhalds húsnæðis í Grunnskóla og Skólastræti 1 vegna hugsanlegra flutninga.

Afgreiðsla:
Bæjarráð staðfestir tillögur um tilfærslu á starfsemi Skólasels og Skýjaborgar skv. fyrirliggjandi þarfagreiningu og að nauðsynlegar viðhaldsframkvæmdir fari fram á Skólastræti 1. Bæjarráð telur þó að Skólastræti 1 geti ekki talist framtíðaraðstaða fyrir félagsmiðstöð og huga þurfi að framtíðarlausn.
2. Uppbygging leiguhúsnæðis og vilyrði fyrir lóðarúthlutun – 1711008
Frá 389. fundi bæjarstjórnar miðvikudaginn 3. apríl 2018, 11. mál.
Bæjarstjórn tekur undir bókun bæjarráðs Sandgerðisbæjar um málið og felur bæjarstjóra og sviðsstjóra húsnæðis- skipulags- og byggingasviðs að skoða möguleika á áframhaldandi uppbygging leiguhúsnæðis í bænum.
Bæjarstjórn felur bæjarráði að fylgja málinu eftir.

Fyrir fundinum liggur tillaga bæjarstjóra og sviðsstjóra húsnæðis- skipulags- og byggingasviðs Sandgerðisbæjar um málið.
Einnig tillaga að teikningu 11 íbúða fjölbýlishúss.

Bæjarstjóri fór yfir málið.

Afgreiðsla:
Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:

“Tillaga um vilyrði fyrir lóðarúthlutun til Bjargs:
Hér með staðfestir Sandgerðisbær kt. 460269-4829, Miðnestorgi 3, 245 Sandgerði, að veita Bjargi íbúðafélagi hses., Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík, lóðarvilyrði fyrir lóð á íbúðarsvæði sunnan Sandgerðisvegar sem heimili byggingu 11 íbúða fjölbýlis, með fyrirvara um gildistöku deiliskipulags sem staðfesti lóðarafmörkun og byggingrétt.
Með lögum nr. 52/2016 um almennar íbúðir var ákveðið að sveitarfélög og ríki gætu komið að fjármögnun íbúða á leigumarkaði með framlögum til sjálfseignastofnanna eða lögaðila sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, sbr. 1. mgr. 10. gr. laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir. Bjarg íbúðafélag er slík sjálfseignastofnun og vinnur það að uppbyggingu almennra leiguíbúða á grundvelli laga nr. 52/2016 og reglugerðar nr. 555/2016.”

3. Tjarnargata 4: Drög að samningi við Knattspyrnudeild Reynis – 1706116
Fyrir fundinum liggja dög að samningi milli Sandgerðisbæjar og Knattspyrnudeildar Reynis um afnot af Tjarnargötu 4 í Sandgerði.
Afgreiðsla:
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að staðfesta fram lagðan samning.
4. Heilsuefling eldri borgara – 1801012
Fyrir fundinum liggur erindi Jórunnar Öldu Guðmundsdóttur dagsett 16. maí 2018 fyrir hönd eldri borgara í Sandgerðisbæ, um heilsueflingu eldri borgara í bæjarfélaginu.
Einnig minnisblað Rutar Sigurðardóttur frístunda- og forvarnafulltrúa um heilsueflingu eldri borgara.
Afgreiðsla:
Bæjarráð þakkar Jórunnni Öldu Guðmundsdóttur fyrir erindið.
Samkvæmt fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2018 verður verkefnið heilsuefling eldri borgara úr árið.
Bæjarráð leggur jafnframt áherslu á að verkefnið haldi áfram eftir sameiningu sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðis.
5. 17. júní 2018 – 1804016
Minnisblað frístunda- og forvarnafulltrúa og fræðslu- og menningarfulltrúa Sandgerðisbæjar um viðburði í Sandgerði á 17. júní 2018.
Afgreiðsla:
Lagt fram til kynningar.
6. Knattspyrnufélagið Reynir: erindi frá aðalstjórn vegna viðhalds fasteignar – 1711013
Erindi aðalstjórnar knattspyrnufélagsins Reynis dagsett 18. maí 2018 þar sem óskað er eftir fjárstuðningi að upphæð 2 millj. kr. til viðhalds á félagsheimili Reynis og aðstoð tæknideildar til að meta frekari viðhaldsþörf á húsinu.

Fríða Stefánsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins vegna tengsla við aðila þess. Ólafur Þór Ólafsson tók sæti hennar við afgreiðslu málsins.

Afgreiðsla:
Bæjarráði er kunnugt um að all nokkur þörf er á viðhaldi á félagsheimili Reynis á Stafnesvegi 7. Bæjarráð felur bæjarstjóra að láta vinna úttekt á viðhaldsþörfinni í samráði við aðalstjórn Reynis sem höfð verði til hliðsjónar við endurnýjun samninga og gerð fjárhagsáætlunar í haust.
7. Félagsþjónustan: Skýrsla vegna úttektar – 1801035
Frá 390. fundi bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar miðvikudaginn 2. maí 2018, 11. mál.
Bæjarstjórn tekur undir þakkir bæjarráðs fyrir vel unna skýrslu um barnavernd og vísar málinu til vinnslu í bæjarráði þann 22. maí 2018 að loknum kynningarfundi fyrir bæjarstjórnarfólk og nefndarfólk.

