693. fundur bæjarráðs

Home/Bæjarráð/693. fundur bæjarráðs
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

693. fundur
bæjarráðs,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
24. apríl 2018 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu:
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir formaður, Ólafur Þór Ólafsson, Daði Bergþórsson, Magnús Sigfús Magnússon og Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Þ. Kristjánsson.

 1. Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2018: viðaukar – 1707006
Fyrir fundinum liggja viðauki nr. 2 við fjárhagsáætlun 2018 – Lífeyrisskuldbinding Brú og viðauki nr. 3 við fjárhagsáætlun 2018 – Náttúrustofa Suðvesturlands.
Bæjarstjóri fór yfir viðaukana.
Afgreiðsla:
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðauki nr. 2 og viðauki nr. 3 við fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2018 verði samþykktir í samræmi við 2. mgr. 35. gr., 58. gr. og 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Um er að ræða útgjöld í málaflokki 22 (breyting lífeyrisskuldbindinga) sem hækka um 3,9 millj. kr. og útgjöld í málaflokki 13 (atvinnumál) sem hækka um 1 millj. kr.

2. Sandgerðisbær: afskriftir þjónustugjalda. – 1803028
Fyrir fundinum liggja gögn um málið. Bæjarstjóri fór yfir gögnin.
Afgreiðsla:
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að afskriftir að upphæð 5.2 millj. kr. vegna þjónustugjalda og annarra gjalda verði samþykktar samkvæmt fram lögðum gögnum.

3. Miðnesheiði: uppbygging og atvinnuþróun: tillögur – 1712010
Fyrir fundinum liggur samantekt Ráðgjafasviðs KPMG; “Þróunarsvæði á Miðnesheiði.
Samstarf sveitarfélaga og ríkis”.
Afgreiðsla:
Bæjarráð samþykkir að veita fulltrúum Sandgerðisbæjar í hópi um atvinnu- og þróunarmöguleika á Miðnesheiði umboð til að vinna áfram eftir tillögu fjögur í skýrslu
KPMG sem kynnt var bæjarfulltrúum sveitarfélaganna sem að samstarfinu standa á fundi 16. apríl sl. Þó með þeim áherslum sem ræddar voru á fundi ráðsins.
Bæjarráð leggur áherslu á að sveitarfélögin á svæðinu eigi að minnsta kosti helmingseign í félaginu

4. Félagsþjónustan: skýrsla vegna úttektar – 1801035
Fyrir fundinum liggur úttekt Láru Björnsdóttur og Védísar Grönvold um leiðir til að efla samstarf og samvinnu þjónustueininga til hagsbóta fyrir börn í Sandgerði, Garði og Vogum. Úttektin er unnin fyrir sveitarfélögin Garð, Sandgerði og Voga vorið 2018.
Afgreiðsla:
Bæjarráð þakkar fyrir vel unna skýrslu um barnavernd. Bæjarráð leggur til að boðað verði til fundar allra bæjarfulltrúa og fulltrúum fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðis, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga þar sem farið verði yfir efni skýrslunnar. Fundurinn verði boðaður þann 17. maí 2018. Málið verður tekið aftur á dagskrá bæjarráðs á fundi þess þann 22. maí 2018.

5. Bílastæðasjóður Sandgerðisbæjar: viðauki við samning – 1804022
Fyrir fundinum liggja; Samningur um innheimtu stöðubrota og aðstöðugjalda við Flugstöð Leifs Eiríkssonar milli Sandgerðisbæjar og ISAVIA frá 26. apríl 2013 og Viðauki við samning um innheimtu stöðubrota og aukastöðugjalda við Flugstöð Leifs Eiríkssonar milli Sandgerðisbæjar og Isavia. Bæjarstjóri fór yfir málið.
Afgreiðsla:
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðauki við samning um innheimtu stöðubrota og aukastöðugjalda við Flugstöð Leifs Eiríkssonar milli Sandgerðisbæjar og Isavia verði samþykktur.

