683. fundur bæjarráðs

Home/Bæjarráð/683. fundur bæjarráðs
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

683. fundur bæjarráðs,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
14. nóvember 2017 og hófst hann kl. 17:00

 

Fundinn sátu: Hólmfríður Skarphéðinsdóttir formaður, Fríða Stefánsdóttir, Daði Bergþórsson, Svavar Grétarsson og Sigrún Árnadóttir Bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Guðjón Þ. Kristjánsson.

Dagskrá:

1.   Sameining sveitarfélaga: Niðurstaða kosninga – 1707003
Fyrir fundinum liggja niðurstöður íbúakosninga í Sandgerðisbæ og Sveitarfélaginu Garði um sameiningu sveitarfélaganna.
Í Sandgerði var sameiningin samþykkt með 55,2% atkvæða en 44,8% voru á móti. Á kjörskrá voru 1.200 manns og kusu 662 eða 55,2%.
Í Garði samþykktu 71,5% íbúa sameininguna en 28,5% voru á móti. Á kjörskrá voru 1.134 og kusu 601 eða 53% þeirra sem voru á kjörskrá.

Niðurstöður kosninganna voru ræddar.

Afgreiðsla:
Lagt fram.
2.   Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2018-2021 – 1707006
Frá 384. fundi bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 12. október 2017, 3. mál.
Fyrri umræða.

Fyrir fundinum liggja eftirtalin gögn:
Fjárhagsáætlun 2018 Sandgerðisbær
Fjárhagsáætlun 2018-2021/2022 Greinargerð við fyrri umræðu.
Starfsáætlanir 2018
Gjaldskrá Sandgerðishafnar 2018
Fjögurra ára áætlun 2019-2022
Gjaldskrá 2018 Sandgerðisbæjar lokaeintak

Bæjarstjóri fór yfir málið.

Afgreiðsla:
Vísað til frekari vinnslu á fundi bæjarráðs þriðjudaginn 28. nóvember 2017.
3.   Landakot og Krókskot: Eignarhald og eignarhlutfall – 1706171
Fyrir fundinum liggur minnisblað Direkta lögfræðiþjónustu sf. vegna fyrirhugaðra byggingaframkvæmda á lóðunum við Lækjamót 61 – 65 og Breiðhól 13 – 15 Sandgerði.

Bæjarstjóri fór yfir málið.

Afgreiðsla:
Bæjarstjóra og sviðsstjóra húsnæðis- skipulags- og byggingasviðs Sandgerðisbæjar er falið að vinna áfram í málinu.
4.   Bjarg: Húsnæði: stofnframlag – 1711008
Frá 378. fundi bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 2. maí 2017.
Bæjarstjórn telur rétt að Sandgerðisbær verði í samstarfi við leigufélagið Bjarg vegna uppbyggingu leiguíbúða í Sandgerði.
Bæjarstjóra og bæjarráði er falið að vinna áfram í málinu og áhersla lögð á að það sé unnið hratt og vel.

Fyrir fundinum liggja:
Erindi Íbúðalánasjóðs til Bjargs, dagsett 8. nóvember 2017.
Útreikningur Bjargs: Sundurliðun á stofnvirði við byggingu almennra íbúða.
Fylgiskjal með umsókn um stofnstyrk, Sandgerði.

Afgreiðsla:
Bæjarráð leggur mikla áherslu á að breytingu deiliskipulags á nýju byggingasvæði verði flýtt.
5.   Meðhöndlun úrgangs: sameiginleg svæðisáætlun – 1711009
Erindi Mannvits fyrir hönd SORPU bs., Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf., Sorpstöðvar Suðurlands bs. og Sorpurðunar Vesturlands hf. Erindið er dagsett 30. október 2017.
Óskað er eftir því að sveitarstjórnir tilnefni samstarfsaðila sem fulltrúa sveitarfélagsins í samráðsnefnd um Endurskoðun sameiginlegrar svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Suðvesturlandi
Þess er jafnframt óskað að allir sveitarstjórnarmenn og sveitar- og bæjarstjórar taki þátt í stuttri skoðanakönnun um úrgangsmál.
Afgreiðsla:
Bæjarráð leggur til að Einar Friðrik Brynjarsson verði fulltrúi Sandgerðisbæjar í samráðsnefnd.
6.   Tjarnargata 4: Skýlið – 1706116
Frá 666. fundi bæjarráðs þriðjudaginn 28. mars 2017, 4. mál.
Málið er áfram til frekari vinnslu.

Fyrir fundinum liggja:
Minnisblað Einars Friðriks Brynjarssonar umhverfis- og tæknifulltrúa Sandgerðisbæjar dags. 27. febrúar 2017.
Erindi Knattspyrnudeildar Reynis, dags. 31. október 2017 um afnot af Tjarnargötu 4.
Teikning af húsinu að Tjarnargötu 4 í Sandgerðisbæ.