Formaður fór yfir málið.

Afgreiðsla:
Bæjarráð leggur áherslu á að tillögur skýrslu vegna úttektar í félagsþjónustu verði höfð að leiðarljósi í nýrri bæjarstjórn í þeirri skipulagsvinnu sem framundan er í málaflokknum.
8. Húsaleigusamningur. – 1706200
Fyrir fundinum liggur húsaleigusamningur.
Afgreiðsla:
Bæjarráð samþykkir framlengingu samnings til 1. júní 2019 með atkvæðum D- og S- lista. Fulltrúi B- lista situr hjá.
9. Menningartorg: hugmynd – 1805029
Minnisblað fræðslu- og menningarfulltrúa um “Menningartorg”, hugmynd Halldórs Lárussonar skólastjóra Tónlistarskóla Sandgerðis um að svæði milli tónlistarskóla og bókasafns Sandgerðis verði gert aðlaðandi fyrir gesti og gangandi þannig að efna mætti til viðburða á svæðinu.
Afgreiðsla:
Bæjarráð fagnar góðri hugmynd um menningartorg og felur skólastjóra tónlistskóla að fylgja málinu eftir í samráði við bæjarstjóra.
10. Dvalarheimili aldraðra Suðurnesjum: slitastjórn (gögn lögð fram á fundi) – 1706181
Gögn frá slitastjórn Dvalarheimilis aldraðra Suðurnesjum voru lögð fram á fundinum.

Fríða Stefánsdóttir fór yfir málið.

Afgreiðsla:
Bæjarráð samþykkir að slit DS fari fram með þeim hætti sem fram kemur í frumvarpi að úthlutunargerð vegna slita DS.
11. Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2018: 4 mánaða rekstraryfirlit – 1707006
Fyrir fundinum liggur rekstraryfirlit Sandgerðisbæjar frá janúar til apríl 2018.
Afgreiðsla:
Lagt fram til kynningar.
12. Sandgerðisbær:Framkvæmdir 2018 – yfirlit – 1801024
Fyrir fundinum liggur yfirlit sviðsstjóra umhverfis- skipulags- og byggingarmála Sandgerðisbæjar yfir stöðu framkvæmda í bænum þann 18. maí 2018.

Bæjarstjóri fór yfir gögnin.

Afgreiðsla:
Lagt fram til kynningar.
13. Sameining sveitarfélaga: erindi til Jöfnunarsjóðs – 1711028
Fyrir fundinum liggja:
Kostnaðaráætlun vegna Sameiningar Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs.
Greinargerð RR ráðgjafar með kostnaðaráætlun vegna Sameiningar Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs.
Bréf undirbúningsstjórnar sameiningar Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga dagsett 14. maí 2018.

Bæjarstjóri fór yfir gögnin.

Afgreiðsla:
Lagt fram til kynningar.
14. Sveitarstjórnarkosningar 2018: kynningarefni til nýrra kjósenda – 1804072
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem lýðræðisverkefnið “Ég kýs” er kynnt og sveitarfélög hvött til að taka þátt í því að efla kosningarþátttöku ungs fólks.
Erindinu fylgir efni til að nota við kynningu á kosningum fyrir ungt fólk.
Afgreiðsla:
Lagt fram til kynningar.
15. Markaðsstofa Reykjaness: framlög frá Ferðamálastofu – 1802018
Erindi Ferðamálastofu dagsett 16. maí 2018 þar sem fram kemur rökstuðningur Ferðamálastofu vegna framlags til Markaðsstofu Reykjaness.
Afgreiðsla:
Lagt fram til kynningar.
16. Samband íslenskra sveitarfélaga: landsþing 2018 – 1805023
Upplýsingar um Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fram fer 25. til 28. september 2018.
Afgreiðsla:
Lagt fram til kynningar.
17. Sameining sveitarfélaga: fundargerð 13. fundar stýrihóps – 1711028
Fundargerð 13. fundar stjórnar til undirbúnings sameiningar sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðis.
Fundurinn fór fram föstudaginn 11. maí 2018.
Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.
18. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum: fundargerð 731. fundar – 1801020
Fundargerð 731. fundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Fundurinn fór fram miðvikudaginn 9. maí 2018.
Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.
19. Svæðisskipulag Suðurnesja: fundargerð 13. fundar – 1706281
Fundargerð 13. fundar svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja.
Fundurinn fór fram mánudaginn 22. febrúar 2018.
Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.
20. Sorpeyðingarstöð Suðurnesja: 492. fundur – 1801032
Fundargerð 492. fundar stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf.
Fundurinn fór fram fimmtudaginn 17. maí 2018.
Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:10

Hólmfríður Skarphéðinsdóttir sign    Fríða Stefánsdóttir sign
 Daði Bergþórsson sign    Magnús Sigfús Magnússon sign
Sigrún Árnadóttir sign