686. fundur bæjarráðs

Home/Bæjarráð/686. fundur bæjarráðs
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

 

686. fundur bæjarráðs,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
9. janúar 2018 og hófst hann kl. 17:00

 

Fundinn sátu: Hólmfríður Skarphéðinsdóttir formaður, Fríða Stefánsdóttir, Daði Bergþórsson, Magnús Sigfús Magnússon og Sigrún Árnadóttir Bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Guðjón Þ. Kristjánsson.

Dagskrá: 

1.   Byggðakvóti fiskveiðiársins 2017/2018 – 1709006
Frá 386. fundi bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 2. janúar 2018.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs um að vísa málinu til umsagnar í hafnaráði og til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs að lokinni umfjöllun í hafnaráði.
Frá 14. fundi hafnaráðs Sandgerðisbæjar miðvikudaginn 3. janúar 2018.
Magnús S. Magnússon lagði til að ekki yrði leitað eftir því við ráðuneytið að settar verði sérreglur um úthlutun kvótans nema að því leiti að aflanum verði landað í Sandgerði. Tillagan hlaut ekki brautargengi.

Formaður leggur til að lagt verið til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði fyrir úthlutun aflamarks í Sandgerði fyrir fiskveiðiárið 2017/2018 og að þau verði svohljóðandi:

1. Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verði: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt þannig að 30% byggðakvótans skiptist jafnt milli skipa þó ekki meira í þorskígildum talið en viðkomandi bátur landaði í þorskígildum í Sandgerði á fiskveiðiárinu 2016/2017 og 70% skipt hlutfallslega til sömu skipa af því aflamarki sem fallið hefur til Sandgerðis, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, á tímabilinu 1. september 2016 til 31. ágúst 2017.

2. Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verði: Fiskiskipum er skylt að landa í Sandgerði þeim afla sem telja á til byggðakvóta Sandgerðis og til vinnslu innan Sandgerðisbæjar á tímabilinu frá 1. september 2017 til 31. ágúst 2018.

Tillagan var samþykkt með þremur atkvæðum. Daði Bergþórsson sat hjá við afgreiðslu málsins. Magnús S. Magnússon gerði athugasemdir við framkvæmd atkvæðagreiðslunnar.

Bæjarstjóri fór yfir málið.

Daði Bergþórssona B- lista lagði fram eftirfarandi tillögu:
1. Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verði: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt þannig að 50% byggðakvótans skiptist jafnt milli skipa þó ekki meira í þorskígildum talið en viðkomandi bátur landaði í þorskígildum í Sandgerði á fiskveiðiárinu 2016/2017 og 50% skipt hlutfallslega til sömu skipa af því aflamarki sem fallið hefur til Sandgerðis, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, á tímabilinu 1. september 2016 til 31. ágúst 2017.

2. Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verði: Fiskiskipum er skylt að landa í Sandgerði þeim afla sem telja á til byggðakvóta Sandgerðis og til vinnslu innan Sandgerðisbæjar á tímabilinu frá 1. september 2017 til 31. ágúst 2018.

Magnús S. Magnússon H- lista lagði fram eftirfarandi tillögu:
Ekki verði leitað eftir því við ráðuneytið að settar verði sérreglur um úthlutun kvótans nema að því leiti að aflanum verði landað í Sandgerði.

Afgreiðsla:
Tillaga Magnúsar S. Magnússonar var felld með atkvæðum B-, D- og S- lista.
Tillaga Daða Bergþórssonar var samþykkt af B- lista, en felld með tveimur atkvæðum D- og S- lista.
Tillaga meirihluta hafnarráðs um að lagt verið til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði fyrir úthlutun aflamarks í Sandgerði fyrir fiskveiðiárið 2017/2018 er samþykkt með tveimur atkvæðum D- og S- lista gegn einu atkvæði B- lista.
2.   Lífeyrisskuldbindingar: Brú: Samkomulag um uppgjör – 1801003
Fyrir fundinum liggur tillaga um samkomulag milli Sandgerðisbæjar og Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga um breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna.
Einnig liggur fyrir fundinum greinargerð og tillaga bæjarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs Sandgerðisbæjar um málið.

Bæjarstjóri fór yfir málið.

Afgreiðsla:
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna í þeim atriðum sem taka þarf afstöðu til vegna samkomulags og skuldabréfa við Brú lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga og leggja fram tillögur á næsta fundi bæjarráðs.
3.   Fjölbrautaskóli Suðurnesja: mötuneyti og tengibygging: stækkun – 1801002
Frá 621. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 26.05. 2015.
Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2016 með fyrirvara um þátttöku ríkisins.

Fyrir fundinum liggur erindi formanns skólanefndar Fjölbrautaskóla Suðurnesja dags. 3. janúar 2018 um málið og kostnaðaráætlun vegna þess.

Bæjarstjóri fór yfir málið.

Afgreiðsla:
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að verkefnið verði samþykkt.
Bæjarstjóra er falið að vinna viðauka við fjárhagsáætlun 2018 vegna málsins.
4.   Dvalarheimili aldraðra Suðurnesjum: afstaða bæjarstjórnar til ráðstöfunar eftirstöðva – 1706181
Fundargerð 2. fundar Skiptastjórnar Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum. Fundurinn fór fram fimmtudaginn 4. janúar 2018 (sjá 15. mál í þessari fundargerð).
2. mál: Viðhaldsframkvæmdir í Hlévangi.
Samþykkt að veita heimild til að ráðast í þau viðhaldsverkefni sem um er að ræða og ráðstafa 25,3 mkr. úr sjóði DS til verkefnisins.
Samkvæmt framangreindu verða eftirstöðvar í sjóði DS um 10 mkr.
Umræða fór fram um ráðstöfun þessara fjármuna. Ákveðið að óska eftir afstöðu eigendasveitarfélaganna til þess að þessar eftirstöðvar verði settar í sérstakan sjóð til uppbyggingar hjúkrunarrýma við Nesvelli og sótt verði á ríkið um frekari uppbyggingu hjúkrunarþjónustu við aldraða þar.

