685. fundur bæjarráðs Sandgerðisbæjar

Home/Bæjarráð/685. fundur bæjarráðs Sandgerðisbæjar
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

685. fundur
bæjarráðs,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
12. desember 2017 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu:
Fríða Stefánsdóttir, Daði Bergþórsson, Magnús Sigfús Magnússon, Elín Björg Gissurardóttir í forföllum Hólmfríðar Skarphéðinsdóttur og Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Guðjón Þ. Kristjánsson..
Formaður óskaði heimildar fundarins til að ræða næsta fund bæjarráðs sem ber nú upp á 26. desember. Var það samþykkt samhljóða og ákveðið að fella þann fund niður.

Dagskrá:
1. Byggðakvóti fiskveiðiársins 2017/2018: skilyrði úthlutunar – 1709006
Frá 684. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 28. 11. 2017, 8. mál. Afgreiðslu málsins er frestað og bæjarstjóra er falið að vinna frekar í því. Bæjarstjóri fór yfir málið.
Afgreiðsla: Bæjarráð vísar umfjöllun um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta Sandgerðis fyrir fiskveiðiárið 2017/2018 til hafnaráðs til umsagnar.

2. Sorpeyðingarstöð Suðurnesja: Formleg afstaða sveitarfélgsins til hugmyndar um sameiningu Kölku og Sorpu – 1712013
Erindi forstjóra Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf., dags. 30. 11. 2017 vegna viðræðna Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf. við SORPU bs. um mögulega sameiningu fyrirtækjanna.
Afgreiðsla: Bæjarráð Sandgerðisbæjar styður áframhaldandi viðræður aðila um hugsanlega sameiningu Sorpu og Kölku á grundvelli þeirra forsendna sem kynntar hafa verið. Bæjarráð óskar eftir að sveitarfélögin verði upplýst um stöðu og framgang viðræðna.

3. Jól og áramót 2018: gögn koma inn á mánudag – 1709011
Minnisblað fræðslu- og menningarfulltrúa um viðburði í Sandgerðisbæ um jól og
áramót. Bæjarstjóri fylgdi málinu eftir.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

4. Miðnesheiði: uppbygging og atvinnuþróun – 1712010
Fyrir fundinum liggja:
Minnisblað 1. fundar samstarfshóps um atvinnu- og þróunarmöguleika á
Miðnesheiði, haldinn þann 20. október 2017.
Minnisblað 2. fundar samstarfshóps um atvinnu- og þróunarmöguleika á
Miðnesheiði, haldinn þann 09. nóvember 2017.
Miðnesheiði – Afmörkun svæða og eignarhald – Verkefnislýsing og
kostnaðaráætlun VSÓ Ráðgjafar 1. desember 2017.
Samningur milli ráðgjafarsviðs KPMG ehf., Reykjanesbæjar, Sandgerðisbæjar,
Sveitarfélagsins Garða og Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar ehf. vegna ráðgjafar
um ýmsa þætti varðandi stofnun nýs félags sem kemur til með að annast þróun
svæðisins í kringum Keflavíkurflugvöll.
Bæjarstjóri fór yfir stöðu málsins.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar,

5. Samband íslenskra sveitarfélaga: í skugga valdsins – 1712009
Erindi framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. nóvember
2017 um átakið “Í skugga valdsins”.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð Sandgerðisbæjar tekur undir með stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og lýsir ánægju yfir það frumkvæði kvenna í stjórnmálum á Íslandi sem þær hafa tekið undir merkjum “Í skugga valdsins”. Bæjarráð hvetur stjórnendur Sandgerðisbæjar til þess að vekja athygli starfsfólks á
viðbragðsáætlun Sandgerðisbæjar vegna eineltis, ofbeldis og kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni.

6. Samband íslenskra sveitarfélaga: þjóðgarður á miðhálendi Íslands: samþykkt stjórnar – 1712005
Fyrir fundinum liggja: Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 30. nóvember 2017 um skýrslu
nefndar um forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands.
Forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands – Lokaskýrsla nefndar 7. nóvember 2017.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

7. Samband íslenskra sveitarfélaga: EES EFTA sveitarstjórnarvettvangurinn – 1706261
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 6. desember 2017. Vakin er athygli á að EES EFTA sveitarstjórnarvettvangurinn er samstarfsvettvangur kjörinna fulltrúa á sveitarstjórnarstigi í EES EFTA ríkjunum sem gætir hagsmuna sveitarfélaga og svæða í EFTA og EES samstarfinu.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

8. Landsnet: Suðurnesjalína 2: 1.fundargerð samráðshóps – 1712011
Fyrir fundinum liggur: Fundargerð 1. fundar verkefnaráðs Suðurnesjalínu 2. Fundurinn fór fram
miðvikudaginn 29.11. 2017. Bæjarstjóri fór yfir fundargerðina.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

9. Samstarfsnefnd um sameiningarmál: fundargerð 8. fundar – 1707003
Fundargerð 8. fundar samstarfsnefndar um sameiningarmál. Fundurinn fór fram
þriðjudaginn 14. nóvember 2017. Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

10. Stjórn Dvalarheimila aldraðra Suðurnesjum: fundargerð 13.11.2017 – 1709001
Fundargerð stjórnar Dvalarheimila aldraðra Suðurnesjum. Fundurinn fór fram mánudaginn 13. nóvember 2017. Ársreikningur Dvalarheimilis aldraðra Suðurnesjum 2016.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

11. Samband íslenskra sveitarfélaga: 854. fundur – 1706247
Fundargerð 854. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundurinn fór fram föstudaginn 24. nóvember 2017.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

12. Almannavarnir Suðurnesja: fundur 24. nóvember 2017 – 1706250
Fundargerð Almannavarna Suðurnesja. Fundurinn fór fram föstudaginn 24. nóvember 2017.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

13. Heilbrigðisnefnd Suðurnesja: 265. fundur – 1706243
Fundargerð 265. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja. fundurinn fór fram
miðvikudagin 22. nóvember 2017. Eftiltaldir aðilar hafa fengið starfsleyfi í Sandgerðisbæ. Gildistími er 12 ár:
Comfort and rest, kt. 050765-2299 , Norðurtúni 8, Sandgerði til að reka íbúðagistingu.
Joe Ísland ehf., kt. 520613-1450, S-bygging Flugstöð Leifs Eiríkssonar til að reka brauðbar.
Samkaup hf., kt. 571298-3769, Miðnestorgi 1, 245 Sandgerði til að reka matvöruverslun.
Lagardére Travel Retail ehf., kt. 610814-0690, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 235 Keflavíkurflugvelli til að starfrækja mötuneyti með móttökueldhúsi.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

Bæjarráð bendir Heilbrigðisnefnd á að misritast hefur í leyfisveitingu til Lagardére
Travel Retail ehf. að fyrirtækið sé staðsett í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, í
Reykjanesbæ. Hið rétta er að fyrirtækið er staðsett í 235 Flugstöð Leifs
Eiríkssonar, Keflavíkurflugvelli.

14. Hafnasamband Íslands: 399. fundur – 1706115
Fundargerð 399. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands. Fundurinn fór fram
föstudaginn 1. desember 2017.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

15. Reykjanes jarðvangur: 40. fundur – 1712014
Fundargerð 40. fundar stjórnar Reykjanes jarðvangs ses. Fundurinn fór fram föstudaginn 8. desember 2017. Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10

Fríða Stefánsdóttir sign
Daði Bergþórsson sign
Magnús S. Magnússon sign
Elín B. Gissurardóttir sign
Sigrún Árnadóttir sign