681. fundur bæjarráðs

Home/Bæjarráð/681. fundur bæjarráðs

681. fundur
bæjarráðs,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
24. október 2017 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu:
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir formaður, Fríða Stefánsdóttir, Daði Bergþórsson, Magnús Sigfús Magnússon og Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Guðjón Þ. Kristjánsson.

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2018-2021: drög að fjárhagsáæltun og gjaldskrám – 1707006
Frá 680. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 10. október 2017, 2. mál. Vísað til áframhaldandi vinnu að fjárhagsáætlun 2018. Fyrir fundinum liggja: Gjaldskrá 2018 Sandgerðisbæjar: tillaga. Gjaldskrá Sandgerðishafnar. Drög að fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2018-2021. Bæjarstjóri fór yfir drög að fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2018-2021.
Afgreiðsla: Stefnt er að aukufundi í bæjaráði þriðjudaginn 31. október þar sem öllum bæjarfulltrúum er boðin seta.

2. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum: fjárhagsáætlun 2018 – 1710031
Fyrir fundinum liggja Fjárhagsáætlun sameiglegra rekinna stofnanna sveitarfélaga á Suðurnesjum fyrir árið 2018 ásamt greinargerð fjárhagsnefndar. Bæjarstjóri fór yfir málið.
Afgreiðsla: Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Fjárhagsáætlun Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fyrir árið 2018 verði samþykkt.

3. Sameining sveitarfélaga: kjörskrárstofn – 1707003
Frá 383. fundi bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 3. október 2017, 1. mál. Bæjarstjórn felur bæjarráði að staðfesta kjörskrárstofn Þjóðskrár Íslands sem kjörskrá vegna kosninga um sameiningu sveitarfélaganna Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs sem fram fara laugardaginn 11. nóvember 2017.
Afgreiðsla: Afgreiðslu frestað.

4. Landamál í Sandgerði: staðan (gögn verða afhent á fundi) – 1706171
Frá 680. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 10. október 2017, 1. mál. Bæjarstjóri fór yfir nýjustu upplýsingar.
Afgreiðsla: Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.

5. Miðnesheiði: samstarf Sandgerðisbæjar, Garðs og Reykjanesbæjar um skipulag og uppbyggingu: tillaga um samstarf sveitarfélaganna við ríkið – 1708006
Erindi stýrihóps Sandgerðisbæjar, Reykjanesbæjar og Sveitarfélagsins Garðs vegna atvinnu- og þróunarsvæðis á Miðnesheiði.
Afgreiðsla: Bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar er falið að vinna áfram í málinu.

6. Félagslegar íbúðir: A. Minnisblað B. Erindi frá Þekkingarsetri Suðurnesja – 1707015
Fyrir fundinum liggur Minnisblað bæjarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs Sandgerðisbæjar um áhrif nýrra húsnæðislaga. Einnig bréf Þekkingarseturs Suðurnesja dags. 28. september 2017. Bæjarstjóri fór yfir málið.
Afgreiðsla: Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.

7. Gjaldtaka á áningarstöðum: afstaða sveitarfélaga – 1710003
Erindi Reykjanes UNESCO Global Geopark dags. 28. september 2017 þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélaganna sem að jarðvangnum standa til mögulegrar gjaldtöku á áningastöðum fyrir ferðamenn.
Afgreiðsla: Mál í vinnslu. Erindinu er vísað til umsagnar hjá atvinnu- ferða- og menningarráði Sandgerðisbæjar.

8. Norðurtún 8: gististaður: rekstrarleyfi – 1710030
Erindi sýslumannsins á Suðurnesjum dags. 17. október 2017 þar sem óskað er eftir umsögn Sandgerðisbæjar um umsókn Jolantu Janaszak um rekstrarleyfi samkvæmt lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald til reksturs gististaðar í flokki II að Norðurtúni 8 Sandgerðisbæ.
Erindi Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja dags. 19. október 2017 þar sem Comfort and rest er veitt starfsleyfi til að reka íbúðagistingu að Norðurtúni 8 í Sandgerðisbæ. Erindi sviðsstjóra húsnæðis- skipulags- og byggingasviðs Sandgerðisbæjar dags. 20. október 2017 þar sem upplýst er að hvað C lið varðar uppfyllir ofangreind umsókn bæði lið A og B gagnvart byggingarfulltrúa.
Afgreiðsla: Bæjarráð Sandgerðisbæjar gerir ekki athugasemd við umsókn Jolantu Janaszak um rekstrarleyfi samkvæmt lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald til reksturs gististaðar í flokki II að Norðurtúni 8 Sandgerðisbæ.