Fulltrúar Sandgerðisbæjar í slitastjórn fóru yfir málið.

Afgreiðsla:
Bæjarráð leggur áherslu á uppbyggingu og fjölgun hjúkrunarrýma á Suðurnesjum og að það fjármagn sem verður til ráðstöfunar eftir slit D.S. megi nýta til þess. Að öðru leyti frestar bæjarráð afgreiðslu málsins þar til lokauppgjör D.S. liggur fyrir.
5.   Sameining sveitarfélaga: verkefni undirbúningsstjórnar – 1711028
Frá 385. fundi bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 5. desember 2017.
Bæjarstjórn felur bæjarráði að afgreiða erindisbréf fyrir stjórn til undirbúnings sameiningar sveitarfélaganna Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs sbr. 122 gr. sveitarstjórnarlaga.
Bæjarstjórn skipar Ólaf Þór Ólafsson, Hólmfríði Skarphéðinsdóttur og Daða Bergþórsson sem fulltrúa Sandgerðisbæjar í stjórn til undirbúnings sameiningar sveitarfélaganna Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins.

Fyrir fundinum liggur einnig minnisblað frá 13. desember 2017 um verkefni stjórnar til undirbúnings sameiningu sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðisbæjar.
Samkvæmt því skulu sveitarstjórnir sveitarfélaganna hvor um sig velja tvo til þrjá fulltrúa til setu í sérstakri stjórn til undirbúnings stofnunar hins nýja sveitarfélags.
Meginhlutverk stjórnarinnar er að tryggja að sameiningin gangi hnökralaust fyrir sig og undirbúa þau verkefni sem bíða nýrrar sveitarstjórnar. Frekari útlistun á verkefnum stjórnarinnar er að finna í minnsblaðinu.

Afgreiðsla:
Bæjarráð samþykkir minnisblað frá 13. desember 2017 um verkefni stjórnar til undirbúnings sameiningu sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðisbæjar sem erindisbréf stjórnarinnar.
6.   Útvarpssendar í Sandgerðisbæ: úrskurður – 1706167
Niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála fyrir mál nr. 109/2017 dagsett föstudaginn 8. desember 2017.
Afgreiðsla:
Lagt fram til kynningar.
7.   Heklan, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja: 61. fundur – 1706224
Fundargerð 61. fundar stjórnar Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja. Fundurinn fór fram föstudaginn 8. desember 2017.
Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.
8.   Þekkingarsetur Suðurnesja: 24. fundur – 1706262
Fundargerð 24. fundar stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja. Fundurinn fór fram miðvikudaginn 13. desember 2017.
Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.
9.   Sorpeyðingarstöð Suðurnesja: 487. fundur – 1707021
Fundargerð 487. fundar stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja. Fundurinn fór fram fimmtudaginn 14. desember 2017.
Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.
10.   Sameining sveitarfélaga: fundargerð 1. fundar undirbúningsstjórnar – 1711028
Fundargerð 1. fundar stjórnar til umdirbúnings sameiningar sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram mánudaginn 18. desember 2017.
Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.
11.   Landsnet: Suðurnesjalína 2. Samantekt 2. fundar verkefnaráðs – 1712011
Samantekt fundar verkefnaráðs Suðurnesjalínu 2. Fundurinn fór fram laugardaginn 20. desember 2017.
Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.
12.   Samtök sjávarútvegssveitarfélaga: fundargerðir 36, 37, 38. – 1706130
Fundargerð 36. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Fundurinn fór fram fimmtudaginn 7. september 2017.
Fundargerð 37. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Fundurinn fór fram mánudaginn 11. september 2017.
Fundargerð 38. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Fundurinn fór fram miðvikudaginn 27. september 2017.
Afgreiðsla:
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
13.   Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum: 724, 725, og 726. fundir – 1706236
Fundargerð 724. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Fundurinn fór fram miðvikudaginn 13. desember 2017.
Fundargerð 725. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Fundurinn fór fram miðvikudaginn 20. desember 2017.
Fundargerð 726. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Fundurinn fór fram fimmtudaginn 28. desember 2017.
Afgreiðsla:
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
14.   Samband íslenskra sveitarfélaga: 855. fundargerð – 1706247
Fundargerð 855. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundurinn fór fram föstudaginn 15. desember 2017.
Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.
15.   Dvalarheimili aldraðra Suðurnesjum: 1. og 2. fundur slitastjórnar – 1706181
Fundargerð 1. fundar Skiptastjórnar Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum. Fundurinn fór fram fimmtudaginn 21. desember 2017.
Fundargerð 2. fundar Skiptastjórnar Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum. Fundurinn fór fram fimmtudaginn 4. janúar 2018.
2. mál: Viðhaldsframkvæmdir í Hlévangi. Sjá 4. mál í þessari fundargerð.
Afgreiðsla:
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
  


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15

Hólmfríður Skarphéðinsdóttir sign
Fríða Stefánsdóttir sign
Daði Bergþórsson sign
Magnús S. Magnússon sign
Sigrún Árnadóttir sign