692. fundur bæjarráðs

Home/Bæjarráð/692. fundur bæjarráðs
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

Fundargerð 692. fundar
bæjarráðs,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
10. apríl 2018 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu:
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir formaður, Fríða Stefánsdóttir, Daði Bergþórsson, Magnús Sigfús Magnússon og Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Guðjón Þ. Kristjánsson.

1.   Rockville: umsókn um stöðuleyfi – 1802041
Frá 389. fundi bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 3. apríl 2018, 5. mál.
Tillaga Daða Bergþórssonar um að málið verði tekið til umfjöllunar í bæjarráði er samþykkt samhljóða.

Jón Ben Einarsson sviðsstjóri húsnæðis- skipulags- og byggingasviðs Sandgerðisbæjar fór yfir málið.

Gestur:
Jón Ben Einarsson sviðsstjóri húsnæðis- skipulags- og byggingasviðs Sandgerðisbæjar.
Afgreiðsla:
Bæjarráð tekur undir álit húsnæðis- skipulags- og byggingaráðs og hafnar erindinu með atkvæðum D- og S- lista. Fulltrúi B- lista greiðir atkvæði gegn afgreiðslu málsins.
2.   Ökutækjaleigur: beiðni um umsögn – 1804006
Erindi Samgöngustofu dagsett 3. apríl 2018, þar sem óskað er umsagnar samkvæmt 2. mgr. 3. gr. laga nr. 65/2015 um ökutækjaleigur vegan umsóknar Wild Campers ehf. um að reka ökutækjaleigu að Hlíðargötu 18b í Sandgerði.

Jón Ben Einarsson sviðsstjóri húsnæðis- skipulags- og byggingasviðs Sandgerðisbæjar fór yfir málið.

Gestur:
Jón Ben Einarsson sviðsstjóri húsnæðis- skipulags- og byggingasviðs Sandgerðisbæjar.
Afgreiðsla:
Bæjarráð samþykkir að Wild Campers ehf. verði heimilað að reka ökutækjaleigu frá Byggðavegi 3 í Sandgerðisbæ.
3.   Base Parking: Beiðni afnot af malarvegi – 1804010
Samskipti húsnæðis-, bygginga- og skipulagssviðs Sandgerðisbæjar við fyrirtækið BaseParking um tímabundið leyfi fyrir malarvegi við Rósaselstorg.

Bæjarstjóri og sviðsstjóri húsnæðis- skipulags- og byggingasviðs Sandgerðisbæjar fóru yfir málið.

Gestir:
Jón Ben Einarsson sviðsstjóri húsnæðis- skipulags- og byggingasviðs Sandgerðisbæjar.
Afgreiðsla:
Bæjarráð hafnar erindinu.
4.   Búmenn: húsfélög/rekstrarkostnaður Varðan/Miðhús – 1804002
Fyrir fundinum liggja; Greinargerð og tillögur um samkomulag milli Sandgerðisbæjar og Búmanna, drög að samþykktum fyrir húsfélag eigenda fasteignarinnar Suðurgata 17-21, Sandgerði og drög að samþykktum fyrir húsfélag eigenda fasteignarinnar Miðnestorgi 3 Sandgerði.

Bæjarstjóri fór yfir málið.

Afgreiðsla:

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samkomulagi á grundvelli fyrirliggjandi tillagna og gagna og leggja til staðfestingar fyrir bæjarstjórn.

5.   Tjarnargata 4: Skýlið – 1706116
Fyrir fundinum liggur tillaga og greinargerð bæjarstjóra vegna forsendubrests á samkomulagi við Knattspyrnudeild Reynis um afnot af húsnæði að Tjarnargötu 4.
Einnig drög að samningi við Knattspyrnudeild Reyni um afnot af húsnæðinu.

Bæjarstjóri fór yfir málið.

Afgreiðsla:
Bæjarráð leggur til að Knattspyrnudeild Reynis verði bættur sá skaði sem félagið hefur orðið fyrir vegna þess forsendubrests sem varð þegar ekki reyndist unnt að standa við samkomulag við félagið um afnot af efri hæð húseignarinnar Tjarnargötu 4 eins og samþykkt hafði verið frá og með 1. janúar 2018.