9. Öldungaráð Suðurnesja: beiðni um styrk – 1710026
Erindi formanns Öldungaráðs Suðurnesja dags. 18. september 2017 þar sem óskað er eftir styrk frá sveitarfélögum á Suðurnejum á þessu fjárhagsári.
Afgreiðsla: Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að veittur verði styrkur að upphæð kr. 50.000,-

10. Sandgerðishöfn: greinargerð vegna starfsmannahalds og samvinnu við Fiskmarkað Suðurnesja – 1706065
Bréf Fiskistofu dags. 24. apríl 2017 um áform Sandgerðisbæjar um vigtun sjávarafla í húsnæði Fiskmarkaðar Suðurnesja hf. Tölvupóstur lögfræðings á kjarasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 14. september 2017. Greinargerð bæjarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs Sandgerðisbæjar dags. 18. október 2017: Samantekt vegna kostnaðar við starfsmannahald á Sandgerðishöfn og samstarf við Fiskmarkað Suðurnesja hf.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

11. Reykjanesbær: fjárveitingar ríkisins til verkefna á Suðurnesjum – 1710032
Samantekt unnin á vegum Reykjanesbæjar í október 2017 um stöðu og horfur ríkisstofnanna
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar. Skýrsla Atón um fjárframlög ríkisins til verkefna á Suðurnesjum er sogleg lesning en kemur því miður ekki á óvart. Með skýrslunni er staðfest það sem Suðurnesjamenn hafa vitað lengi, að þeir þurfa að sætta sig við lægri framlög til verkefna ríkisins en íbúar annara landssvæða. Þetta telur bæjarráð Sandgerðisbæjar óásættanlegt og kallar eftir því að ríkisvaldið komi með rök fyrir því hvað skýri þennan mismun. Þá hvetur bæjarráð verðandi þingmenn Suðurkjördæmis alla sem einn að setja það baraáttumál í fyrsta, annað og þriðja sæti hjá sér að leiðrétta stöðu Suðurnesja hvað varðar fjárframlög frá ríkinu. Þetta er verkefni sem þolir enga bið.

12. Öldungaráð Suðurnesja: afrit af bréfi til formanns SSS. – 1706203
Tölvupóstur dags. 16. október 2017 þar sem vakin er athygli á bréfi formanns Öldungaráðs Suðurnesja til formanns stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum þar sem óskað er eftir fundi stjórnar ÖS með stjórn SSS.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

13. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum: 720. fundur – 1706236
Fundargerð 720. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Fundurinn fór fram miðvikudaginn 11. október 2017. 10. mál: Bréf frá SBK, dags. 29.09. 2017, yfirlýsing vegan þjónustusamnings um akstursþjónustu. Bæjarráð harmar þá ákvörðun SBK að ætla sér ekki að standa við gerða samninga.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

14. Sorpeyðingarstöð Suðurnesja: 485. fundur – 1707021
Fundargerð 485. fundar stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 10. október 2017.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

15. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum: 41. aðalfundur – 1706236
Fundargerð 41. aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2017. Fundurinn fór fram föstudaginn 29. september og laugardaginn 30. september 2017.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

16. Reykjanes Jarðvangur ses: 39. fundur – 1706099
Fundargerð 39. fundar stjórnar Reykjanes jarðvangs ses. Fundurinn fór fram föstudaginn 20. október 2017.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

17. Brunavarnir Suðurnesja: 21. fundur – 1706267
Fundargerð 21. fundar stjórnar Brunavarna Suðurnesja bs. Fundurinn fór fram mánudaginn 12. júní 2017.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:10

Hólmfríður Skarphéðinsdóttir sign.
Fríða Stefánsdóttir sign.
Daði Bergþórsson sign.
Magnús Sigfús Magnússon sign.
Sigrún Árnadóttir sign.