688. fundur bæjarráðs

Home/Bæjarráð/688. fundur bæjarráðs
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

Fundargerð 688. fundar
bæjarráðs,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
13. febrúar 2018 og hófst hann kl. 17:00

 

Fundinn sátu:
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir formaður, Fríða Stefánsdóttir, Daði Bergþórsson, Svavar
Grétarsson og Sigrún Árnadóttir Bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Þ. Kristjánsson.

1. Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2018: framkvæmdir/fjárfestingar – 1707006
Fyrir fundinum liggur áætlun um Framkvæmdir og fjárfestingar 2018: samþykkt áætlun.

Gestur fundarins í þessu máli var Jón Ben Einarsson sviðsstjóri húsnæðis- skipulags- og byggingasviðs Sandgerðisbæjar.

Sviðstjóri og bæjarstjóri fóru yfir stöðu mála í framkvæmda- og fjárfestingaáætlun.

Afgreiðsla: Bæjarráð leggur áherslu á að kostnaðarútreikningum við fráveitu, hreinsistöð og lengingu útrásar verði hraðað eins og unnt er og málið lagt fyrir bæjarráð að nýju.

2.  Félagsþjónusta: niðurgreiðsla til dagforeldra – 1802019
Fyrir fundinum liggur minnisblað Unu Bjarkar Kristófersdóttur, félagsráðgjafa
Félagsþjónustu Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga vegna beiðni um endurskoðun á niðurgreiðslu til dagforeldra.

Afgreiðsla:
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að niðurgreiðsla til dagforeldra verði hækkuð í kr. 50.000,-.

3.  Kvennakór Suðurnesja: beiðni um styrk – 1706235
Kvennakór Suðurnesja óskar eftir styrk frá Sandgerðisbæ í tilefni af 50 ára afmæli kórsins 22. febrúar 2018.

Afgreiðsla:  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Kvennakór Suðurnesja verði veittur styrkur að upphæð kr. 50.000,-.

4.  Golfklúbbur Sandgerðis: vélageymsla – 1711021
Fyrir fundinum liggur greinargerð og tillaga Rutar Sigurðardóttur frístunda- og forvarnafulltrúa Sandgerðisbæjar að byggingu vélargeymslu hjá Golfklúbbi Sandgerðis.

Bæjarstjóri fór yfir málið.

Afgreiðsla: Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samið verði við Golfklúbb Sandgerðis um aðstoð við uppbyggingu á vélargeymslu á golfvelli félagsins.

5. Sandgerðishöfn: afskriftir (gögn lögð fram á fundi) – 1706065

Afgreiðsla: Málinu er frestað til næsta fundar bæjarráðs.

6.  Forvarnarhópurinn Sunna: kynningarfundur 8. mars – 1802005
Frá 387. fundi bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 6. febrúar 2018.
Málinu er vísað til bæjarráðs.

Fyrir fundinum liggur minnisblað frístunda- og forvarnafulltrúa Sandgerðisbæjar og
félagsmálastjóra Sandgerði, Garðs og Voga um kynningarfund forvarnarhópsins Sunnu
sem fram fer fimmtudaginn 8. mars 2018 í Gerðaskóla.

Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

7.  Félagslegar íbúðir 2017 – 1707015
Frá 687. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 23. janúar 2018.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram í málinu og óskar eftir frekari upplýsingum fyrir næsta fund ráðsins.
Málið er áfram í vinnslu.

Fyrir fundinum liggur minnisblað frá fundi Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga ásamt starfsmönnum félagsþjónustunnar og starfsmönnum Íbúðarlánasjóðs. fundurinn fór fram miðvikudaginn 17. janúar 2018.

Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

8. Vinnustaðagreining (gögn lögð fram á fundi) – 1801030
Fyrir fundinum liggja niðurstöður vinnustaðagreiningar Maskínu sem unnin var síðari
hluta janúarmánaðar 2018.

Bæjarstjóri fór yfir fyrstu niðurstöður.

Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

9.  Þjónustusamningur: fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar – 1710033
Fyrir fundinum liggur þjónustusamningur frá 8. febrúar 2018 milli Sandgerðisbæjar og Reykjanesbæjar um aðkeypta þjónustu af fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar.

Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

10. Sorpeyðingarstöð Suðurnesja: 489. fundur og fundargerð aðalfundar 2017 – 1801032
Fyrir fundinum liggja: Samþykktir SS undirritaðar m. breytingum frá 27. apr. 2017.
Fundargerð 39. aðalfundar Sorpevðingarstoðvar Suðurnesja sf. Fundurinn fór fram fimmtudaginn 27. apríl 2017.
Fundargerð 489. fundar stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf. Fundurinn fór fram fimmtudaginn 8. febrúar 2018.

Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar

11. Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja: 11. fundur – 1707007
Fundargerð 11. fundar Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja. Fundurinn fór fram mánudaginn 11. desember 2017.

Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

12. Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja: 12. fundur – 1707007
Fundargerð 12. fundar Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja. Fundurinn fór fram mánudaginn 29. janúar 2018.

Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

13. Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar: 76. fundur – 1801045
Fundargerð 76. fundar Skipulagsnefndar Keflavíkurflugvallar. Fundurinn fór fram föstudaginn 19.janúar 2018.

Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

14. Heilbrigðisnefnd Suðurnesja: 266. fundur – 1802006
Fundargerð 266. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja. Fundurinn fór fram fimmtudaginn 25. janúar 2018.

Eftirtöldum aðilum var veitt starfsleyfi í Sandgerðisbæ:
– Lagardére Travel Retail ehf. Flugstöð Leifs Eiríkssonar til að starfrækja skyrbar. Gildistími 12 ár
– HS Veitur hf Brekkustíg 36, 260 Reykjanesbæ til að reka dreifikerfi neysluvatns á
skipulagssvæði Isavia við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Gildistími 12 ár
– Sandgerðisbær Varðan- Miðnestorgi 3, 245 Sandgerði til að vera með áramótabrennu
31. desember 2017.

Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

15. Öldungaráð Suðurnesja: fundur haldinn 22.01.2018 – 1801019
Fundargerð stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja. Fundurinn fór fram mánudaginn 22. janúar 2018.

Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

16. Heklan, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja: 62. fundur – 1802018
Fundargerð 62. fundar stjórnar Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja. Fundurinn fór fram föstudaginn 2. febrúar 2018.

Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

17. Stjórn Dvalarheimila aldraðra Suðurnesjum: fundur haldinn 05.08.2018 – 1802017
Fundur stjórnar Dvalarheimila aldraðra Suðurnesjum. Fundurinn fór fram mánudaginn 5. febrúar 2018.

Fyrir fundinum liggur jafnframt Ársreikningur DS 2017.

Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

18. Sameining sveitarfélaga: 3. og 4. fundur – 1711028
Fundargerð 3. fundar stjórnar til undirbúnings sameiningar sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram miðvikudaginn 17. janúar 2018.

Fundargerð 4. fundar stjórnar til undirbúnings sameiningar sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram fimmtudaginn 25. janúar 2018.

Afgreiðsla: Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

19. Skiptastjórn DS: 3. fundur – 1706181
Fundargerð 3. fundar skiptastjórnar Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum. Fundurinn fór fram fimmtudaginn 8. janúar 2018.

Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:50

Hólmfríður Skarphéðinsdóttir sign
Fríða Stefánsdóttir sign
Daði Bergþórsson sign
Svavar Grétarsson sign
Sigrún Árnadóttir sign