Magnús S. Magnússon lagði fram eftirfarandi bókun:
Það er mjög óeðlileg afgreiðsla hjá bæjarráði með aðkomu bæjarfélagsins að greiðslu á gistingu vegna væntanlegra leikmanna hjá Knattspyrnufélaginu Reyni, vegna forsendubrests á afhendingu húsnæðis að Tjarnargötu 4 þar sem enginn samningur við Sandgerðisbæ um húsnæði liggur fyrir.
Fyrir hönd H- listans Magnús S. Magnússon.

6.   Refa- og minkaveiðar: umskókn um leyfi – 1803011
Fyrir fundinum liggur umsókn Birgis Þórs Kristinssonar um leyfi til refa- og minkaveiða.
Einnig skýrsla starfshóps ríkis og sveitarfélaga um framkvæmd refa- og minkaveiða.
Þá var tillaga Einars Friðriks Brynjarssonar umhverfis- og tæknifulltrúa Sandgerðisbæjar að reglum um refa- og minkaveiðar í Sandgerðisbæ lögð fram á fundinum.

Bæjarstjóri fór yfir málið.

Afgreiðsla:
Afgreiðslu málsins er frestað til næsta fundar bæjarráðs.
7.   Icelandair ehf: umsókn um rekstrarleyfi: veitingastaður í flokki II – 1804009
Fyri fundinum liggur erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum þar sem óskað er umsagnar Sandgerðisbæjar um umsókn Icelandair ehf. um rekstrarleyfi samkvæmt lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald til reksturs veitingastaðar í flokki II í Flugstöð Leif Eiríkssonar, Sandgerði. Fjöldi gesta er 340.
Afgreiðsla:
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að Icelandair ehf. verði veitt rekstrarleyfi samkvæmt lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald til reksturs veitingastaðar í flokki II í Flugstöð Leif Eiríkssonar, Sandgerði.
8.   Aðalskipulag Sandgerðisbæjar 2008-2024:Tillaga að breytingu 2018 – 1803019
Erindi skipulagsfulltrúa Keflavíkurflugvallar dags. 28.03. 2018 þar sem fram kemur að skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar gerir ekki athugasemd við breytingu á aðalskipulagi Sandgerðisbæjar 2008-2024 eins og fram kemur í lýsingu verkefnisins. Um er að ræða breytilgu sem felst í stækkun á fyrirhuguðu íbúðsvæði ÍB10 sunnan Sandgerðisbæjar.
Afgreiðsla:
Lagt fram til kynningar.
9.   Sameining sveitarfélaga: Staðfesting ráðuneytis um sameiningu Sandgerðis og Garðs 23. mars 2018 – 1711028
Erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 23. mars 2018 þar sem fram kemur að raðuneytið hefur staðfest sameiningu Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs í eitt sveitarfélag með vísan til 124. gr sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Fram kemur að kjósa skal níu fulltrúa í stjórn hins sameinaða sveitarfélags við almennar sveitarstjórnarkosningar sem fram fara 26. maí 2018. Nýkjörin sveitarstjórn tekur við stjórn hins sameinaða sveitarfélags 10. júní 2018 og á sama tíma tekur sameiningin gildi.
Afgreiðsla:
Lagt fram til kynningar.
10.   Varasjóður Húsnæðismála: greininga á stöðu fasteigna – 1803033
Erindi Varsjóðs húsnæðismála dags. 21. mars 2018 um könnun Varasjóðs húsnæðismála 2017.
Erindinu fylgir greining KPMG á núverandi stöðu fasteigna í eigu Sandgerðisbæjar.
Afgreiðsla:
Lagt fram til kynningar.
Málinu vísað til frekari vinnslu í bæjarráði.
11.   Sameining sveitarfélaga: 9. fundur – 1711028
Fundargerð 9. fundar stjórnar til undirbúnings sameiningar sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðisbæjar.
Fundurinn fór fram fimmtudaginn 5. apríl 2018.

Bæjarstjóri fór yfir 7. mál

Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.

7. mál: Staðsetning verkefna og starfslýsingar.
Málið var rætt.

12.   Samband íslenskra sveitarfélaga: 858.fundur – 1804004
Fundargerð 858. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundurinn fór fram föstudaginn 23. mars 2018.
Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:40

Hólmfríður Skarphéðinsdóttir sign
Fríða Stefánsdóttir sign
Daði Bergþórsson sign
Magnús Sigfús Magnússon sign
Sigrún Árnadóttir sign