689. fundur bæjarráðs

Home/Bæjarráð/689. fundur bæjarráðs
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

Fundargerð 689. fundar
bæjarráðs,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
27. febrúar 2018 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu:
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir formaður, Fríða Stefánsdóttir, Daði Bergþórsson, Magnús Sigfús Magnússon og Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jóna María Viktorsdóttir.

1. Framkvæmdir: Fráveita: Útrás og hreinsistöð við Norðurgarð – 1706095
Frá 646. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 14.02.2016. Bæjarráð vísar málinu til frekari vinnslu og fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2017/2018. Samþykkt við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018 að ljúka framkvæmdum við fráveitu. Fyrir fundinum liggur minnisblað og kostnaðarmat frá VSÓ ráðgjöf. Einar Friðrik Brynjarsson umhverfis- og tæknifulltrúi var gestur fundarins í þessu máli.
Afgreiðsla: Bæjarráð felur bæjarstjóra og umhverfis- og tæknifulltrúa að undirbúa útboð vegna framkvæmdar við útrás og dælustöð fráveitu. Bæjarráð leggur áherslu á að verkinu verði lokið 2018. Bæjarstjóra er falið að gera viðauka við fjárhagsáætlun vegna fyrirsjáanlegs kostnaðar umfram áætlun sem lagður verður fyrir bæjarstjórn.

2. Taramar: leigusamningur – 1706071
Fyrir fundinum liggur samantekt bæjarstjóra vegna óska Taramar um að taka á leigu aukið rými á fyrstu hæð, Miðnestorgi 3.
Afgreiðsla: Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.

3. Dýraverndunarfélagið Villikettir: erindi og tillaga – 1802027
Fyrir fundinum lá greinargerð og tillaga bæjarstjóra og umhverfis- og tæknifulltrúa vegna óska Dýraverndurnarfélagsins Villikatta um samning um samstarf við Sandgerðisbæ. Einnig lá fyrir lýsing á aðferðafræði félagsins, kynning á félaginu og fyrirmynd að samningi.
Afgreiðsla: Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gerður verði samningur til eins árs við Dýraverndunarfélagið Villiketti og að framlag bæjarins verði 150.000 kr.

4. Kvenfélagið Hvöt: aðalfundur kvenfélagasambands Gullbringu- og Kjósarsýslu – 1802038
Fyrir fundinum liggur erindi frá kvenfélaginu Hvöt. Óskað er eftir því að veitingar í lok aðalfundar kvenfélagasambands Gullbringu- og Kjósarsýslu sem haldinn verður 3. mars í Sandgerði verði í boði Sandgerðisbæjar.
Afgreiðsla: Bæjarráð samþykkir erindið og felur bæjarstjóra að vinna í málinu.

5. Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2018: rekstraryfirlit janúar – 1707006
Rekstraryfirlit janúar 2018.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

6. Fjölmenningarstefna Sandgerðisbæjar – 1706044
Fyrir fundinum liggja drög að Fjölmenningarstefnu Sandgerðisbæjar. Vinnuhópur undir forystu bæjarstjóra fékk það hlutverk að vinna drög að stefnunni sem ná skyldi til allra þátta í starfsemi bæjarfélagsins. Í hópnum sátu skólastjórar grunn-, leik- og tónlistarskóla, frístunda- og forvarnafulltrúi, menningar- og fræðslufulltrúi og félagsmálastjóri. Fyrirhugaður er opinn fundur um stefnuna þann 10. mars.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

7. Starfsmannamál: vinnustaðagreining – 1801030
Niðurstaða starfsmannakönnunar. Vinnustaðargreining fór fram dagana 19. janúar til 7. febrúar 2018. Alls fengu 139 starfsmenn listann sendan og af þeim svöruðu 99. Svarhlutfall var því 71%.
Afgreiðsla: Bæjarráð lýsir ánægju sinni með útkomu vinnustaðargreiningar sem framkvæmd var fyrir Sandgerðisbær og fagleg vinnubrögð fyrirtækisins Maskínu sem fengið var til verksins. Lagt fram til kynningar.

8. Íbúasamráð í sveitarfélögum: þátttaka íbúa – 1802026
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

9. HS Veitur hf: aðalfundur 2018: hlutabréf – 1802030
Boðað er til aðalfundar HS veitna. Fundurinn verður haldinn mánudaginn 19. mars 2018 á Brekkustíg 36 Reykjanesbæ og hefst hann kl. 17.00.
Afgreiðsla: Sigrún Árnadóttir verður fulltrúi Sandgerðisbæjar.

10. Sameining sveitarfélaga: viðauki við fjárhagsáætlun Garðs – 1711028
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

11. Lögreglan á Suðurnesjum: tölfræði – 1802036
Fyrir fundinum liggja fyrir upplýsingar frá Lögreglunni á Suðurnesjum um brot og slys í Sandgerði fyrir tímabilið 2013 til 2017.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

12. Stjórn lánasjóðs sveitarfélaga: framboð til stjórnar 2018 – 1802037
Auglýsing eftir framboðum í stjórn lánasjóðs sveitarfélaga. Tilnefningar og/eða framboð skulu send í síðasta lagi á hádegi 12.00 föstudaginn 2. mars nk.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

13. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum: 728. fundur – 1801020
Fundargerð 728. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem haldinn var 17. febrúar 2018.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

14. Sameining sveitarfélaga: fundargerðir 5. og 6. fundar – 1711028
Fundargerðir 5. og 6. fundar stjórnar til undirbúnings sameiningar sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðisbæjar.
Afgreiðsla: Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00

Hólmfríður Skarphéðinsdóttir sign
Fríða Stefánsdóttir sign
Daði Bergþórsson sign
Magnús S. Magnússon sign
Sigrún Árnadóttir sign