6. Hjúkrunarheimili: umsókn og samstarf 2018 – 1804021
Fyrir fundinum liggur erindi Reykjanesbæjar dags. 16. apríl 2018 þar sem eftirfarandi bókun bæjarráðs Reykjanesbæjar kemur fram: “6. Nýtt hjúkrunarheimili (2018040137)”
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa umsókn fyrir
byggingu á nýju hjúkrunarheimili á Nesvöllum.”
Samkvæmt erindinu er bæjarstjóra Reykjanesbæjar falið að kanna hvort sveitastjórnir í
Vogum, Garði, Sandgerði og Grindavík myndu vilja vera með í þeirri umsókn þar sem talið
er líklegra til árangurs að sveitarfélögin á Suðurnesjum standi saman.
Afgreiðsla:
Bæjarráð Sandgerðisbæjar ítrekar þá afstöðu sína frá 668. fundi sínum sem fór fram
25.04.2017 að sveitarfélögin á Suðurnesjum eigi sameiginlega að stefna að frekari
uppbyggingu hjúkrunarrýma fyrir aldraða við Nesvelli í Reykjanesbæ. Það er fljótlegasta
leiðin til að fjölga plássum á svæðinu og því rétt að Suðurnesjamenn sameinist um frekari
uppbyggingu á Nesvöllum til að svara þeirri brýnu þörf sem er eftir hjúkrunarrýmum. Þar
á eftir er eðlilegt að horft verði til þess að hjúkrunarrými byggist upp í nýju sameinuðu
sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs, enda verður það sveitarfélag með hátt í fjögur þúsund
íbúa og í hópi tuttugu stærstu sveitarfélaga landsins.

7. Fjölmenningarstefna Sandgerðisbæjar: drög til afgreiðslu – 1706044
Fyrir fundinum liggja drög að Fjölmenningarstefnu Sandgerðisbæjar. Bæjarstjóri fór yfir drögin.
Afgreiðsla:
Bæjarráð þakkar góða vinnu við fjölmenningarstefnu sveitarfélagsins og vísar drögunum og Verkefnaáætlun 2018 – 2019 til umræðu í bæjarstjórn.

8. Refa- og minkaveiðar: drög að reglum vegna leyfa: umsóknir um leyfi – 1803011
Fyrir fundinum liggja minnisblað Einars Friðriks Brynjarssonar um refa- og minkaveiði í Sandgerðisbæ, Drög að reglum um refa og minkaveiði í Sandgerðisbæ og skýrsla starfshóps ríkis og sveitarfélaga um framkvæmd refa- og minkaveiða. Þá liggja fyrir tvær umsóknir um leyfi til refa- og minkaveiða frá Birgi Þór Kristinssyni og Páli Þórðarsyni. Bæjarstjóri fór yfir málið.
Afgreiðsla:
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglur um refa og minkaveiði í Sandgerðisbæ verði samþykktar. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Páll Þórðarson verði ráðinn veiðimaður Sandgerðisbæjar samkvæmt reglum um refa og minkaveiði í Sandgerðisbæ.

9. Listatorg: samstarfssamningur 2018 – 1804019
Frá 18. fundi atvinnu- ferða- og menningarráðs miðvikudaginn 18. apríl 2018, 4. mál. Atvinnu- ferða- og menningarráð fagnar því að drög að samningi við Listatorg liggi fyrir og hvetur til þess að gengið verði frá honum hið fyrsta. Bæjarstjóri fór yfir samningsdrögin.
Afgreiðsla:
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningur við Listatorg verði samþykktur og bæjarstjóra falið að undirrita hann.

