684. fundur bæjarráðs

Home/Bæjarráð/684. fundur bæjarráðs
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

684. fundur bæjarráðs,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
28. nóvember 2017 og hófst hann kl. 17:00

 

Fundinn sátu:
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir formaður, Fríða Stefánsdóttir, Daði Bergþórsson, Svavar Grétarsson og Sigrún Árnadóttir Bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Guðjón Þ. Kristjánsson.

Dagskrá: 

1.   Sameining sveitarfélaga: samantekt frá fundi með Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti og KPMG – 1707003
Fyrir fundinum liggur Samantekt vegna fundar í Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti um sameiningarmál 22. nóvember 2017
Fyrir fundinum liggur Samantekt eftir fund með KPMG 22. nóvember 2017.Bæjarstjóri fór yfir málið.
Afgreiðsla:
Bæjarráð vísar málinu ti afgreiðslu í bæjarstjórn.
2.   Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2018-2021: seinni umræða – 1707006
Fyrir fundinum liggja:
Fjárhagsáætlun 2018-2021/2022 Greinargerð við fyrri umræðu.
Gjaldskrá 2018 Sandgerðisbæjar lokaeintak.
Gjaldskrá Sandgerðishafnar 2018 lokaeintak.
Fjárhagsáætlun 2018 Sandgerðisbær.
Fjögurra ára áætlun 2019-2022.
Starfsáætlanir 2018.Bæjarstjóri fór yfir málið.
Afgreiðsla:
Fjögurra ára áætlun Sandgerðisbæjar 2018 – 2021 er vísað til síðari umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 6. desember nk.
3.   Lóðamál: staðan í nóvember 2017 – 1706171
Farið var yfir stöðu lóðamála í Sandgerðisbæ.

Bæjarstjóri lagði fram gögn á fundinum og fór yfir þau.

Afgreiðsla:
Lagt fram til kynningar.
4.   Náttúrustofa Suðvesturlands: samningur – 1711017
Fyrir fundinum liggur erindi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dagsett 14. nóvember 2017:
Náttúrustofa Suðvesturlands: samningur um rekstur: framlenging gildistíma.
Afgreiðsla:
Bæjarráð leggur til að gildistími samnings Sandgerðisbæjar við Náttúrustofu Suðvesturlands verði framlengdur til ársloka 2018.
5.   Grunnskólinn í Sandgerði: reglur um gjafir – 1711005
Fyrir fundinum liggja drög að reglum um kynningar, auglýsingar og gjafir í Grunnskólanum í Sandgerði.
Einnig bókun fræðsluráðs Sandgerðisbæjar frá 310. fundi ráðsins 13. nóvember 2017 þar sem eftirfarandi var bókað:
9. Önnur mál
Skólastjórnendur fóru yfir reglur um kynningar, auglýsingar og gjafir til barna Grunnskólans í Sandgerði.
Fræðsluráð samþykkir reglurnar og vísar til afgreiðslu í bæjarráði.
Afgreiðsla:
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Reglur um kynningar, auglýsingar og gjafir í Grunnskólanum í Sandgerði verði samþykktar.
6.   CareOn heimaþjónustukerfi – 1711023
Fyrir fundinum liggur tillaga félagsmálastjóra Sandgerðisbæjar um CareOn heimaþjónustukerfið.
Fyrir fundinum liggur ennig bókun frá 134. fundi fjölskyldu- og velferðarnefndar Sanderðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga um CareOn heimaþjónustukerfið.
Beiðni um þátttökukostnað við innleiðingu á CareOn heimaþjónustukerfinu er vísað til bæjarráða sveitarfélaganna þriggja til afgreiðslu.Bæjarstjóri fór yfir málið.
Afgreiðsla:
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að taka upp CareOn kerfið um heimaþjónustu og hefja innleiðingu þess.
7.   Golfklúbbur Sandgerðis: Viðgerð á vélargeymslu – 1711021
Minnisblað frístunda- og forvarnafulltrúa Sandgerðisbæjar vegna beiðni Golfklúbbs Sandgerðis um styrk til viðgerða á vélageymslu.

Bæjarstjóri fór yfir málið.

Afgreiðsla:
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að lausn málsins með Golfklúbbi Sandgerðis í samræmi viðfram lagt minnisblað um málið.
8.   Byggðakvóti fiskveiðiársins 2017/2018 – 1709006
Erindi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 21. nóvember 2017 þar sem tilkynnt er um úthlutaðan byggðakvóta til Sandgerðisbæjar fyrir fiskveiðiárið 2017/2018.

Formaður og bæjarstjóri fóru yfir málið.

Afgreiðsla:
Afgreiðslu málsins er frestað og bæjarstjóra er falið að vinna frekar í því.
9.   Rekstraryfirlit janúar – október 2017.
– 1706313
Rekstraryfirlit janúar til október 2017.
Afgreiðsla:
Lagt fram til kynningar.
10.   Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið: skipun í Siglingaráð – 1711018
Erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dagsett 13. nóvember 2017 þar sem tilkynnt er um skipan Sigrúnar Árnadóttur bæjarstjóra í siglingarráð til næstu þriggja ára.
Afgreiðsla:
Lagt fram til kynningar.
11.   Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum: 722. og 723. fundir – 1706236
Fundargerð 722. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Fundurinn fór fram fimmtudaginn 16. nóvember 2017.Fundargerð 723. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Fundurinn fór fram fimmtudaginn 23. nóvember 2017.
Afgreiðsla:
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
12.   Brunavarnir Suðurnesja: 24. og 25. fundur – 1706267
Fundargerð 24. fundar stjórnar Brunavarna Suðurnesja bs.
Fundurinn fór fram mánudaginn 23. október 2017.Fundargerð 25. fundar stjórnar Brunavarna Suðurnesja bs.
Fundurinn fór fram mánudaginn 13. nóvember 2017.
Afgreiðsla:
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
13.   Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja: 10. fundur – 1707007
Fundargerð 10. fundar Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja.
Fundurinn fór fram mánudaginn 6. nóvember 2017.
Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45

Hólmfríður Skarphéðinsdóttir sign
Fríða Stefánsdóttir sign
Daði Bergþórsson sign
Svavar Grétarsson sign
Sigrún Árnadóttir sign