682. fundur bæjarráðs

Home/Bæjarráð/682. fundur bæjarráðs
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

682. fundur
bæjarráðs, aukafundur
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
31. október 2017 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu:
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir formaður, Fríða Stefánsdóttir, Daði Bergþórsson,
Magnús Sigfús Magnússon og Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Guðjón Þ. Kristjánsson.

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2018-2021 – 1707006
Frá 681. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 24. október 2017, 1. mál.
Fyrir fundinum liggja:
Sandgerðisbær: Drög að fjárhagsáætlun 2018-2021.
Gjaldskrá 2018 Sandgerðisbæjar: tillaga 20.10.17.
Gjaldskrá Sandgerðishafnar 2018.
Starfsáætlanir 2018.
Tillaga: útsvarshlutfall árið 2018.

Gestir fundarins í þessu máli voru:
Ólafur Þór Ólafsson forseti bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar, bæjarfulltrúarnir Guðmundur
Skúlason og Sigursveinn B. Jónsson og Elísabet G. Þórarinsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslu- og
fjármálasviðs Sandgerðisbæjar.
Bæjarstjóri og fjármálastjóri fóru yfir gögnin.

Afgreiðsla: Vísað til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar þriðjudaginn 7. nóvember 2017.

2. Sameining sveitarfélaga: kjörskrárstofn – 1707003
Frá 681. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 24. október 2017, 3. mál.
Fyrir fundinum liggur kjörskrárstofn Þjóðskrár Íslands sem kjörskrá vegna kosninga um
sameiningu sveitarfélaganna Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs sem fram fara
laugardaginn 11. nóvember 2017.

Afgreiðsla: Bæjarráð staðfestir kjörskrárstofn Þjóðskrár íslands sem kjörskrá vegna kosninga um
sameiningu sveitarfélaganna Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs sem fram fara
laugardaginn 11. nóvember 2017.
Bæjarráð felur bæjarstjóra umboð til að taka til meðferðar athugasemdir er kunna að
berast vegna kjörskrár og gera viðeigandi leiðréttingar ef við á skv. 1. mgr. 27. gr.
kosningalaga nr. 24/2000 og bráðabirgðaákvæðis um breytingu á þeim lögum nr.
91/2016.

3. Miðnesheiði: samstarf Sandgerðisbæjar, Garðs og Reykjanesbæjar um skipulag og
uppbyggingu – 1708006
Frá 681. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 24. október 2017, 5. mál.
Fyrir fundinum liggja drög að Verkefnaáætlun um uppbyggingu atvinnuþróunarsvæðis:
samstarf sveitarfélaganna þriggja og ríkisins.
Bæjarstjóri fór yfir málið.

Afgreiðsla: Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Verkefnaáætlun um uppbyggingu
atvinnuþróunarsvæðis: samstarf sveitarfélaganna þriggja og ríkisins verði samþykkt.
Bæjarráð leggur til að Ólafi Þór Ólafssyni forseta bæjarstjórnar og Sigrúnu Árnadóttur
bæjarstjóra verði falið að vera fulltrúar Sandgerðisbæjar í verkefninu.

4. Pósturinn: póstdreifing í Sandgerði – 1710035
Bréf bæjarstjóra Sandgerðisbæjar dags. 26. október 2017 til Íslandspósts þar sem gerðar
eru athugasemdir við póstdreifingu í Sandgerðisbæ.

Afgreiðsla: Bæjarráð tekur undir bréf bæjarstjóra og athugasemdir bæjarbúa og væntir þess að
fyrirtækið geri úrbætur þannig að unnt verði að treysta því að póstdreifing sé örugg og
skilvirk.

5. Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga: fundargerð 6. fundar – 1707003
Fundargerð 6. fundar samstarfsnefndar um sameiningarmál. Fundurinn fór fram
fimmtudaginn 26. október 2017.

Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

6. Stýrihópur vegna atvinnu- og þróunarsvæðis á Miðnesheiði: fundargerð 20. fundar –
1708006
Fundargerð 20. fundar Stýrihóps vegna atvinnu- og þróunarsvæðis á Miðnesheiði .
Fundurinn fór fram þriðjudaginn 10. október 2017.

Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:00

Hólmfríður Skarphéðinsdóttir sign.
Fríða Stefánsdóttir sign.
Daði Bergþórsson sign.
Magnús Sigfús Magnússon sign.
Sigrún Árnadóttir sign.