10. Reynir Sandgerði: knattspyrnudeild – 1804030
Fyrir fundinum liggur erindi knattspyrnudeildar Reynis dags. 20. apríl 2018 þar sem óskað er viðbótarstyrkjar fyrir starfsárið 2018.
Afgreiðsla:
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að knattspyrnudeild Reynis verði veittur sérstakur styrkur að upphæð kr. 2.000.000,- til að jafna út fyrirframgreiðslu starfsstyrks frá árinu 2017 og koma til móts við uppsafnaðan rekstrarvanda deildarinnar. Þá telur bæjarráð að vanda verði betur við gerð ársreikninga deildarinnar þannig að þeir sýni raunverulega stöðu hverju sinni og telur að taka verði á þeim þætti sérstaklega þegar bæjarfélag og íþróttafélag gera samninga sín á milli í framtíðinni. Bæjarstjóra er falið að kalla fulltrúa deildarinnar á sinn fund og fara yfir þetta mál. Magnús S. Magnússon lagði fram eftirfarandi bókun fyri hönd H- listans: Þar sem það hefur verið samhljóma álit bæjarfulltrúa Sandgerðisbæjar að greiða ekki út styrki til félagasamtaka nema lagður sé fram ársreikningur viðkomandi félags árið á
undan. Er það því umhugsunarvert hvers vegna er hægt að greiða út hluta af væntanlegan styrk fyrir árið 2018 í nóvember 2017 og hver gaf leyfi til þess gjörnings.
Einnig er alveg ótrúlegt að það skuli allt í einu koma í ljós að félagið skuli skulda svo mikið og reikningar félagsins hafa verið lagðir árlega fram. Félagið hefur fengið mjög sanngjarna umfjöllun og tekið tillit til þeirra beiðni varndi styrki undanfarið ár, sjöhundruð þúsund kr. vegna fótboltamarka 2017, aukning frá fyrri samningi um verðbóguþróun 2018, fimmhundruð þúsund kr. 2018 vegna forsendubrests til að greiða leigu og nú á að veita þeim allt að tveimur milljónum vegna þess að um óreiðu hefur verið að ræða í fjármálum félagsins undanfarin ár. Fulltrúi H- listans lýsir yfir vanþóknun á ákvörðun meirihlutans í styrkveitingum til
Knattspyrnufélagsins Reynis í aprílmánuði 2018. Magnús S. Magnússon fulltrúi H- listans.

11. Kvenfélagið Hvöt: samstarfssamningur 2018 – 1804018
Frá 18. fundi atvinnu- ferða- og menningarráðs miðvikudaginn 18. apríl 2018, 3. mál. Atvinnu- ferða- og menningarráð fagnar því að drög að samningi við Kvenfélagið Hvöt liggi fyrir og hvetur til þess að gengið verði frá honum hið fyrsta. Bæjarstjóri fór yfir samningsdrögin.
Afgreiðsla:
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningur við Kvenfélagið Hvöt verði samþykktur og bæjarstjóra falið að undirrita hann.

12. Golfklúbbur Sandgerðis: vélargeymsla: beiðni um styrk – 1711021
Frá 691. fundi bæjarráðs þriðjudaginn 27. mars 2018, 1. mál. Fyrir fundinum liggur erindi formanns Golfklúbbs Sandgerðis um stálgrindarhús á Kirkjubólsvelli.
Einnig tilboð í stálgrindarhús og kostnaðaráætlun við að reisa húsið.
Afgreiðsla:
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera samning við Golfklúbb Sandgerðis um uppbyggingu vélargeymslu á gkirkjubólsvelli sem lagður verði fyrir bæjarstjórn ásamt viðauka vegna málsins.

13. Vettvangsheimsókn: Pólland; Brwinów og Sandgerðisbær – 1804023
Erindi skólastjóra Grunnskólans í Sandgerði dags. 10. apríl 2018 varðandi fyrirhugaða vettvangsheimsókn skólastjórnenda til pólska bæjarins Brwinów og hugsanlegt frekara samstarf við yfirvöld þar. Sótt er um ferðastyrk vegna heimsóknarinnar. Bæjarstjóri fór yfir málið.
Afgreiðsla:
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að skólastjórnendum Grunnskólans í Sandgerði verði veittur styrkur samtals að upphæð 140.000 til vettvangsheimssóknar til Brwinów í Póllandi í júní 2018.