Afreiðsla:
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera drög að samningi um afnot af efri hæð Tjarnargötu 4 og leggja fyrir bæjarráð.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að húsið að Tjarnargötu 4 njóti hverfisverndar í samræmi við húsakönnun og að húsið verði áfram í eigu bæjarins.
7.   Lögreglusamþykkt: sveitarfélög á Suðurnesjum. – 1711004
Frá 680. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 10. október 2017, 5. mál.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að taka þátt í að setja eina samræmda lögreglusamþykkt fyrir umdæmi lögreglustjórans á Suðurnesjum.
Bæjarstjóri er skipaður fulltrúi Sandgerðisbæjar í vinnuhóp sem skili niðurstöðu um málið fyrir 15. nóvember 2017.

Fyrir fundinum liggur:
Sameiginleg lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélög í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum.
Samþykktin er sett með vísan í reglugerð um lögreglusamþykktir nr. 1127/2007 og 1. gr. laga nr. 36/1988 um lögreglusamþykktir.

Afgreiðsla:
Bæjarráð leggur við bæjarstjórn til að Sameiginleg lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélög í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum verði samþykkt.
8.   Stígamót: fjárbeiðni fyrir árið 2018 – 1710034
Erindi Stígamóta dagsett 15. október 2017 þar sem óskað er eftir stuðningi við starfsemi samtakanna.
Afgreiðsla:
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Sandgerðisbær leggi kr. 50.000 til starfsemi Stígamóta.
9.   Fjárhagsáætlun 2017: staða framkvæmda í nóvember – 1706313
Fyrir fundinum liggur yfirlit yfir stöðu framkvæmda hjá Sandgerðisbæ 2017.
Afgreiðsla:
Lagt fram til kynningar.
10.   Jól og áramót 2018 – 1709011
Frá 17. fundi atvinnu-, ferða- og menningarráðs Sandgerðisbæjar miðvikudaginn 27. september 2017, 3. mál.

Gestur fundarins í þessu máli var Rakel Ósk Eckard frá atvinnu- ferða- og menningarráði.

Afgreiðsla:
Lagt fram til kynningar.
11.   Umsóknir um styrki á vegum Sandgerðisbæjar haustið 2017: yfirlit – 1710002
Fyrir fundinum liggur yfirlit yfir þær umsóknir sem Sandgerðisbær stendur að eða tengist haustið 2017.
Sótt er um hjá Framkvæmdasjóði ferðamála og Uppbyggingarsjóði Suðurnesja
Afgreiðsla:
Lagt fram til kynningar.
12.   Heklan, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja: 60. fundur – 1706224
Fundargerð 30. fundar Heklunnar atvinnuþróunarfélags Suðurnesja.
Fundurinn fór fram föstudaginn 20. október 2017.
Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.
13.   Öldungaráð Suðurnesja: fundur 6. nóvember 2017 – 1706203
Fundargerð stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja.
Fundurinn fór fram mánudaginn 6. nóvember 2017.
Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.
14.   Sameining sveitarfélaga: 7. fundur – 1707003
Fundargerð 7. fundar samstarfsnefndar um sameiningarmál.
Fundurinn fór fram 3. nóvember 2017.
Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.
15.   Hafnasamband Íslands: fundargerð 398 fundar – 1706115
Fundargerð 398. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.
Fundurinn fór fram miðvikudaginn 25. október 2017.
Einnig hafnarhluti skýrslu Samtaka iðnaðarins.
Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.
16.   Sorpeyðingarstöð Suðurnesja: Fundargerð 486. fundar – 1707021
Fundargerð 485. fundar stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja.
Fundurinn fór fram þriðjudaginn 10. október 2017.
Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.
17.   Samband íslenskra sveitarfélaga: fundargerð 853. fundar – 1706247
Fundargerð 853. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundurinn fór fram föstudaginn 27. október 2017.
Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.
18.   Miðnesheiði: fundargerð 20. fundar – 1708006
Fundargerð 20. fundar stýrihóps vegna atvinnu- og þróunarsvæðis á Miðnesheiði.
Fundurinn fór fram þriðjudaginn 10. október 2017.
Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.
19.   Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum: fundargerð 721. fundar – 1706236
Fundargerð 721. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Fundurinn fór fram miðvikudaginn 8 nóvember 2017.
Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.
20.   Brunavarnir Suðurnesja: fundargerðir 22. og 23. fundar – 1706267
Fundargerð 22. fundar stjórnar Brunavarna Suðurnesja bs.
Fundurinn fór fram föstudaginn 8. september 2017.

Fundargerð 23. fundar stjórnar Brunavarna Suðurnesja bs.
Fundurinn fór fram mánudaginn 9. október 2017.

Afgreiðsla:
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:40

 

Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, (sign)   Fríða Stefánsdóttir, (sign)
Daði Bergþórsson, (sign)   Svavar Grétarsson, (sign)
Sigrún Árnadóttir, (sign)