14. Lýðheilsu- og forvarnastefna – 1804025
Sameiginlegt minnisblað frístunda-, menningar- og lýðheilsufulltrúa Garðs og frístunda- og forvarnafulltrúa Sandgerðisbæjar, dags. 17. apríl 2018 þar sem gerð er tillaga um framkvæmdaáætlun við gerð lýðheilsu- og forvarnarstefnu sveitarfélags.
Afgreiðsla:
Bæjarráð telur rétt að tillaga um framkvæmdaáætlun við gerð lýðheilsu- og forvarnarstefnu sveitarfélags verði unnin áfram í nýju, sameinuðu sveitarfélagi.

15. Skólastræti 1, breytingar á starfstöðvum frístundastarfs. – 1804012
Minnisblað Rutar Sigurðardóttur frístunda- og forvarnarfulltrúa, dags. 10. apríl 2018 um breytta staðsetningu á starfsstöðvum Skólasels og Skýjaborgar við Grunnskólann í Sandgerði og Skólastræti 1. Minnisblaðið er sett fram í ljósi þess að framundan eru viðhaldsframkvæmdir í Skólastræti 1.
Afgreiðsla:
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins meðan fekari gagna er aflað.

16. Sandgerðisbær: umhverfisdagar 2018 – 1804029
Auglýsingar Sandgerðisbæjar um umhverfisdaga fyrirtækja 24. til 26. apríl 2018 og umhvefisdaga 4. til 5. maí þar sem almenningur er hvattur til að snyrta vel til í sínu nánasta umhverfi.
Afgreiðsla:
Lagt fram til kynningar.

17. Sumar 2018 – 1804007
Minnisblað Rutar Sigurðardóttur frístunda- og forvarnarfulltrúa, dags. 13. apríl 2018 um sumarstörf hjá sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis. Er þar fjallað um vinnuskóla, sumarvinnu 17 ára og eldri, sumarnámskeið, Sandgerðisfréttir og þörf á að samræma verð á slætti fyrir aldraða og öryrkja.
Afgreiðsla:
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð samþykkir að breyta verðskrá á slætti fyrir aldraða og öryrkja til samræmis við það sem er í sveitarfélaginu Garði.

18. Varasjóður Húsnæðismála: greininga á stöðu fasteigna – 1803033
Frá 692. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 10. apríl 2018, 10. mál. Lagt fram til kynningar. Málinu vísað til frekari vinnslu í bæjarráði.
Fyrir fundinum liggja: Erindi Varasjóðs húsnæðismála dags. 21. mars 2018 um könnun Varasjóðs húsnæðismála 2017. Greining KPMG á núverandi stöðu fasteigna í eigu Sandgerðisbæjar.
Afgreiðsla:
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma með tillögur út frá Greiningu KPMG á núverandi stöðu fasteigna í eigu Sandgerðisbæjar.

19. Frumvarp til laga: mál til umsagnar – 1706249
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stöðu sveitarfélaganna á Suðurnesjum, 250. mál.
Afgreiðsla:
Bæjarráð Sandgerðisbæjar telur rétt að staða Suðurnesja verði skoðuðu sérstaklega enda vöxtur á svæðinu mikill, hraður og nánast fordæmalaus í íslenskri sögu. Bæjarráð tekur því heilshugar undir þingsályktun um stöðu sveitarfélaganna á Suðurnesjum.

20. Bílastæðasjóður Sandgerðisbæjar: 5. fundur – 1804022
Fundargerð 5. fundar Bílastæðasjóðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram miðvikudaginn 11. apríl 2018.
Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.

21. Sorpeyðingarstöð Suðurnesja: fundargerðir 2018 – 1801032
Fundargerð 491. fundar stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 12. apríl 2018.
Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl. 19:30

Hólmfríður Skarphéðinsdóttir sign
Ólafur Þór Ólafsson sign
Daði Bergþórsson sign
Magnús S. Magnússon sign